Heima er bezt - 01.09.1964, Síða 15
í hríð og ófærð er talið að hann hafi gengið á annað
hundrað kílómetra unz hann örvænti að fullu um afdrif
félaga síns og skjólstæðings. Settist hann þá að um stund
í Ströngukvíslarskála þar sem þeir höfðu ætlað sér að
eiga sameiginlega nótt. En um miðja nótt brast á stór-
viðri af norðri og eirði Helgi þá ekki einverunni í skál-
anum heldur hélt út í ofviðrið til að leita hjálpar í
byggð fyrir félaga sinn.
Báðir komust þeir félagar lítt eða óskemmdir til
byggða, Helgi strax daginn eftir, en Ágúst eftir sjö
dægur. Þykja gönguafrek þeirra meiri en nokkur dæmi
eru til fyrr eða síðar á þessum slóðum ef tillit er teldð
til aðstæðna allra. Ég held meira að segja að afrek okkar
fjórtán-menninganna sem fluttir voru á sleðum upp í
Ströngukvíslarskála hljóti að falla í skugga fyrir getu
þessara tveggja garpa fyrir tæpum áttatíu árum.
XIII.
Smalamennskan á Eyvindarstaðaheiði hefur gengið að
óskum þrátt fyrir hrakninga og illviðri á suðurleið og
snjóblindu, vont skyggni og ófærð á leiðinni niður.
Smalarnir eru duglegir og öruggir — kvenfólkið líka —
og allir gera sitt bezta. Fénu er smalað yfir í slóð jarð-
ýtunnar eftir því sem við verður komið, og þannig
rennur öll hjörðin — nokkur þúsund fjár — í einni hala-
rófu niður til byggða.
Það er ekki mjög áliðið dags þegar við komum niður
að Fossum, efsta býli í Svartárdal. Klukkan ekki nema
um þrjú og þótti öllum smalamennskan hafa sózt fljótt
og jþftusamlega.
A Fossum býr fjallkóngurinn okkar, Sigurður, og
þar bjó Guðmundur faðir hans stórbúi um fjölda ára
skeið.
Þegar ég fyrst heyrði Guðmundar Guðmundssonar
á Fossum getið var það sunnlenzkur maður, þó gagn-
kunnugur honum, sem sagði mér frá honum. Það er
styzta mannlýsing sem ég hef heyrt, ef til vill líka sú
greinarbezta: Oðlingur og hetja. Aðeins þessi tvö orð.
Guðmundur er öðrum þræði barn heiðarinnar, ann
henni, hefur búið við rætur hennar alla sína ævi og
þekkir hana og kenjar hennar eins og fingurna á sér.
Hinum þræðinum er Guðmundur athafnamikill bóndi,
stórhuga og gjörhugull. Það er höfðingjabragur á Foss-
heimilinu utan sem innan.
Guðmundur á Fossum rétti mér vinstri hönd sína
þegar ég heilsaði honum. Þá hægri hafði hann í fatla.
Hafði slasast þá fáum dögum áður. Guðmundur sagði
mér hvernig það hafði atvikast.
Slysið skeði í hríðarveðrinu mikla á meðan Sigurður
sonur hans var frammi á heiði að stjóma leit. Þótt Guð-
múndur væri kominn á áttræðisaldur lét hann hvorki
aldur né hríðarveður aftra sér frá því að fara út til að
svipast um eftir lcindum. Hann taldi þess þörf.
Hann gekk fram dalinn og fann þar kindur. Dagur
var liðinn að kvöldi og skuggsýnt orðið. En þar sem
hann var að snúast kringum kindurnar og reyna að
koma þeim niður dalinn, stakkst hann í ákafanum fram
af háu barði. Guðmundur kom illa niður, hafði stungist
á höfuðið svo hann slasaðist, en í fallinu hafði hægri
handleargurinn orðið undir honum.
Guðmundur telur að hann hafi raknað fljótlega við
úr rotinu og fann til mikils sársauka í handleggnum þeg-
ar hann stóð á fætur. Hann skeytti þessu engu, hélt að
verkurinn myndi lfða hjá. En þess í stað jókst hann því
lengur sem leið og handleggurinn tók að bólgna og
þrútna næsta ískyggilega.
Ég spurði Guðmund hvort hann hafi ekki þegar í
stað leitað læknis. Hann kvaðst mundu hafa gert það
hefði hann getað, en þess var enginn kostur, ekki unnt
að komast neitt sökum ófærðar. Hann varð að halda
kyrru fyrir heima og hann hélt áfram að svipast um
eftir kindum. Það var full þörf á því í þessu veðri.
Einn daginn var Guðmundur á ferli í bylsvælingi
frammi á dalnum, kom þá auga á lamb, sem sat fast í
krapi í ánni og var komið að því að drukkna. Mátti ekki
tæpara standa.
Með því að leggjast flatur á árbakkann tókst Guð-
mundi að seilast til lambsins með vinstri hendinni. Hins-
vegar sat lambið svo fast í krapinu, að Guðmund skorti
afl til að ná því upp. Þá greip hann til þess ráðs að nota
hægri hendina líka. Það dugði. Seinna kom í ljós að
Guðmundur var handleggsbrotinn. Hann komst ekki
til læknis fyrr en á fimmta degi frá því er hann slasaðist
og þá var hendin mjög illa farin. Svo illa, að læknirinn
taldi óhjákvæmilegt að svæfa Guðmund. Það afsagði
Guðmundur með öllu, kvað sér enga vorkunn þótt
hann fynndi eitthvað smávegis til, og kvaðst vilja vaka
rfieðan brotið væri sett saman. Vilji Guðmundar varð
fram að ganga þrátt fyrir andmæli læknisins.
Guðmundur á Fossum hefur farið í göngur á Ey-
vindarstaðaheiði í 40 haust, stundum oft á hausti, líka
á vetrum. Allar þessar ferðir hans hafa telíizt giftusam-
lega, jafnvel þótt sumar hafi orðið næsta erfiðar og
reynt á manndóm og þrek. Það hefur honum þótt hvað
skemmtilegast. Oft kvaðst Guðmundur hafa fengið
hríðargusu á heiðinni, helzt í eftirleitum, en ekki kom-
ið að sök. Aldrei hafi hann lent í neitt þvílíkum erfið-
leikum sem sonur hans og aðrir leitarmenn á Eyvindar-
staðaheiði lentu í að þessu sinni.
Einar haustgöngur kvað Guðmundur sér öðrum
fremur minnisstæðar, að minnsta kosti í seinni tíð, og
þá sökum úrfellis og vatnavaxta. Annars er ekki nema
eitt vatnsfall á Eyvindarstaðaheiði sem illfært getur orð-
ið, en það er Strangakvísl. Fyrir nokkrum haustum fóru
fyrstu leitarmenn í úrfelli úr byggð og fram í Ströngu-
kvíslarskála. Daginn eftir var suðvestan stormur með
asahláku og leysingu úr jöklum. Fóru gangnamenn þá
innyfir ána og suður að Hofsjökli, en komu með safn-
ið undir kvöld niður að Ströngukvísl. Var hlaupinn í
hana foráttuvöxtur svo illreið var, en á rogasund fyrir
féð.
Ekki þótti Guðmundi fjallkóngi gerlegt að skilja féð
Heima er bezt 327