Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 16
eftir sunnan Ströngukvíslar og halda fjárlaus heim í
skála. Það |)ýddi dags seinkun, sem aldrei þykir gott í
göngum. Hann afreð því að sundleggja féð á stað, þar
sem áin féll í einum ál og sundið ekki vkja breitt. Þetta
gekk vonum framar unz eftir voru um 40 kindur, sem
ekki treystust að synda og snéru jafnan til sama lands
aftur. Þær varð að reiða.
Það hefði ekki verið ýkja mikið eða erfitt verk að
reiða þessar 40 kindur yfir ef allir hefðu lagzt á eitt og
skipt verkum með sér. En því var ekki fyrir að fara.
Gangnamennirnir — ekki sízt þeir yngri — voru óvanir
vötnum í þeim hamförum sem Strangakvísl var í í þetta
skipti. Þeir treystu hvorki sjálfum sér né hestunum, sem
þeir sátu, báðir óvanir stórræðum. Það lenti því á fárra
höndum að reiða féð, en þeim mun fleiri urðu ferðirn-
ar.
Sjálfur reið Guðmundur fjallkóngur á vaðið, reyndi
fyrir sér í ánni og reiddi fyrstu kindina. Það munaði
litlu að sú för yrði afdrifarík. Hestur Guðmundar lenti
í sandbleytu úti í miðri ánni, þ'ar sem hún var hvað
dýpst, allt fór á bólakaf, Guðmundur fór af hestinum
með kindina, og þeir sem stóðu á bakkanum og horfðu á
aðfarirnar töldu engar líkur þess að sjá fjallkónginn lífs
framar. Allt barst þetta með flughraða niður kolmó-
rauða straumröstina, maður, hestur, kind, skutu upp
kollinum og sukku aftur til skiptis. Allt í einu reis Guð-
mundur á fætur úti í ánni, með tauminn á klárnum í
annarri hendinni, en kindina í hinni. Og Guðmundur
hélt áfram að reiða fé yfir ána eins og ekkert hefði í
skorizt unz allt var komið heilu og höldnu yfir.
Það sagði mér seinna maður, sem var með í göngun-
um, að það hafi verið tilþrif í Guðmundi og líka í öðr-
um rosknum manni á sjötugsaldri, sem þó sat óvanan
fjörhest. Þeir fóru hverja ferðina á fætur annarri yfir
beljandi jökulvatnið, sem náði í taglhvarf, en ungu
mennirnir stóðu á bakkanum og réttu þeim kindurnar
á hestbak.
Þetta voru hetjur.
XIV.
Þessi hetjusaga af Eyvindarstaðaheiði er á enda. Féð,
sem til náðist, var réttað viku seinna en til stóð í Stafns-
rétt. Þess eru engin dæmi að réttinni hafi verið frestað
um svo marga daga áður.
Margt er ósagt í þessari sögu, meðal annars það,
hvernig haustheimtur bænda urðu áður en lauk. Af
þeim má nokkuð ráða hvort fé hefur orðið úti og fennt
í hríðinni rniklu eða ekki. Það er heldur ekki sagt hvern-
ig Guðmundi á Fossum reiddi af eftir handleggsbrotið,
né heldur nafna hans á Leifsstöðum, sem varð milli
sleðans og dráttarvélarinnar á bökkum Ströngukvíslar.
Astæðan fvrir því að yfir þessu er þagað er einfaldlega
328 Heima er bezt