Heima er bezt - 01.09.1964, Síða 25

Heima er bezt - 01.09.1964, Síða 25
Hvammsfjörð. En er þau voru komin með eyjuna fram undan Staðarfelli á Fellsströnd, dagaði tröllin uppi, svo að eyjan varð kyrr í Staðarfellslöndum, og er hún þar enn og heitir Lambey. Karl og kerling urðu bæði að steindröngum. Karlinn fyrir innan eyna, af því að hann gekk á undan, og er bilið svo lítið milli hans og eyjar- innar, að þar má stíga á milli. Karlinn er mjór stein- drangi. — Kerlingin varð að steini fyrir utan eyna, og er hún lengra frá eynni en karlinn. Hún er nokkru lægri en hann, en góðurn mun gildari. Drangar þessir heita enn Karl og Kerling: Um kerlinguna í Jökulsárhlíð segir svo í þjóðsögunni: „í Ketilsstaðalandi í Jökulsárhlíð stendur tindur einn eða drangi, einstakur á sléttum sandi, og eru tveir smá- drangar hjá honum. Skammt þaðan er hellir. í helli þess- um bjó tröllkona, mikil og ill. Hún fór einn morgun fyrir sólarupprás út til sjávar að sækja vatn. Þegar hún var á heimleið aftur, mætti hún manni. Hann hét Dagur. Hann spurði hvert hún væri að fara. Hún sagðist hafa sótt vatn út í sjó, til að sjóða mann í. Þá sagði Dagur: „Líttu út á hafið.“ Hún gjörði svo, og sá þá sólina renna upp undan fjallsendanum. Brá henni svo við það, að hún varð að dranga þeim, sem nú heitir Kerling, en skjólurnar eru hinir minni drangar, er hjá henni standa. ETm kerlinguna í Vatnsdalsfjalli er sú saga sögð, að Kerlingin á fjallinu. Karlinn við götuna frá Kalmannstungu að Surtshelli. nátttrölli því, er í fjallinu bjó, sem var kona, þótti mjög að sér þrengt, er kirkja var reist á Þingeyrum. Skessan tók sig því upp eina nótt og hugðist granda Idrkjunni. Hún gekk norður Vatnsdalsfjallsenda, eða því nær, þar sem Oxl heitir. Ekki hafði hún annað handbært en staf- inn sinn, greip hún til hans og kastaði honum og ætlaði að brjóta með honum Þingeyrarkirkju. En er hún hafði kastað stafnum, ljómaði dagur í austri. Við þetta brá henni svo, að hún hrapaði vestur af fjallseggjunum, — sem er hár vegghamar, — og nam staðar á bring nokkr- um, spölkorn fyrir neðan hamrastallinn og varð þar að steinstöpli. Stendur drangurinn þar enn í dag og er kallaður Kerling. En það er að segja af stafnum, að hann brotnaði á fluginu, og kom annar hlutinn niður ekki allfjarri Þingeyrarkirkju, því að hann lenti á Þingeyrar- hlaði sunnanverðu, og hefur hann verið hafður þar fyr- ir hestastein síðan. Hann mun vera nær þrjár álnir á lengd og ekki eru meira en 20 faðmar frá honum að kirkjunni, þaðan sem hann var árið 1832. Hinn hluti stafsins kom niður fyrir sunnan Þingeyrartún, og er hann nokkuð styttri. Hann er nú syðst í túntraðarhom- inu til hægri handar, er riðið er heim að Þingeyrum. Vafalaust era til margar slíkar kerlingar, sem ég hef ekki nefnt hér, en ég tel að sögurnar um Kerlinguna á Kerlingarskarði á Snæfellsnesi séu langmerkilegastar, Heima er bezt 337

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.