Heima er bezt - 01.09.1964, Side 31

Heima er bezt - 01.09.1964, Side 31
sonar síns, og kitlandi spenningur fer um hverja taug Þorgríms hreppstjóra við þá tilhugsun. Um leið og Trausti er horfinn úr augsýn frá Fremra- Núpi, ætlar hann að kalla Svanhildi á eintal og ræða við hana um giftingu þeirra. Það má nú ekki dragast leng- ur, að hún fái að vita þetta áform hans, þar sem kominn er föstudagur, en að kvöldi næsta dags hefir hann ákveð- ið, að hjónavígslan skuli fram fara, og strax er hann hefir rætt þau mál við Svanhildi, fer hann sjálfur af stað til þess að koma öllu í kring.---- Trausti hefir nú lokið morgunverðinum og rís upp frá borðum. Hann biður Svanhildi að skila kveðju sinni til Steinvarar og vinnumannanna, sem enn eru sofandi, því hann vill eltki gera þeim ónæði. Síðan réttir hann Svanhildi höndina í kveðjuskyni. Hann finnur að það er tilgangslaust að fresta þeirri kveðju lengur í von um, að þau tvö fái að njóta hennar. Faðir hans fylgir honum svo fast eftir að þessu sinni. Handaband þeirra Trausta og Svanhildar varir aðeins örstutta stund, en sú djúpi og heiti innileiki, sem unga verkfræðingnum tekst að leggja í það, streymir sem ljúfur ylur inn í sál bústýrunnar ungu og vekur þar að nýju þær tilfinningar, sef hún að undanfömu hefir lagt sig alla fram til þess að svæfa með öllu. — Vertu sæl, Svanhildur, segir hann lágt og þýtt. — Vertu sæll. Hún dregur óðar að sér höndina og snýr sér frá þeim feðgunum. Henni er kvöl að návist þeirra beggja nú. En þeir ganga þegar fram úr eldhús- inu, og Þorgrímur fylgir syni sínum út á hlað. Þar kveðjast þeir í skyndi, og síðan heldur Trausti verk- fræðingur af stað niður á þjóðveginn léttur í spori. En Þorgrímur stendur kyrr á hlaðinu og fylgist með ferð- um sonar síns, þar til hann er stiginn inn í áætlunarbif- reiðina, og hún lögð af stað. Þá snýr Þorgrímur aftur inn í bæinn. Svanhildur er að ljúka við að þvo leirinn eftir morg- unverð þeirra feðganna, er Þorgrímur kemur skyndilega inn í eldhúsið til hennar og litast þar um. Hann sér að vinnufólkið er enn ókomið fram í eldhúsið til morgun- verðar, en eftir tímanum má búast við því þangað á hverri stundu. Hér er því ekki öruggt næði til þess að ræða við Svanhildi um giftinguna. En það verður hann að hafa tryggt, að enginn ónáði þau á meðan það mál er rætt. Þorgrímur lítur fast á Svanhildi og segir óvenjulega þýðum en þó ákveðnum rómi: — Ég þarf að ræða einslega við þig, Svanhildur. — Nú, þá er ég hér ein, svarar hún án þess að líta á — Þetta er ekki staður til einka-viðræðna, komdu með mér inn í svefnherbergi mitt. — Til hvers þangað? Það fer einhver ónotaleg til- finning um Svanhildi, er hann nefnir svefnherbergi sitt. Þar inni var hún neydd til að Iofa því að giftast honum síðastliðinn vetur, og síðan vildi hún helzt aldrei hafa þurft að koma þangað inn. f — Til þess að ég geti talað við þig í næði. Það má alls ekki dragast lengur! Hann leggur fasta áherzlu á síðustu orðin. Svanhildur finnur, að sér muni ekki duga að þráast nú. Eitthvað alvarlegt er á seyði hjá Þorgrími, og líklega bezt fyrir hana að Ijúka því af sem fyrst að hlusta á hann. Hún segir því köld og róleg á yfirborðinu: — Jæja, við skulum þá ljúka þessu samtali. — Það þarf ekki að tefja þig lengi. — Jæja, það er ágætt. Svanhildur fylgist með Þorgrími inn í svefnherbergi hans. Þorgrímur lokar hurðinni vandlega á eftir þeim, en aflæsir þó ekki. Það er enginn vanur að vaða þangað inn óboðinn. Síðan vísar hann Svanhildi til sætis, en hún sezt ekki heldur gengur út að glugganum og stend- ur þar. Þorgrímur lætur það gott heita og segir því næst formálalaust: — Ég hefi ákveðið, að við giftum okkur annað kvöld, Svanhildur. — Giftum okkur! hefur hún upp eftir honum, og henni finnst um leið sem hjartað ætli að hætta að slá í barmi sínum. — Já, ég hefi hugsað mér að fá hann séra Jón hingað fram að Fremrá-Núpi og láta hann gefa okkur saman í kyrrþey. Foreldra þína og vinnufólk okkar ætla ég að hafa þar viðstatt, aðra ekki. Hverju svarar þú þessu? Svanhildi er orðfall í bili af undrun og viðbjóði, en svo áttar hún sig brátt og fer að hugsa málið. Þessu var hún búin að heita foreldrum sínum, að giftast Þorgrími, og það hlaut að koma að því, að hún yrði að efna það heit. Þetta eiga víst að verða hennar örlög, og kannski er það bezt fyrir hana sjálfa, úr því sem komið er, að ljúka þessari giftingu af sem fyrst. Það ætti að verða ólíkt léttara fyrir hana að umgangast Trausta, þegar hún er orðin lögleg stjúpmóðir hans. Svanhildur getur ekki varist örlitlu brosi við þá tilhugsun. Hún stjúpa hans! Handaband Trausta fyrir stundu síðan brennir sig ennþá inn í sál hennar, og áhrif þess eru bæði ljúf og sár á þessari stundu. En hún ætlar að mæta örlögum sínum eins og hetja og ganga einbeitt þessi þungu spor fyrir fátæka foreldra sína, eins og hún hefir heitið þeim. Meiru getur hún ekki fórnað fyrir þau en sjálfri sér. Það er sem nýtt afl streymi um Svanhildi, og hún /'verður óbifanlega róleg og köld. Hún lítur einbeitt á Þorgrím, sem bíður svars hennar með vaxandi óþreyju, og segir að lokum: — Eg hefi lofað foreldrum mínum að giftast þér, og ég mun reyna að standa við það loforð. Og það má gjarnan verða annað kvöld. Mér er ekkert að vanbún- aði. — Þig mun aldrei iðra þess, Svanhildur, að setjast lög- lega í húsfreyjusætið hér á Fremra-Núpi, og nú þegar eru foreldrar þínir orðnir eigendur að Ytra-Núpi. — Já, til þess er líka leikurinn gerður, að þeim megi vegna betur, en þetta er útrætt af minni hálfu. Þorgrímur brosir örlítið. — Ég fer þá núna strax að heiman og kaupi leyfisbréfið handa okkur og hitti séra Jón og foreldra þína um leið. Þú undrast ekkert um Heima er bezt 343

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.