Heima er bezt - 01.09.1964, Side 7

Heima er bezt - 01.09.1964, Side 7
ar á þeim tíma við fátækt og erfiðleika allt fram að ár- um seinni heimsstyrjaldar. Það kom sér vel að húsfreyj- an var sparsöm og nýtin og húsbóndinn starfsamur og hagsýnn — og allt heimilisfólkið samtaka í störfum. Marga munna þurfti að metta — og gestkvæmt var jafn- an á Hlíð og öllum teltið af mikilli rausn. Snyrtimennska utan húss sem innan, setti sinn sérstaka svip á heimilið. Hlýleiki við gesti og gangandi og samhent gestrisni hjóna og barna, setti sitt mark á viðmótið og gerði heimilið aðlaðandi, svo þangað þótti öllum gott að koma. Nú eru þau Stefán og Kristín hnigin á efri ár. Stefán verður áttræður á þessu ári en Kristín er 83 ára gömul. Heilsan er farin að bila, þó þau séu bæði andlega hress og hafi ferlivist. Stefán fer enn á mannfundi, er sýslu- nefndarmaður og sinnir fleiri félagsstörfum. Alls staðar er hann vel látinn, prýðilega starfhæfur og nýtur fyllsta trausts. Um árabil hefur hann verið héraðshöfðingi, metinn og virtur að verðleikum, — maður sem óhætt er að treysta og tekur vel og hyggilega á þeim málum, er hann fjallar um. Þau Stefán og kona hans á Hlíð hafa hlotið verðlaun úr sjóði Jóns Eiríkssonar fyrir snyrtimennsku og fyrir- myndar umgengni á heimili sínu. Fyrir þremur árum fékk Stefán Fálkaorðuna, — og átti sannarlega skilið þá opinberu viðurkenningu fyrir frábær störf sín. Nú búa þau Jón sonur Stefáns og Ragna Gunnars- dóttir, kona hans, á Hlíð ásamt Stefáni. Þau Kristín og Stefán sitja í sæmd á sínu gamla óðali, eiga sinn bústofn og eru í skjóli góðra ástvina. Árin og annirnar eru að líða hjá. Árangur lífsstarfsins blasir við. Uppkomin börn, sem hafa reynzt dugmiltið fólk. Jörðin þeirra, sem gaf af sér 80 hesta af töðu og 100 hesta af útheyi er Stef- án hóf þar búskap, gefur nú af sér ca. 800 hesta af töðu á véltæku landi. Og nú er allt unnið með vélum. í haust á Stefán þrefalt afmæli, — hann verður 80 ára gamall, hefur verið 50 ár bóndi og 50 ár í hjónabandi. Heilshugar munu allir kunnugir óska þeim hjónum til hamingju á þeim merku tímamótum. í aldamótaljóði sínu orti Þorsteinn Erlingsson þannig um þá, sem kæmu til með að byggja upp landið okkar og lyfta því úr örbirgð í allsnægtir: „Við öfundum soninn, sem á þig að krýna, — við elskum hvern gim- stein, sem þar á að skína.“ Mér finnst þessi orð eiga við Stefán á Hlíð. Hann er einn þeirra sona landsins, sem hefur krýnt landið sitt með prýði, ræktað það og fegrað. Hann er gimsteinn, sem hefur skinið skært og skuggalaust í sinni samtíð. Þess vildi ég mega óska íslandi, að það eignaðist marga sonu honum líka, — þá væri hag þess vel borgið. „í þolinmæði og trausti slcal styrkur yðar vera,“ stend- ur í Heilagri Ritningu. Mér er kunnugt um, að þessi orð eru Stfeáni á Hlíð kær. Kjölfesta hans og Kristínar í lífinu hefur verið og er einlæg trú á föðurlega forsjón og handleiðslu Guðs. Og í þeirri birtu, sem slík trú varpar á lífið og framtíðina munu þau heyra óma fyrir- heitisins: „Þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varst þú trúr, Kristín Jónsdóttir og Stefán Jónsson á Hlíð. Myndin tekin i marz 1964. yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns.“ Guð blessi þau Stefán og Kristínu á Hlíð — og leiði þau örugg og glöð um ófarin æviár. Jökulsá i Lóni. Séð til vesturs. Heima er bezjt 319

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.