Heima er bezt - 01.09.1964, Blaðsíða 19
SIGURÐUR JONASSON, SKEFILSSTOÐUM:
Verzl
un
og viéskipti
(Niðurlag.)
Ágæt innsigling var á víkina, væri farið nægilega langt
vestur fyrir steinana, en þeir gerðu það gagn að bægja
haföJdunni frá austurhorni víkurinnar, svo að þar var
oftast vel lendandi, þótt brirn væri annars staðar.
Báturinn með kirkjufólkið skreið hratt vestur yfir
fjörðinn. Heldur virtist undiraldan vaxa, og þegar lcom-
ið var vestur um nestána, var farið að rökkva, orðið
dimmt í lofti, en lognið hélzt þó enn. Vestur um Skarfa-
steina var haldið, og síðan beygt inn á víkina.
Hér var báran allkröpp. Á snúningnum hjó báturinn
á hárri öldu og kastaðist um leið allmikið á hliðina.
Höggið var snöggt og knappt, og enginn átti þessa von.
Rót komst á fólkið, sem framí sat, það Jarökklaðist og
valt útí borðið undan hallanum, hvað á annað ofan. Allt
gerðist í einni svipan. Skjólborðið sprakk og brotnaði
rétt þar sem Elísabet sat innan við það. Hún hrökk aft-
ur á bak og útbyrðis.
Felmtri sló á allt fólldð. Bjarni sonur Þórðar formanns
spratt upp og hrópaði: „Stúlka féll útbyrðis!“ Stanzaðu
vélina fljótt, og svo hægan aftur á bak!
Jón kaupmaður sá, hverju fram fór. Hann smeygði
sér á augabragði úr frakkanum og stöklc í sjóinn.
Elísabetu varð afar hverft við, er hún féll í helkaldan
sjóinn, en áttaði sig þó furðu fljótt. — Hvernig voru nú
annars sundtöldn? Jú, hún náði þeim og gat haldið sér
uppi, en voðalega var stirt að synda í öllum fötunum.
Hún reyndi að Jitast um. Þarna glórði hún í bátinn, og
þarna var mannshöfuð á leið tíl hennar. Ef til vill hefðu
fleiri fallið útbyrðis.
Mannshöfuðið færðist nær, hún sá að þetta var Jón
kaupmaður, og henni sýndist allt andlit hans vera eitt
bros, þegar hann sagði: „Enn er ég að elta yður, Elísa-
bet. Þér eruð þá synd!“
„Ég er búin að týna því niður og kemst ekkert áfram,“
svaraði hún. Hann lét hana nú ná góðum tökum á föt-
um sínum og hélt svo með hana áleiðis að bátnum, sem
kom nú aftur á bak til þeirra. En þegar þau komu fram
með bátsskutnum, fékk Jón högg á hægra fót ofan víð
ökJa. Hann kenndi sárt til, og fóturinn dofnaði. Þórð-
ur rétti honum kaðal, sem hann brá utan um Elísabetu
neðan við hendurnar, og bátsmenn drógu hana uppí.
Bjarni rétti Jóni annan spotta, og hann handlangaði sig
uppí bátinn.
„Lofaðu mér að styðja mig við þig, Bjarni minn,“
sagði hann. „Ég meiddi mig eitthvað í fæti.“ — „Það var
bágt, hvernig vildi það til?“ — „Ég hygg að skrúfublað-
ið hafi slegizt í fótinn, þegar báturinn rann framhjá
mér.“
Þeir feðgamir hagræddu nú Jóni, en kvenfólkið tók
við Elísabetu. Sumar undu sjóinn úr fötum hennar, aðr-
ar þerruðu andlit hennar og háls með höfuðklútum sín-
um. „Þetta var ljóta jólabaðið,“ sagði Elísabet. „Er Jón
meiddur?“ spurði hún svo. Henni var sagt sem var, að
Þórður héldi hann fótbrotinn. Elísabet fann að hún
fölnaði.
Báturinn skreið nú hratt að bryggju, og fólkið tínd-
ist upp úr honum. Elísabet var með þeim fyrstu upp á
bryggjuna. Hún sneri sér þá við og kallaði til báts-
manna: „Piltar. Berið þið hann Jón heim til okkar í
Kaupfélagið, það er styttra. Farið með hann inn í búð-
ina, — ég skal opna hana, — svo gegnum skrifstofuna og
inní herbergið suður af. Þar er uppbúið rúm, sem þið
háttið hann ofan í. En svo verðið þið að fara upp skrif-
stofustigann og út bakdyramegin, því búðin verður þá
lokuð. — Þú Bjarni, skreppur eftir lækninum og segir
honum, að sennilega sé um fótbrot að ræða. — Þú, Sigga
mín, ferð upp í gömlu búð og segir henni frú Guðrúnu
frá slysinu, en segðu það varlega, svo að hún verði ekki
hrædd. Segðu henni svo, að ég biðji hana að koma heim
til okkar og hafa með sér rúmföt, því hún verður hjá
okkur í nótt. — Þú Kristín mín, kemur heim með mér
og hjálpar mér úr bleytunni. — Svo góða nótt öll!“
Að svo mæltu sneri hún sér við og gekk heim á leið
með Kristínu. Allir horfðu á eftir henni. Fólkinu þóttí
hún hafa stækkað að mun. Jón hafði sem aðrir heyrt
mál hennar. Og þegar hún sneri heimleiðis, sagði hann
hljótt við Þórð: „Hún er upplagður verkstjóri, fröken-
in.“
„Já, hún er meir en meðal kvenmaður, hún Beta litla,“
svaraði Þórður brosandi.
Elísabet hitti föður sinn og sagði honum allar frétt-
irnar. Honum brá dálítið, en lét þó á engu bera. Hún
bað hann að opna búðina, þegar piltarnir kæmu með
Jón, og loka henni svo aftur. „Ég sef í bekknum inni
hjá þér í nótt, pabbi,“ sagði hún.
„Hjálpaðu mér nú, Kristín mín, að ná í rúmföt. Og
Heima er bezt 331