Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 20
sjáðu svo um að útbúa heitan mat handa sjúklingnum,“ sagði Elísabet. „Annars kemur nú frú Guðrún til hjálp- ar. — Eg reyni að borga þér þessa fyrirhöfn síðar. — En heyrðu annars, Kristín. Gerðu eitt fyrir mig, farið þið Bogga ofan í herbergið mitt og sækið þangað allt, sem þið finnið af fötunum mínum — og snyrtiáhöldin mín. Svo held ég það sé ekki meira.“----- Elísabet vaknaði morguninn eftir við hljómfagra rödd, er sagði: „Guð gefi ykkur góðan dag! — Gerið þið nú svo vel.“ Það var Kristín sem komin var með morgundrykkinn handa þeim feðginunum. „Hvernig líður þér,Beta mín?“ spurði faðir hennar. „Afér hefur víst sjaldan liðið betur, ég svaf í einum dúr í alla nótt. — Og þú ert hérna ennþá, Kristín mín.“ „Já, ég kom aftur í gærkvöld, þegar ég var búin að hafa fataskipti, og var hérna hjá Boggu í nótt. Elélt kannske að það þyrfti að hjúkra sjúklingnum,“ sagði Kristín hlæjandi. „Jæja, vertu blessuð fyrir þetta allt saman! — En hvernig ætli Jóni líði?“ Gamla konan sagði, að honum liði vel eftir ástæðum. Læknirinn setti fótinn í gips og taldi brotið ekki hættu- legt. Elann yrði bara að liggja rólegur,“ svaraði Kristín. „Jæja. Þetta er allt saman ágætt. Nú kem ég á fætur.“ Jón hafði ekki sofið eins vel og Elísabet. LTmbúðirnar þrýstu að fætinum, og honum leið ekki vel. — Þetta var ljóta slysnin, hugsaði hann. Jæja, en ekki dugar að kvarta, eða fást um orðinn hlut. Hann fór að hugsa um þessa kirkjuferð. Því var hann annars að asnast þetta. Hann var þó ekki vanur að vera kirkjurækinn. Hann vissi það ekki. Honum hafði dottið þessi vitleysa í hug að skrifa sig á listann, þegar hann sá nafn Elísabetar þar. Hann athugaði það ekki þá, en nú fann hann það, að hún var eitthvað meira í hug hans en aðrar stúlkur. „Hún er meira en meðal kvenmaður, hún Beta,“ hafði Þórður sagt. Það var víst alveg satt. Hún var hvorki lengi að hugsa né framkvæma. Allt þetta hér, eins og það hefði verið skipulagt fyrirfram. Snilldar stjóm á öllu að því er séð varð. „Góðan daginn! Sælir, Jón minn, og velkominn hing- ar!“ Það var Geirmundur sem kom inn og rétti Jóni höndina. „Svo þakka ég yður af heilum hug fyrir lífgjöf dótt- ur minnar!" „Sælir og blessaðir! Þakka yður fyrir hlý orð! — En hvað viðvíkur lífgjöf dóttur yðar, þá er víst heldur lít- ið að þakka. Hún hefði víst spjarað sig án minnar hjálp- ar,“ svaraði Jón. „Já, raunar kann hún eitthvað að fleyta sér, en hún segist ekkert hafa getað fyrir fötunum, svo óvíst er hvemig henni hefði reitt af.“ Nú tók Geirmundur upp glas og staup og bauð Jóni morgunhressingu, fyrst það væri nú enn jóladagur, og þáði Jón það. Að því búnu kvaddi Geirmundur, óskaði Jóni góðs bata og gekk síðan út. Jú, Geirmundur var viðkunnanlegur maður og senni- 332 Heima er bezt lega prúðmenni. Slík stúlka sem Elísabet hlaut að hafa átt ágæta foreldra. Það var varla nokkur efi á því. — En hve þetta vín var gott og hressandi. Það fór vellíðunar- kennd um hann allan. Hann minntist þess ekki, að hann hefði bragðað þessa víntegund fyrr, og hafði hann þó oft snert á vínglasi. Nokkru síðar kom Elísabet í fylgd með frú Guðrúnu. Þær komu með mat, blöð og bækur handa Jóni. „Góðan dag! Hvemig líður yður eftir allar þessar hörmungar?“ spurði Elísabet. „Mér líður ágætlega. — En, Elísabet. Nú skulum við hætta að þérast, fyrst ég er nú orðinn heimilismaður hjá þér, og við Guðrún bæði!“ „Já, það líkar mér vel. Ég held að frænka þín kunni bara vel við að vera vinnukona hjá mér.“ — „Ég get varla á betra kosið,“ gegndi gamla konan. „Mér finnst heimilið prýðilegt. — Og svo hlógú þau öll. Svo liðu dagarnir. A nýársdagsmorgun kom Geir- mundur aftur inn til Jóns og gaf honum 2—3 staup af hinu ágæta víni. Svo ræddu þeir stundarkom saman um verzlunarhorfur á þessu nýbyrjaða ári og annað fleira, og fór vel á með þeim. Dagarnir og vikurnar siluðust áfram. Jón hafði alla ævi haldið, að það væri mjög eftirsóknarvert að þurfa ekkert annað að gera en að liggja og lesa blöð og bæk- mr og reykja þess á milli. Þetta var hann nú búinn að reyna um 'hríð, og nú fannst honum það vera regluleg þjáning. Nú var komið fram um miðjan febrúar. Jón var far- inn að geta stigið í fótinn og gengið um gólfið. Svona höfðu vikurnar liðið. Elísabet hafði litið inn til hans á hverjum degi og talað við hann nokkur orð. Hún hafði alltaf komið með Guðrtinu, þegar hún fór inn með morgunmatinn, og komið þá með bækur og blöð til dagsins. Endranær sá hann hana aldrei. En nú fann hann, að hann þráði að sjá hana, og hann var allan daginn að hlakka til næsta morguns. Hún var ■orðin honum eins og ljósgeisli í rökkri. Húsbóndinn hafði komið inn til hans á hverjum sunnudagsmorgni, setið hjá honum stundarkorn og spjallað um verzlun, stjórnmál og annað fleira. Jóni var farið að þykja vænt um þennan prúða og hægláta mann með hlýja viðmót- ið og björtu augun. Hann vissi, að allt fólkið í þorp- inu virti hann og leit á hann sem föður byggðarlagsins. Hins sama hafði hann orðið var á sveitabæjunum um sumarið. Það var ómögulegt að þurfa að vera í and- stöðu við þennan mann. Jón var dálítið ráðþrota og sá alls ekki, hvað fram- tíðin myndi geyma í skauti sínu honum til handa. Und- anfarna daga hafði hann haltrað fram í skrifstofuna til Geirmundar, sem ætíð tók honum eins og bróður. Nú var laugardagur, og Jón ætlaði heim í dag. Það var alveg sjálfsagt. Ekki til neins að draga það lengur. Guðrún frænka hans var farin heim til að undirbúa heimkomu hans. Hann hafði sent Bjarna Þórðarsyni boð um að koma kl. 6 og fylgja sér heim. Og nú var klukkan orð-

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.