Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 18
Nú er það að koma!
Nei, ekki alveg strax. Reyna að þrauka einn kílómetra
í viðbót. Það er skrítið með þessa bíla. Þeir silast ekkert
áfram þegar manni liggur á, en þeytast með flughraða
þar sem maður vill fara rólega að öllu. Mér fannst þessi
bíll blátt áfram fara aftur á bak.
Allt í einu spratt fólk upp við veginn og veifaði bíl-
stjóranum, vildi sýnilega komast með. Þetta var við
vegamótin að Hvammstanga. Aldrei hef ég elskað nokk-
urt fólk eins heitt og innilega og þessar tvær kerhngar-
túður, sem bjuggust til að stíga inn í bílinn.
Eg tók sprett til dyra þegar bíllinn nam staðar. Ég
sagði bílstjóranum að ég væri með ofsalega magapínu
og að ég ætlaði að skreppa á bak við stóru þúfuna þarna.
Hann yrði að bíða eftir mér. Eftir svari gat ég ekki
beðið.
Hvað löng stund leið unz ég stóð á fætur aftur, veit
ég ekki. Gat hafa verið fáeinar mínútur. líka hálf
klukkustund — mér er það ekki ljóst. En mér leið betur.
Djöfladansinn innan í mér var hættur.
Mér varð litið fram á veginn þar sem bíllinn stóð.
Réttara sagt, þar sem hann átti að hafa staðið. Hann var
horfinn — farinn áfram suður. Ég, sem átti að skila heilli
blaðagrein fyrir klukkan 9 um kvöldið og 5 filmum til
framköllunar! Ég stirðnaði upp af skelfingu.
A meðan ég þrammaði stuttum skrefum suður þjóð-
veginn, fullur haturskenndra hugleiðinga, reiknaði ég
í huganum hvað það tæki mig langan tíma að komast
fótgangandi til Reykjavíkur. Það myndu verða sex dag-
ar. Og greinin átti að birtast á morgun. Mér varð litið
upp úr þessum hugleiðingum og sá að bíllinn kom á
fleygiferð til baka.
„Ég biðst afsökunar,“ sagði bílstjórinn, „ég var bú-
inn að gleyma yður. En það hrópaði einhver til mín og
sagði að skrýtna manninn vantaði. Þá rankaði ég við
mér.“
Hvort nokkur hefur séð á mér hetjusvip þegar ég
steig inn í bílinn, efast ég um. Hinsvegar er þetta ein
mesta mannraun, sem ég minnist í augnablikinu að hafa
komizt í.
Hjónin Margrét og Stefán . . .
Framhald af bls. 321. -----------------------------
urinnar, þegar sól flaut með hafsbrún í ólýsanlegu roða-
skrauti. Eitt slíkt vorkvöld varð þessi vísa til í huga
hans:
N ú er fagurt fjalls af hól,
flíka hagar grænum kjól,
glitrar lagar lognslétt ból,
ljómar Skagann nætursól.
Faðir rninn gegndi ýmsum störfum fyrir sveitarfélag
sitt, meðan heilsa og þrek leyfði, en annars var hann
mjög heimakær og heimilið var hans starfsvettvangur,
og sá arinn, sem hann naut við skjóls og friðar, þegar
önnur störf kölluðu ekki á starfsgetu hans. Hann skap-
aði sér þá skemmtun, sem hann hafði mjög ánægju af,
það var að kveða, yrkja og skrifa og skrafa við gesti
isína, sem hann gaf sér ávallt tíma til, er þá bar að garði.
Það var einnig móður minni mikil ánægja að bera veit-
ingar fyrir gesti sína og spjalla við þá á meðan þeir nutu
góðgerðanna. Annars var það ekki margt, sem hún gerði
sér til ánægjuauka, hinni sístarfandi og áhugasömu konu
var það mesta ánægjan, að sjá verki sínu skila áfram, og
njóta þess að sjá því lokið. Að sjá ullina sína komna í
band og hespur eða hnykil, og síðan prjónaða úr því
flík eða ofna voð, sjá heyið sem hún rakaði og kom í
flekk komið í hlöðu og verða aflgjafa gripa og sauð-
fjár, sem svo öll afkoma heimilisins bvggðist á. Það er
eitt starf öðru fremur, sem nútíma sveitakonur mega
hrósa happi yfir að þurfa ekki að annast, en það er skó-
gerð og skóbæting. Eftir að ég komst til þroska, kenndi
ég ávallt í brjóst um móður mína, að annast það starf,
skóbætinguna, sem bæði var óþrifalegt og erfitt verk,
og það var mikið starf fyrir eina konu, að hugsa um
skófatnað á sex karlmenn, auk annarra starfa. Þó ís-
lenzku skinnskórnir væru liprir og fallegir á fæti, og
margar konur lögðu þar við metnað sinn, að gera þá
vel, voru þeir á engan hátt skemmtilegir, þegar þeir fóru
að slitna. Móðir mín batzt aldrei böndum neins félags-
skapar, en kvenfélagi sveitar sinnar var hún hliðholl og
ársritið „Hlín“ keypti hún frá upphafi þess, og vitnaði
enda oft í það.
Lífið lét foreldra mína njóta þess, að sjá sonu sína
vaxa upp, þroskast og stofna heimili sjálfa, og það lét
þá njóta þess, að sjá töðuvöllinn margfaldast og breið-
ast yfir móa og mýrar. Sjá girðingar rísa um bithagann,
til stórra hagsbóta. Sjá húsakynnin verða rúm og björt,
og bílfæran veg heim í tún. Og lífið lét þau njóta þess,
að eiga vinsamlega og hjálpfúsa nágranna. Þegar þau
áttu gullbrúðkaup, 20. júní 1953, gerðu nágrannar þeirra
og vinir, þeim þá ánægju að sækja þau heim, og minnast
þessa heiðursdags þeirra, og gera þeim hann ógleyman-
legan.
Starfsdagurinn var orðinn langur, þau höfðu alltaf
lagt sig alla fram til að ná hverjum áfanga lífsins, unnið
af trú og dyggð þjóð sinni og fósturjörðu. Starfsþrekið
og lífsfjörið dvínaði, hinn mikli háttatími nálgaðist.
Þeim var gefið, að þurfa ekki að berjast við langt sjúk-
dómsstríð, — svo sem björkin opnar brumknappa sína í
dýrð vornæturinnar, þroskar blaðskrúð sitt í blíðu og
kyrrð sumarsins, og bliknar svo og fellir fegurð sína og
prýði í rosa síðsumarsins, þannig er einnig vort líf,
mannanna barna.
Já, hversu er það ekki líkt?
Snemma í nóvember 1959 voru foreldrar mínir flutt-
ir á sjúkrahúsið á Sauðárkróki og þar lézt faðir minn
eftir nokkra daga, og móðir mín þrem mánuðum seinna.
Þau voru jarðsett í Sauðárkrókskirkjugarði. Skag-
firzk mold, er þau unnu, geymir líkami þeirra í faðmi
sínum sem fölnað lauf.
330 Heima er b'ezt