Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 13

Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 13
Þess ber þó að geta, að klukkan var fimm að morgni, og þremur stundum síðar átti að hefja leit til að bjarga fé bænda til byggða. Menn gátu því ekki búizt við langri hvíld, og ein svefnstund varð að nægja — fyrir þá, sem á annað borð gátu sofnað. En hlýjan sem þarna var að mæta varð eftirminnileg öllum, og í raun og veru einhver sú hin mesta sæla sem á varð kosið. Hafi ég nokkru sinni efast um að sæluhús væru réttnefni á gangnamannakofum og heiðaskýlum þá hvarf sá efi við þessa hvíld í Ströngukvíslarskála. X. Eyvindarstaðaheiði heitir landflæmi það norðan Hofs jökuls, sem liggur austan Blöndu en vestan Vestari Jök- ulsár inn af Skagafirði. Nafn dregur hún af Eyvindar- stöðum í Blöndudal og mun að einhverju leyti hafa ver- ið í eigu Eyvindarstaðabænda fyrr á öldum. Heiðin sjálf er sviplítil svo sem mörg önnur heiðalönd hér á landi, ávalir hálsar og hæðadrög með móum og mýraflákum hér og hvar. Víðsýni er hinsvegar mikið af heiðinni til allra átta og fegurst suður til jökla. Mér segja kunnugir menn, að Eyvindarstaðaheiði beri í höfuðdráttum ísaldareinkenni. Berglög eru þar öll úr blágrýti og bera merki margra og mikilla eidgosa aftan úr grárri fomeskju. Ar og lækir falla hér og hvar um heiðina. Flestar leggja ieið sína til Blöndu, og er Strangakvísl þeirra mest. Hún er jökulvatn sem kemur úr Hofsjökli og getur í leysingum jafnt á vori sem hausti orðið illfær yfirferðar og stundum torsóttur farartálmi í haustgöng- um. Ekki er margt stöðuvatna á Eyvindarstaðaheiði, og sízt af öllu er hún er borin saman við vatnafjöldann á vesturheiðum eins og t. d. á Arnarvatnsheiði, Tvídægru Safnið rekst vel i gegnum snjóskaflana, en lengst af leiðinni hefur ýtan rutt því braut. Kindurnar kveinka sér við vatnið. og þeim heiðalöndum öðrum sem liggja norðan og vest- an Langjökuls. Aðeins eitt veiðivatn er talið vera á heið- inni, svokallað Blönduvatn. Annað vatn hef ég heyrt nefnt, en það heitir Mannabeinavatn. Það mun þó frek- ar vera tjörn en stöðuvatn og þvínær þornað. Mannabeinavatn er eklti lángt frá Ströngukvísl og D D D um hana er til sú munnmælasaga að þar hafi áður staðið sæluhús eða skýli fyrir gangnamenn. Eitt sinn létu þeir illum látum venju fremur og höfðu í frammi ferlegt orðbragð og óguðlegt í senn. Svo var munnsöfnuðurinn ljótur að einum leitarmanna ofbauð og gekk út. Sá hann þá hvar ofsahlaup var komið í Ströngukvísl, barst það óðfluga fram með jakaburði og djöfulskap. Maðurinn gat í tæka tíð forðað sér upp á hæð í námunda við kof- ann, en rétt á eftir skall flóðið á sæluhúsinu, færði það í kaf og drekkti gangnamönnunum öllum nema þessum eina, sem gat forðað sér. Myndaðist þarna síðan uppi- staða eða stöðuvatn. Hlaut það nafngiftina iVIannabeina- vatn vegna þess að árin næstu á eftir fannst mikið af mannabeinum í og við vatnið. Þar hefur lengi síðan ver- ið reimt. Víðar hafa draugar verið á ferli á Eyvindarstaðaheiði, þar á meðal í leitarmannakofanum við Ströngukvísl þar sem við nutum að þessu sinni þriggja stunda skjóls og hvíldar. Þar heyra gangnamenn oft hringlað í beizlum utan skála á nóttum, heyra hófadyn og fótatak manna. Þeim sem verið hafa einir á ferð hefur reynzt erfitt að haldast við í skálanum næturlangt sökum draugagangs og reimleika. Þessi þriggja stunda dvöl okkar { Ströngukvíslarskála var of stutt til að draugar næðu að komast á kreik. Við urðum því einskis vör. Heirna er bezt 325

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.