Heima er bezt - 01.09.1964, Blaðsíða 24
ÞATTUR ÆSKUNNAR
RITSTJOm
HVAÐ UNGUR NEMUR
Kerlingin
Mjög víða í hraunum og klettabeltum á Islandi má
sjá allskonar myndir, sem líkjast mönnum og dýrum og
ýmsu fleiru, eins og t. d. bæjum og skipum. Margir
munu kannast við víkingaskipið á vestri barmi Almanna-
gjár.
Ein merkasta mannsmyndin, sem ég hef séð af þessu
tagi er karlimi við götuna frá Kalmanstungu inn að
Surtshelli. En margar ágætar klettamyndir, sem líkjast,
mönnum eru líka í Dimmuborgum í Mývatnssveit og
víðar. — En kerlingin á Kerlingarfjalli, á fjallsbrúninni
austan við þjóðveginn urn Kerlingarskarð á Snæfellsnesi
er sögulega merkust af öllum þeim „kerlingum“, sem
þekkjast hér víða um landið. Kerlingin á Kerbngarfjalli
á Snæfellsnesi mun vera um sjö til átta mannhæðir. Hún
sést bezt af þjóðveginum, er komið er á norðurbrún
skarðsins, — og sé maður á norðurleið, — ef litið er til
hægri, þegar komið er niður úr bröttustu sneiðinni á
sléttan mel. Er sem þarna standi á fjallsbrúninni stór-
vaxinn kvenmaður, höfuðsmár, en allmikill um herðar
og mótar lítt fyrir hálsinum með kryppu á baki. Allar
útlínur þessa móbergsdrangs minna á kvenmann, og
þess vegna hefur hann fengið riafnið Kerling.
En Kerlingin við þjóðveginn yfir Kerlingarskarð á
Snæfellsnesi er aðeins ein af mörgum slíkum „kerling-
umu, sem þjóðsögur segja frá. I svipinn man ég eftir
þesum kerlingum, er þjóðsögur nefna: Kerlingu innan
við Drangey í Skagafirði, kerlingu við Bæjarfell í Hít-
ardal, kerlingu utan við Lambey í Hvammsfirði, kerl-
ingu í Jökulsárheiði og kerlingu í Vatnsdalsfjalli. Allar
á fjallinu
þessar kerhngar eru samkvæmt þjóðsögum um nátttröll,
sem orðið hafa að steini, vegna þess að sól skein á þær.
jafnan segja þjóðsögurnar í hvaða erindum þær voru,
er þær gættu ekki tímans og létu morgunsólina skína á
sig að óvöru. —
Um kerlinguna við Drangey er þessi saga sögð í Þjóð-
sögum Jóns Árnasonar: Nátttröll tvö, karl og kerling,
sem áttu heima í Hegranesinu í Skagafirði, þurftu að
leiða kú sína yfir fjörðinn, til þess að hún fengi naut.
Ekki voru þau komin nema góðan kipp út á fjörðinn,
er sólin ljómaði um austurfjöllin og urðu þau þá sam-
stundis að steini. Kýrin varð að evjunni, en klettadrang-
urinn utan við eyna er tröllkarlinn, sem kúna leiddi, en
drangurinn innan við eyna heitir Kerling, en hún rak
á eftir kúnni.
Um kerlinguna í Bæjarfellinu í Hítardal er sú saga
sögð, að þar hafi búið tröllahjón, sem voru nátttröll,
og þar í Fellinu er klettastallur, sem Tröllabekkur heitir,
en á þeim klettastalli sátu þau oft. Sagt er að karl og
kerling hafi dagað þarna uppi.
Þessi saga er sögð um kerlinguna við Lambey á
Hvammsfirði: „Tvö nátttröll innan úr Breiðafjarðar-
dölum tóku sig til eina nótt og brugðu sér vestur yfir
Breiðafjörð í Flateyjar-lönd. Sóttu þau þangað ey eina,
sem þau ætluðu að gefa Snóksdalskirkju og fara með
hana með sér suður í Snóksdalspolla, en þeir eru fyrir
norðan mynnið á Hörðudal í Breiðafjarðardölum við