Heima er bezt - 01.09.1964, Blaðsíða 36
316. Ég snarsný við og hleyp hina leið-
ina gegnum hverfið. Hvað vill hann
maðurinn sá arna? Hvers vegna er hann
að elta mig? Er það bréfið, sem hann vill
ná í. Bréfið sem ég hef í vasanum?
317. Flutningabíll kemur akandi frem-
ur hægt um hornið. Gæti ég komist upp
á pallinn! Ég bíð unz hann er rétt að
fara frá mér. Hæ! Ég tek stökk undir
mig — hæ og hó!
318. Þarna heppnaðist mér að minnsta
kosti að losna við ofsóknara minn! Og
bíllinn fer í rétta átt fyrir mig. Að fáein-
um mínútum liðnum renni ég mér ofan
á veginn. Ég er kominn að húsi Linds.
S*aslá
319. Ég er alveg ákveðinn. Ég skal skila
bréfinu án þess að mín verði vart. .4
þann hátt kemst ég hjá forvitnum og
nærgöngulum spurningum. Ég hafði
líka lofað honum, sem bréfið sendi, að
segja ekki nafn hans.
320. Ég kem inn í forstofu. Hvar eru
nú Linds dyr? Beint fram. Gott! Nú er
aðeins um að gera að smeygja bréfinu
stillt og gætilega undir hurðina.-----En
hvað er nú á ferðinni?
321. Einhver hefur séð bréfið! Hurðin
er opnuð að innan í skyndi. Ég sprett
upp og stilli mér teinbeinn upp að
hurðarbaki. Maður kemur fram í glamp-
andi ljósbirtuna innan úr stofunni.
322. Maðurinn litast um sem snöggv-
ast, gengur síðan fram að útidyrunum og
aflæsir þeim. En einmitt þar kom ég
inn. Síðan tekur hann lykilinn og fer
aftur inn til sín.
323. Þarna sit ég laglega í því! Lokað-
ur inni í forstofu í ókunnugu húsi.------
Bara að ég finni nti einhverja aðra leið
út.----Ég opna gætilega hurð til vinstri
— og kem inn í svefnherbergi.
324. Þar liggur maður í rúmi inni við
vegginn og hrýtur hátt. Ég læðist á tán-
um inn að glugganum, en allt 1 einu
vaknar maðurinn. Ég fel mig bak við
gluggatjaldið.