Heima er bezt - 01.09.1964, Síða 33
fram í eldhúsið og rækir þar skyldustörf sín með kaldri
óbifanlegri ró.
XI.
Slysaleg hjónavígsla
Á skammri stundu skipast veður í lofti. Svalt regn-
þrungið laugardagskvöldið grúfir yfir sveitinni. Séra
Jón á Grund og foreldrar Svanhildar eru komin að
Fremra-Núpi til brúðkaupsins. Svanhildur tekur for-
eldrum sínum alúðlega og spyr þau ýmissa frétta að
heiman, á meðan hún gæðir þeim á ilmandi kaffi við
eldhúsborðið hjá sér, en Steinvöru hefir hún fengið
til þess að færa prestinum kaffi fram í stofu. Hún
telur þau öll munu hafa fulla þörf fyrir hressingu eftir
ferðalagið í þessu ömurlega veðri og allt leysir hún af
hendi með frábærum myndarskap, en öll framkoma
hennar nú er mótuð ískaldri ró. Hjónunum á Ytra-Núpi
finnst þessi ró, sem hvílir yfir fasi dóttur þeirra, eiga
einkarvel við á þessum degi og gera hana enn virðulegri
í framgöngu, og þau geta naumast dulið gleði sína yfir
þeirri miklu gæfu, sem þeim finnst dóttur sinni falla í
skaut með því að giftast nú æðsta og ríkasta manni sveit-
arinnar. Þau sjá aðeins þá hlið málsins .... Þorgrímur
hefir verið mjög örlátur á fé við þau, síðan Svanhildur
hét að giftast honum, og nú er hann búinn að festa kaup
á Ytra-Núpi handa þeim.
Þorgrímur hefir sagt svo fyrir, að hjónavígslan skuli
fara fram í stofunni, þar sem Trausti hefir haft einka-
aðsetur, síðan hann kom heirn í vor, en stofan hefir allt-
af verið viðhafnarstaður heimilisins, frá því hún var
byggð. Og þangað bauð Þorgrímur séra Jóni, þegar
hann kom í kvöld, og nú situr presturinn þar yfir rjúk-
andi kaffibolla og ræðir við Þorgrím.
— Það gengur fljótt og vel hjá honum syni þínum að
koma upp nýja íbúðarhúsinu hérna á Fremra-Núpi, seg-
ir séra Jón og brosir góðmannlega.
— Já, því er ekki að neita, það hefir gengið með ágæt-
um.
— Hann er mikilhæfur fyrirmyndarmaður, hann
Trausti þinn, og sómi fyrir þig og sveitina að eiga slík-
an son. Ég saknaði þess mikið um daginn, þegar hann
kom út að Grund til kirkjunnar, að fá ekki tækifæri til
að tala meira við hann. En kannski gefst mér tækifæri
til þess í kvöld að giftingarathöfninni lokinni.
— Hann er elcki heima núna, segir Þorgrímur.
— Ekki heima? Verður sonur þinn þá ekki viðstadd-
ur giftingu þína, Þorgrímur?
— Nei, hann þurfti að fara suður til Reykjavíkur nú
fyrir helgina í mjög áríðandi erindagerðum.
— Verður hann lengi að heiman?
— Eitthvað fram í næstu viku, bjóst hann við.
— Nú, ekki lengur. Það er svo.
Þorgrímur virðist allt í einu eiga erindi fram úr stof-
unni og bindur þar með enda á þessar umræður. En séra
Jón lýkur vdð kaffið í rólegheitum og hugleiðir á með-
an samtalið við Þorgrím. Svo einkasonurinn verður þá
ekki viðstaddur giftingu föður síns! Það er þá einkenni-
leg tilhögun að framkvæma hjónavígsluna einmitt um
þessa helgi, þegar Trausti er fjarverandi, fyrst hans er
von heim aftur í næstu viku. Og séra Jóni finnst þetta
mjög óviðeigandi. Honurn hefði líka fundist það miklu
eðlilegra að verða fenginn hingað til þess að gefa saman
í hjónaband þau Trausta og Svanhildi, heldur en Þor-
grím og hana.
Séra Jón var því meira en lítið undrandi í gær, þegar
Þorgrímur fór á leit við hann að koma hingað í kvöld
og framkvæma þessa hjónavígslu. Hér er mikill aldurs-
munur á þeim hjónaefnum, en slíkt er reyndar ekkert
einsdæmi í sögunni, og hefir getað farið vel. Og mikið
virtust þau hjónin á Ytra-Núpi vera ánægð með þessa
giftingu dóttur sinnar, er hann ræddi við þau á leiðinni
hingað. Svanhildi sjálfa hefir séra Jón ekki séð í kvöld.
Vonandi er hún vel ánægð líka.
Þó getur séra Jón ekki varist þeirri hugsun, að helzt
hefði hann kosið að losna við þetta embættisverk, að
framkvæma þessa hjónavígslu. En hjá því lcemst hann
ekki, úr því sem orðið er.
Þorgrímur kemur nú inn í stofuna aftur og Svanhild-
ur með honum. Séra Jón rís þegar á fætur og heilsar
Svanhildi með hlýju og föðurlegu handabandi og virðir
ungu brúðina fyrir sér á meðan. En svipur hennar allur
er sem lokuð bók og minnir helzt á kaldan marmarann.
Það er trúlega hin mikla alvara komandi stundar, sem
þessu veldur, hugsar presturinn, en hann hefði kosið að
mæta þar jafnframt alvörunni einhverjum votti af ljóma
ástar og hamingju á þessari stund.
— Jæja, séra Jón, þá erum við brúðhjónin tilbúin,
segir Þorgrímur hvatlega og bendir Svanhildi um leið
að setjast á brúðarbekkinn.
— Þá ætti ég ekki að láta standa á mér, svarar séra Jón
og ldæðist embættisskrúða sínum.
Þorgrímur býður nú foreldrum Svanhildar og heima-
fólki sínu að ganga í stofuna og vísar þeim öllum til
sætis þar. Síðan sezt hann sjálfur við hlið brúðar sinnar,
og þar með hefir hann komið öllu í rétt horf.
Steinvör tekur sér sæti næst Svanhildi þeim megin,
sem frá brúðgumanum snýr, og hirðir ekki um álit við-
staddra. Hún ætlar að vera eins nærri og frekast er unnt
á þessari stundu, því hafði hún heitið henni. Himininn
er lágskýjaður, og regnið rennur þungt og ömurlega
niður stofugluggann eins og forleikur þeirrar athafnar,
sem þarna er að hefjast fyrir innan.
Presturinn velur brúðkaupssálminn og biður vinnu-
fólk Þorgríms og hjónin á Ytra-Núpi að syngja hann
með íjér, en ekkert af vinnufólkinu treystir sér til þess að
taka þátt í söngnum, svo hjónin á Ytra-Núpi syngja ein
með prestinum, og söngurinn hljómar fremur lágt og
hjáróma um stofuna.
Síðan snýr presturinn sér að brúðhjónunum og tekur
að lesa hjúskaparsáttmálann hátt og skýrt. Brúðurin
unga hlustar á orð prestsins eins og í óljósum draumi,
Heima er bezt 345