Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 21
in fjögur. Bogga kom með kaffi handa honum. Nú varð að hrökkva eða stökkva. Bogga nam staðar innan við hurðina og ætlaði auð- sjáanlega að bíða eftir ílátunum. Jón yrti á hana og mælti: „Þér eruð dóttir Páls á Yzta-Bakka?“ — „Já.“ — „Og eigið mörg mannvænleg systkini?“ — „Við erurn 9.“ — „Ég kom þar í sumar og sá, að það var mesti myndarhópur. — Viljið þér nú gera svo vel að skila til Elísabetar, að mig langi til að kveðja hana hérna niðri, áður en ég fer, — helzt sem fyrst.“ „Já, það skal ég gera.“ „Verið þér svo sæl. Þökk fyrir góða viðkynningu og marga greiðvikni. Líði yður vel.“ Bogga gat varla tára bundizt við þessa óvæntu og hlýju kveðju. Hún stamaði út einhverri kveðjumynd, tók bakkann og flýtti sér út. Hann reis upp og haltr- aði fram og aftur um gólfið. Hann heyrði gengið ofan stigann og fékk ofurlítinn hjartslátt. Dyrnar opnuðust, og Elísabet kom inn. „Nú ætlar þú að fara að hafa vistaskipti,“ sagði hún. „Já! Það er held ég og mál til komið; nógu lengi er ég búinn að níðast á gestrisni ykkar. Er pabbi þinn á skrifstofunni? “ „Nei,“ svaraði hún. „Hann er í búðinni. Búðarmaður- inn neitar að vinna leng'ur en til klukkan 3 á laugardög- um, en pabbi kann ekki við að loka fólkið úti. Hann þekkir aðstæður þess og veit, að það þarf oft að nota laugardagskvöldin til útréttinga, svo að hann er í búð- inni sjálfur til ld. 6.“ Jón settist á bekkinn og spurði: „Viltu ekki vera svo væn að setjast hérna hjá mér?“ Hún settist við hliðina á honum. Hann lagði handlegginn utan um hana og hallaði henni að sér, horfði framan í hana og sagði: „Ég elska þig af öllu hjarta, Elísabet. Geturðu líka elskað mig, — og viltu giftast mér?“ Hann lyfti upp höfði hennar og kyssti hana. En hún endurgalt ekki kossinn, heldur ýtti handlegg hans frá sér og stóð upp. „Ætlarðu að fara? — Viltu þá ekki svara mér?“ and- varpaði hann. „Nei, — ég ætla ekki að fara. — Ég ætla að svara þér, — ef ég get það. — Við erum svo veiklyndar, stúlkurn- ar. — Guð hjálpi mér!“ Hann sá að hún titraði, og brjóst hennar hófst og hneig. Hvílíkur viljastyrkur var þessari stúlku gefinn, hugsaði hann. Og aldrei hafði honum virzt hún jafn eft- irsóknarverð sem einmitt núna. Hún þreifaði eftir borðröndinni og studdi sig. Svo byrjaði hún að tala hægt og lágt: „Þú segist elska mig af öllu hjarta og vilja allt til vinna, að ég giftist þér. Ég get sagt alveg það sama: Ég elska þig og vil gjarnan giftast þér. En ég get ekki bætt því við, að ég vilji allt til vinna. í Guðs bænum, taktu ekki framí fyrir mér! Ég skal segja þér allt og vera af hjarta hreinskilin: Pabbi er orðinn einstæðingur og mjög lífsþreyttur. Ég hvorki vil né get yfirgefið hann. Nú er það eins og þú veizt, að þið eruð keppinautar í verzlunarmálum, en hann er enginn maður til að leggja út í þann kappleik nú orðið.“ Nú brosti hún ofurlítið, leit framan í hann og hélt svo áfram: „Eins og þig ef til vill grunar, eru flestar ákvarðanir í þessu húsi teknar með „verzlun og viðskiptia fyrir augum, og á sama hátt verður að leiða þetta mál til lykta! Og nú spyr ég þig: — Viltu vinna það til mín að hætta við verzlun þína, taka við kaupfélagsstjórastöð- unni af pabba og selja félaginu hús þitt? Ég veit, að þetta er ekki kvenlegt af mér, og mér er ljóst, að ég heimta of mikið. Ég býst líka við, að þú fyrirlítir mig eftir þetta, en við það verður samt að sitja.“ Nú varð stundar þögn. Dálítið óviðkunnanleg þögn. Elísabet var orðin föl sem nár. En rauðir flekkir höfðu myndazt á kinnum Jóns. Loks mælti hann og brosti: „Ég geng að samningunum. Hér er hönd mín til stað- festu. Og svo vona ég, að þú innsiglir hann með ástar- kossi. En vitundarvottana látum við bíða þar til síðar.“ Og með hlýju brosi rétti hann fram höndina. Hún tók í hana og lét um leið fallast að brjósti hans og kyssti hann marga heita kossa. Nokkurra stund gleymdu þau tímanum. Svo leit Jón á úrið sitt: „Ég verð að fara á réttum tíma, elskan mín.“ „Alveg rétt!“ sagði hún og spratt upp eins og fjöð- ur. Síðan fóru þau fram í skrifstofuna. „Hérna er yfirfrakkinn þinn, og hérna er stafurinn, sem kaupfélagsstjórinn gaf halta manninum!“ Svo hvísl- aði hún: „Ég kem á þriðjudaginn um þetta leyti til að vita, hvernig þér líður. Búðu frænku þína undir það. Og vertu svo blessaður!“ Og hún lagði hendurnar unt háls honurn og kyssti hann enn marga kossa og hljóp síðan eins og krakki upp stigann. Jón haltraði fram í búðina. í sömu svifum kom Bjarni þar inn og sagði: „Jæja, þú ert þá ferðbúinn, kunningi. Ertu búinn að kveðja stúlkurnar?“ „Já, þær komu báðar ofan til mín, svo að ég þyrfti sem minnst að hafa fyrir því! — Jæja, vertu nú blessað- ur og sæll, Geirmundur. Innilega þakka ég þér fyrir alla þína vinsemd og hlýju. Þegar ég er orðinn gangfær á ný, kem ég til að greiða þér dvalarkostnaðinn.“ „Vertu ætíð velkominn hingað. En ekki þarftu að ómaka þig til að borga mér dvalarkostnaðinn, ég hefi engan kostnað af þér haft. En þetta sem þú hefur borð- að, sel ég ekki nágranna mínum. — Farðu svo vel, og líði þér ætíð sem bezt!“ Svo studdi Bjarni Jón ofan tröppurnar. Heima er bezt 333

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.