Heima er bezt - 01.09.1964, Side 5

Heima er bezt - 01.09.1964, Side 5
Kristin Jónsdótlir 33 ára. nú er látin. Voru börnin þá orðin níu á heimilinu, — og seinna tóku þau einn fósturson að auki. Ollum barnahópnum var Stefán hinn ágætasti faðir og fyrirmynd, kenndi þeim sjálfur til bókarinnar á vetr- um og jafnhliða hagnýt verkleg störf vetur jafnt sem sumar, og bar mikla umhyggju fyrir velferð þeirra allra. Ekki leið á löngu þar til margháttuð trúnaðarstörf hlóðust á Stefán. Hann varð hreppsnefndarmaður, odd- viti og síðan hreppstjóri sveitar sinnar um langt árabil. Sýslunefndarmaður, umboðsmaður Brunabótafélagsins. Sat í skattanefnd, var sóknarnefndarformaður og safn- aðarfulltrúi, sat í stjórn Búnaðarsambandsins, var endur- skoðandi Kaupfélags A.-Skaftfellinga. Veg'averkstjóri í mörg ár, eins og fyrr er sagt. Einnig var hann mjög starfandi í málfundafélagi sveitar sinnar á sínunt tíma. ÖIl sín störf utan heimilis sem innan leysti hann af hendi með frábærum dugnaði og samvizkusemi, og það vissu allir í héraðinu að þeim málum var vel borgið, sem hann hafði með höndum. Stefán er vel meðalmaður á vöxt, frekar grannhoMa, liðlegur og léttur á fæti. Andlitið er karlmannlegt og myndarlegt og svipurinn hreinn. Hann er prýðilegum gáfum gæddur, glöggur og fljótur að átta sig á málefn- um, tillögugóður og farsæll. Alla tíð hefur hann notið Sextán ára gamall eða aldamótaárið, fór Stefán í vega- vinnu yfir sumarið og fékk í dagkaup kr. 1.75 fyrir 10 tíma vinnudag. Hver eyrir var lagður fyrir og um haustið 1900 fór hann í Flensborgarskólann með tæpar hundrað krónur í vasanum fyrir nauðþurftum yfir vet- urinn. Ekki komst hann aftur næsta vetur vegna fátækt- ar, en haustið 1902 var lagt upp öðru sinni og lauk hann þá námi við skólann. Árið 1905 keypti Stefán jörðina Hlíð í Lóni og fluttu foreldrar hans þangað búferlum árið 1907, því jörðin var föst í ábúð að þeim tíma. Bjuggu þau síðan þar fyrst um sinn ásamt Stefáni og tveim öðrum börnum sínum. Önnur tvö systkini Stefáns dóu úr barnaveiki, sem á þeim árum hjó stór skörð í íslenzkan stofn. Strax og þeir feðgar tóku við búsforráðum á Hlíð hófust þeir handa um að bæta jörð og hús, sem hvort tveggja var í mikilli niðurníðslu. Stefán var mjög at- hafnasamur og afkastamikill og allt heimilisfólkið sam- taka við störfin. Á næstu árum ferðaðist Stefán víða um land og vann að brúargerð á vorin og sumrin og á margar góðar minningar um það starf. Móðir hans lifði aðeins eitt ár eftir að hún kom að Hlíð og var það Stef- áni sár missir að sjá á eftir henni á bezta aldri, því kært var með þeim mæðginum og Stefán móður sinni einstak- lega góður og nærgætinn sonur. Nokkru seinna gerðist Stefán vegaverkstjóri heima í héraði og hafði það starf á hendi í sýslu sinni í fjölda- mörg ár. Árið 1914 varð stórt ár í lífi Stefáns, því þá kvænt- ist hann Kristínu Jónsdóttur, prestsekkju frá Bjarna- nesi, og tók þá jafnframt við búsforráðum á Hlíð. Krist- ín kom að Hlíð þá urn haustið ásamt 5 börnum sínum af fyrra hjónabandi, en fyrri maður hennar var séra Benedikt EyjóJfsson. Ári seinna fæddist elzta barn þeirra Stefáns og Kristínar, Ragna, nú húsfreyja að Múla í Álftafirði, S.-Múlasýslu. Og síðan er árin liðu fjölgaði börnum þeirra og urðu þau fjögur talsins. Benedikt, bóndi á Hvalnesi, Jón, bóndi á Hlíð, og Kristín, sem Heimilisfólkið á Hlíð sumarið 1936. Heima er bezt 317

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.