Heima er bezt - 01.09.1964, Blaðsíða 35
HEIMA_____________
BEZT BÓKAHILLAN
Robert Caughlan: Mið-Afríka — Sólarlönd Afríku.
Reykjavík 1964. Almenna bókafélagið.
í bókaflokknum Lönd og leiðir, sama flokki og bókin um ísrael,
er nú nýútkomið rit um Mið-Afríku, eða nánar dltekið löndin,
sem liggja milli hvarfbauganna x hinni myrku og miklu heims-
álfu. Er hún sem aðrar bækur þessa flokks prýdd miklum fjölda
mynda. Með sanni má segja, að íslenzkum lesendum hafi verið
full nauðsyn slíks yfirlitsrits, því að hvergi á jörð vorri hafa jafn
hraðar og stórfelldar breytingar og byltingar orðið á sxðustu ár-
um og einmitt hér. Svo má heita, að oss berist daglega þaðan
fregnir um stórfellda atburði, og enginn fær um það spáð hver
verða muni þar endanleg örlög þjóða og ættflokka. í öllum þess-
um fréttum úir og grúir af nöfnum, bæði manna og staða, sem
vér natxmast átturn oss á og gleymum oft fljótt, og eins verða
margir atburðir og viðhorf þjóða og þjóðflokka torskilin vegna
þess, að undirstöðuþekkingu skortir, bæði á staðháttum og sögu
þessarar heimsálfu. Umrædd bók bætir í því efni úr brýnni þörf.
Enda þótt þar sé víða farið fljótar yfir sögu en æskilegt væri, fer
ekki hjá því, að hún veitir lesandanum nokkra innsýn í þann bak-
grunn, sem er að þeim atburðum, sem þarna eru að gerast og hafa
verið það á undanförnum árum. Og hún gerir oss þannig léttara
að átta oss á þeim fréttum, sem þaðan berast. Af þessum sökum
er hún vel þegin og tímabær. Og í raun réttri opnar allur þessi
bókaflokkur oss nýja heima og er þvi í senn fræðandi og mennt-
andi, og gerir oss léttara að átta oss á framvindu tímans í heild.
Þýðandi bókarinnar er Jón Eyþórsson.
Fuglar íslands og Evrópu. Reykjavík 1964. Almenna
bókafélagið.
Það má kallast ánægjuefni, að Fuglabók AB skuli nú vera kom-
in í nýrri útgáfu aðeins tveimur árum eftir að hún fyrst birtist á
íslenzku. Sýnir það ljósast, að hennar var full þörf, og að hún hef-
ur unnið hylli manna, enda eru þeir margir, sem ánægju hafa af
að fylgjast með fuglalífi, hvar sem þeir fara, en undirstaða þess er
að geta þekkt tegundirnar, en til þess er bókin hin ágætasta leið-
arvísan. Enda þótt megin hluti hinnar nýju útgáfu sé endurprent-
un hinnar eldri, hefur þó verið aukið við yfirliti um íslenzka varp-
fugla, sem þýðandinn, Finnur Guðmundsson, hefur tekið saman.
Er þar gerð stuttlega en skýrt grein fyrir útbreiðslu varpfuglanna
hér á landi, og rakin landnámssaga þeirra tegunda, sem hingað
hafa hvarflað og tekið að verpa hér á þessari öld. Þótt fljótt sé
yfir sögu farið er að þessu hin mesta bókarbót og ánægjuauki.
Robert St. John: fsrael. Reykjavík 1964. Almenna
bókafélagið.
Enda þótt ísrael sé oft nefnt í fréttum, og vér höfum veruleg
skipti við það land, er þekking vor á landi og þjóð furðulega lítil.
Blaða- og útvarpsfregnir um mikla atburði gleymast oft furðu
fljótt, og svo mun vera um margt það, sem vér höfum heyrt og
lesið um sköpun hins nýja Ísraelsríkis, sem um margt er ævintýri
líkust, og lærdómsrík í hvívetna. Bók þessi bætir því ixr brýnni
þörf, þar sem hún kynnir oss landið og þjóðina, ásamt hinum gíf-
urlegu átökum, sem unnin hafa verið, og unnin eru enn, til þess
að skapa þarna lýðræðislegt menningarríki, sem um margt er eitt
merkilegasta ríki samtíðarinnar, þótt það sé í tölu hinna smærri.
En auk þess að vera fróðleg er bókin bráðskemmtileg aflestrar.
Kemur þar fram sem oftar, að lífið sjálft og sannsöguleg frásögn
af því er ævintýralegri en nokkur skáldskapur. Þýðandinn er Sig-
urður A. Magnússon.
Karen Blixen: Ehrengard. Reykjavík 1964. Almenna
bókafélagið.
Þetta er síðasta saga hinnar kunnu dönsku skáldkonu, Karen
Blixen. Hún er stutt en frásögnin er seiðandi og heldur lesandan-
um föstum frá upphafi til enda. Hún er gædd seiðmagni ævintýr-
anna eins og þau eru bezt sögð, en lesandinn skynjar þó raunsæið
hvarvetna að baki, sakir þess hversu liöf. kann að rekja mannlegar
tilfinningar, sem raunar eru ætíð hinar sömu, hver umgerð sem
þeim er fengin. Þýðandinn er Kristján Karlsson.
Steen Steensen Blicher: Vaðlaklerkur. Reykjavík 1964.
Almenna bókafélagið.
Blicher hefur hátt á aðra öld verið viðurkenndur, sem einn
fremsti snillingur Dana í því að semja og segja stuttar sögur, og
þótt tímar og viðhorf séu breytt frá þvx er hann samdi sögur sín-
ar á fyrri hluta sxðustu aldar, orka sögur hans jafnt á lesendur nú-
tímans og þær gerðu í upphafi. Veldur því annars vegar frásagnar-
list höfundar en hins vegar raunsæi hans á mannlegt líf og örlög.
Enda þótt eitthvað hafi áður verið þýtt af sögum Blichers á ís-
lenzku er fengur að því, að fá Vaðlaklerkinn, sem talin er meðal
hinna fremstu þeirra, á íslenzka tungu í hinum snjalla búningi,
sem Gunnar Gunnarsson hefur gefið honum. Gæti ég trúað því,
að fleirum en mér færi svo, að þeim þætti sögur margra nútíma-
höfunda blikna fyrir þessari gömlu sakamálasögu.
Bókin er prýdd teikningum eftir Franziscu Gunnarsdóttur.
Vaðlaklerkur og Ehrengard eru hvorttveggja litlar bækur, smekk-
lega út gefnar, svo að frágangur þeirra mætti verða öðrum til fyr-
irmyndar.
St. Std.
& f
. TIL „HEI.MA ER BEZT“.
%
%
Þegar dagsins þrýtur stjá
þokast væra á stritið,
„Heima er bezt“ að hafa þá
hjá sér kæra ritið.
H. Bjarnason.
%
t
%
t
?
f