Heima er bezt - 01.09.1964, Side 29

Heima er bezt - 01.09.1964, Side 29
að steini, og þar stendur hann enn og spyrnir fótum við sjógangi og brimi. Heita þar Lóndrangar.LÍ Fleiri sögur kann ég svo ekki um Kerlinguna á fjall- inu. Stefán Jónsson. Ellý í Öldunni og margir fleiri biðja um Ijóðið: Kvöldið er fagurt. Þetta ljóð er frumort en ekki þýð- ing á hinu þekkta ljóði Ben Johnson. Ljóðið Kvöld- ið er fagurt, ásamt hinu fagra, enska þjóðlagi, var fyrst kynnt og sungið í útvarp af LögreglukSr Reykjavíkur, undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar, fyrir tveimur ára- tugum. Smárakvartettinn á Akureyri hefur líka sungið ljóð og lag inn á hljómplötu, sem mikið er leikin í út- varp. Höfundur ljóðsins er Ingólfur Þorsteinsson, lög- regluvarðstjóri, Reykjavík. Kvöldið er fagurt, sólin sezt og sefur fugl á grein. Við skulurn koma, vina mín, og vera saman ein. Ég þekki fagran, lítinn lund hjá læknum, upp‘ við foss. Þar sem að gróa gullin blóm þú gefur heitan koss. i Þú veizt að öll mín innsta þrá er ástarkossinn þinn. Héðanaf aðeins yndi ég í örmum þínum finn. Ég leiði þig í lundinn minn, mín ijúfa, komdu nú. Jörðin þó eigi ótal blóm mín eina rós ert þú. Tvö höfuðskáld íslands hafa þýtt ljóð Ben Johnson undir þessu fagra enska þjóðlagi. Eru það skáldin Hall- dór Kiljan og Einar Benediktsson. Þýðing Kiljans var birt í þessum þætti í septemberblaði, árið 1958, en þýð- ing Einars Benediktssonar birtist hér. Snót, drekktu á mig augnaskál þá er mín lífstryggð þín, — lát eftir koss á bikarsbarm, þá bergi ég aldrei vín. Ég rósasveig þér síðla batt að sæma þig, — nei, meir var ætlun mín, hann bæri boð um blóm, sem aldrei deyr. Þinn andi blómið aðeins snart, sem endursent var mér. En síðan á það ilm og líf, ei af sér sjálfu, — en þér. Sú þrá, sem rís í þyrstri sál, byðst þrúgu, í hæðir inn. En beri hönd mér himins drykk, ég hafna — og vel mér þinn. Hér birtist svo ljóðið: Átján ára í gær. Valgeir Sig- urðsson hefur gert þennan txeta við hið kunna lag Bobby Darin: „Eighteen yellow roses“. Svo stutt er síðan yarstu barnið mitt blítt, ég bar þig á örmum mér og vaggaði þýtt, en tíminn hefur liðið og átján ára í gær varð einkadóttir mín, og lífið hlær. Mér fannst hún ennþá vera vinkona mín og vildi mér einum gefa brosin sín, en lítil stúlka breytist í átján ára mær og ástin nýja, breiða vængi fær. Og flýgur burt úr fanginu mínu sem forðum veitti henni hlýju og skjól, hún flýgur burtu með brosi sínu í borgarysinn, gleði, vin og sól. Svo hratt flýr tíminn, allt sem áður var nýtt og aðskilur það, sem forðum saman var hnýtt, en mundu litla barn, sem varst átján ára í gær af ást til þín mitt gamla hjarta slær. Að lokum er svo hér lítið ljóð, sem heitir: Nú ertu þriggja ára. Höfundur Ijóðsins er Jón Kjerúlf, en Ingi- björg Þorbergs hefur sungið ljóð og lag á hljómplötu. Nú ertu þriggja ára, ó elsku ljúfan mín. Úr augum björtum sakleysið þitt skín. Svo létt og frjáls sem fuglinn, er flýgur grein af grein svo glöð í söngvum þínum, svo ung og hjartahrein. Þú hendist yfir borðið, þú stekkur upp á stól, þú stígur dans á gólfinu, þú þráir fjör og sól. Nú ertu þriggja ára, ó elsku ljúfan mín, því yrki‘ ég þetta Utla lag til þín. Droplaug í Hólmavík biður um kvæðið Spunakonan, eftir Guðm. Kamban, skáld. Droplaugu vil ég segja það, að þetta kvæði birtist í þessum þætti í marz-blaðinu 1962. — Fleiri ljóð birtast ekki í þetta sinn. Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135. Heima er bezt 341

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.