Heima er bezt - 01.09.1964, Síða 12

Heima er bezt - 01.09.1964, Síða 12
ÞORSTEINN JÓSEPSSON: Haustgöngur á Eyvindarstaáaneiéi 1963 (Niðurlag.) En við höfðum ekki langt farið þegar dráttarvélin nam staðar. Hún var olíulaus orðin. Aðalsteinn fór þá af henni til að bæta á hana olíu, en Guðmundur bróðir hans stóð enn kyrr á beizlinu, sem sleðinn var festur í. Jarðýtan var skammt á eftir og nálgaðist óðfluga. Eg sá sterk kastljósin frá henni færast með hverju augna- blikinu nær. Allt í einu tekur sleðinn heljarmikinn rykk og hendist fram á dráttarvélina og síðan fer allt af stað, bæði sleðinn og vélin og kastast áfram. Mér varð litið aftur fyrir mig og sá mér til undrunar og skelfingar að jarðýtan hafði ekið á sleðann, ýtutönn- in hafði skollið á heypoka 50 sentimetra fyrir aftan mig og ef ég hefði fleygt mér á þann poka, en ekki hálfum metra framar, hefði ég ekki kunnað frá tíðindum að segja. Eg hafði þó engan tíma til umhugsunar um þetta, því í sama vetfangi heyrði ég hátt og hvellt sársaukahróp fyrir framan mig. Það sem skeð hafði var það, að um leið og ýtan skall á sleðann og kastaði honum fram á dráttarvélina missti Guðmundur fótanna af beizlinu og klemmdist með annan fótinn milli sleðans og vélarinnar. Eg sá andlit Guðmundar í logaskærri birtu frá ýtunni. Það var afskræmt af sársauka og hann hélt áfram að hljóða. En ýtumennirnir sáu ekki niður til okkar fyrir óhreinindum á rúðunni, heyrðu ekki sársaukahljóðin í Guðmundi fyrir veðurgný og vélaskrölti og vissu ekk- ert hvað var að ske. Ýtan hélt áfram að kasta sleðanum og dráttarvélinni á undan sér eins og hverju öðru fisi. Ég taldi víst að Guðmundur myndi lcremjast sundur á hvaða augnabliki sem væri og ég fór sjálfur að hljóða og æpa, ef það mætti verða til þess að vekja athygli ýtu- manna á því, sem var að ske. Allt í einu stöðvaðist ýtan. Mennirnir í henni höfðu orðið einhvers varir og komu skelfingu lostnir út. Þeir sáu að Guðmundur hafði losnað úr klemmunni og að hann kastaði sér niður á snjóinn bak við dráttarvélina. Við héldum allir að hann væri brotinn og meira eða minna limlestur. Sem betur fór töldum við að svo væri ekki. Hann gat tyllt í fótinn og það benti til að fótlegg- urinn væri a. m. k. elcki í sundur. Ég veit ekki ennþá hve mildð Guðmundur hefur meiðzt. Ég vissi það eitt að hann var fluttur til læknis niður á Blönduós á fimmtudagskvöld, þegar komið var niður til byggða. Ég vissi tvennt annað líka. Annað það, að Guðmundar var mjög saknað í smalamennskunni, því hann var talinn í röð allra beztu leitarmanna norð- ur þar. Hitt, að ég hef aldrei séð slasaðan mann bera sig karlmannlegar heldur en Guðmund. Hann hvorki æðr- aðist né kvartaði, þótt fóturinn bólgnaði og sársaukinn ágerðist. Hann hló og gerði að gamni sínu eins og hinir og 'hoppaði á einum fæti, þegar hann þurfti að hreyfa sig. Það eina, sem honum þótti miður var að komast ekki í sjálfa fjárleitina. Ég sjálfur slapp í þessu ævintýri, enda þótt ég væri nær hættunni heldur en Guðmundur. En ég sá dauðann staðnæmast í 50 sentimetra fjarlægð og það er líka nokkurs um vert. IX. Sæluhús eru aðeins til í einni merkingu, og það er um skála á fjöllum eða heiðum uppi, sem ætlaðir eru lúnum og langþreyttum ferðalöngum ýmist til hvíldar um stundarsakir eða gistingar. Kofar gangnamanna á ýms- um heiðum Islands hafa einnig hlotið sæluhúsanafngift- ina, enda gegna þeir í meginatriðum sama hlutverki þótt í nokkuð þrengri merkingu sé. Heyrt hef ég þær raddir, sem telja sæluhúsnafnið öf- ugmæli með hhðsjón af ásigkomulagi og útbúnaði þess- ara heiðakofa almennt. Færi betur á að kalla þá „van- sæluhús“, því þar sé mennskum mönnum ekki sæmandi að hvíla sig, hvað þá dvelja í þeim næturlangt. Ég vildi að einhver af þessum dómhörðu mönnum hefði fylgzt með okkur inn að Ströngukvíslarskála í hríðinni og slyddunni aðfaranótt miðvikudagsins þegar 14 lúnir og kaldir leitarmenn leituðu þar skjóls í hregg og hreti eftir 16 stunda óslitna ferð úr byggð. Hafi ég nokkru sinni komið í sæluhús í þess orðs fyllstu og beztu merkingu þá var það þá. Að koma kald- ur og blautur í skjól, hljóta vingjamlegar móttökur hjá þeim sem þar voru fyrir og heitt kaffi í þokkabót, það er einhver hin mesta sæla, sem maður gat hugsað sér. 324 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.