Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 28
Mannsmynd i Dimmuborgum. hún þá samstundis að steini, en kryppan á baki hennar er silungskippan. Hefur hún staðið þarna, sem steingerð kona, allar aldir síðan.“ Lesendur þessa þáttar munu strax veita því athygli, að bak við þessar tröllasögur leynast líkingar úr mann- lífinu og sannleikskorn. í þjóðsögunum eru tröllin jafn- an látin vera öllum mönnum tryggari, og þau bregðast aldrei skyldum sínum eða því, sem þau hafa lofað. En í þessum þjóðsögum kafar þjóðsagan enn dýpra. í fyrri sögunni gleymir unga tröllkonan sér, vegna ástar á unnusta sínum og trúmennsku við gefin loforð, en í þeirri síðari vegna veiðiáhuga og ágimdar. Þarna er mikill munur á. I fyrri sögunni lætur tröllkonan lífið vegna ástar og trúmennsku, en í þeirri síðari vegna ágirndar og veiðiæsings. En ef við lítum á þessar sögur sem líkingar eða spegil- myndir af mannlegu lífi og lífsbaráttu manna og kvenna, þá sjáum við það, að ástir og aurar, — ástalífið og fé- græðgin, eru sterkir þættir í hinni ströngu lífsbaráttu, og einmitt vegna þessara sterku þátta gleyma menn og konur sér oftast, og lenda þá oft í tröllahöndum, ef svo mætti að orðum komast. Þjóðsögurnar geyma oft mann- lega speki og sannleikskorn, á bak við einfalda frásögn. Þá kemur hér að lokum þriðja sagan um þessa stein- gerðu tröllamey. Söguna hefur skráð í þessum búningi Kristján Jónsson á Snorrastöðum, en hann sagði hana á útvarpskvöldvöku Búnaðarfélagsins í vor. En efni kvöld- vökunnar var allt af Snæfellsnesi. Saga þessi er mjög tengd örnefnum á fjallgarðinum og víðar. — Þannig var sagan sögð: „A fjallsbrúninni austan Kerlingarskarðs stendur Kerl- ingin, steindrangur í konu líki með byrði á baki. Þjóð- sagan segir, að hún hafi eitt sinn á ungmeyjarárum sín- um lagt upp um jólaleytið, þegar lengst var nótt, aust- an úr Hítarhelli í Hítardal, Hallmundarhrauni eða Kili, og fer þrennum sögnum um bústaðinn, en áfangastað- urinn var vestur undir Snæfellsjökli að hitta Drang, unnustann. Þetta varð henni mesta óhappaferð. Hún lagði af stað með hest undir klyfjum, og var heysáta öðru megin en skyrtunna á móti. Við útnorðanverðan Hnappadal losnaði sátan úr höndunum og féll af hest- inum, og þar er hún í hrúgu á Sátufjalli. Þá ætlaði meyj- an sjálf að hanga á móti skyrtunnunni, og koma henni þannig á leiðarenda. En slíkur baggaburður þreytir hvem hest, enda gafst ldárinn upp eftir skamma stund, og stendur hann enn á fjallgarðinum í hestslíki. Ekki vildi kvinnan gefast upp við að koma skyrinu áleiðis, þótt hesturinn bilaði og tók hún nú tunnana á bak sér. Hún sá þó brátt, að nóttin myndi ekki duga henni með svo hægri ferð, sem af byrðinni leiddi. Setti hún því niður tunnuna, og er Skyrtunna nú einn af hæstu tind- um fjallgarðsins. Nú stikaði ferðakonan stóram með silungskippu á baki, sem hún hafði haft með sér að heiman. En á brún Kerlingarskarðs tafðist hún við för kristinna manna um skarðið og þar rann á hana dagur, og varð hún að steini. Af Drang er það að segja, að hann gekk út úr bú- stað sínum í jöklinum og mændi í austur eftir ástmey sinni. Hann vissi eins og Þorsteinn kveður, „að engan vonin svíkur, sem væntir eftir svanna þeim.“ En vonin sveik og var ekki svannanum um að kenna, heldur grimmum örlögum. Dagurinn skein því í augu Drangs, án þess hann veitti því nokkra athygli, og gerði hann Ljósufjöll séð úr Miklaholtshreppi. 340 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.