Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 6
MyncLin tekin á túninu á Hlið sumarið 1936. mikils trausts sveitunga sinna og annarra, er honum hafa kynnzt og með honum hafa starfað, — og ekki að ófyrir- synju. Jörð sína bætti Stefán svo mjög, með góðri hjálp barna og stjúpbarna, að nú er hún stórbýli, vel hýst og falleg. Túnið er stórt og slétt. íbúðarhúsið vandað og ágætt og útihúsin góð. í fjallinu fyrir ofan bæinn teygja grasi og kjarri vaxnir geirar sig upp skriðurnar og á milli skoppa lækirnir niður hlíðarslakkana niður á slétt. Stef- áni þótti leitt að sjá þá leika sér óbeizlaða alla tíð og ár- ið 1930 setti hann upp vatnsrafstöð við einn þeirra, sem síðan hefur yljað og lýst upp bæinn og úthýsin. Ekki þarf nema út fyrir túngarðinn til að komast í berjamó. Þegar Steingrimur Steinþórsson búnaðarmálastjóri færið Stef- áni Fálkaorðuna sumarið 1961. Lyngið og kjarrið teygir sig og tungar um mela og móa, — en framan við bæinn blasa við aurar, sem röðin fer að koma að til að græða upp og auka þannig enn við kjam- gróðurinn á Hlíð. Stefán er dugmikill, heilsteyptur persónuleiki. Hann er margfróður og víðlesinn og kann ógrynnin öll af sögnum og fróðleik, sem hann miðlar óspart gestum og gangandi. Hann segir prýðisvel frá og er sérstaklega gaman að hlusta á frásagnarsnilld hans og frásagnargleði, er honum tekst upp. Hann er mjög ættfróður og kem- ur enginn að tómum kofunum hjá honum á því sviði. Á seinustu árum hefur hann haft í smíðum byggðasögu sveitar sinnar og unnið að samningu hennar af þeirri natni og nákvæmni, sem honum er lagin. Hann hefur líka notið sín í störfum, því við hlið hans á starfssamri ævi stóð góð, vönduð og hjartahlý kona, sem í einu og öllu var honum samhent um að vinna vel úr þeim tíma og efnum, sem fyrir hendi voru. Sambúð þeirra Stefáns og Kristínar hefur alla tíð verið afburða góð og þau verið samtaka í að standa vörð um heill og farsæld heim- ilis síns og allra þeirra, sem þar hafa dvalið. Á heimili þeirra áttu einatt athvarf, auk bamanna, einstæðings fólk, sem aðrir treystust ekki til að hafa. Dygg hjú voru þar og langdvölum, en slíkt er gæfa hverju heimili. Báru þau hag heimiJisins fyrir brjósti, enda var það þeim einnig ömggt skjól. Langar mig í þessu sambandi að nefna sérstaklega Rannveigu Sigurðardótmr, frænd- lconu húsbóndans, sem búin er að starfa á Hlíð hjá þeim hjónunum alla þeirra búskapartíð af frábærri trú- mennsku, sem aldrei brást, hvernig sem á hefur staðið. Llefur hún verið alveg ómetanleg í störfum sínum og umhyggju fyrir velferð heimilisins. Þau Stefán og Kristín börðust eins og aðrir Islending- 318 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.