Heima er bezt - 01.10.1976, Qupperneq 21
Þegar þau hjón hættu búskap á Birkinesi fluttu þau
inn í Gimli og bjuggu þar unz þau fyrir elli sakir
gerðust vistmenn á Elliheimilinu BETEL og þar dvel-
ur Jósefbína eftir lát manns síns.
í minningargrein um Jón látinn í Lögbergi-Heims-
kringlu segir vinur hans: „Þcgar sú fregn barst að J. B.
Johnson væri látinn, varð Ný-íslendingi að orði, „en
hann lifði þó til að sjá aldarafmæli okkar“. í þeim orð-
um var það fólgið, sem flestum er hann þekktu mundi
finnast um hann, að fáir menn táknuðu eins skýrt og
hann aðaleinkenni frumbyggjara Nýja-fslands; dugnað
þeirra og þrautseigju, orðhcldni og stefnufestu, mannúð
og tryggð við menningarerfðir .... og að með burtför
slíkra manna liði frumbýlingsöldin undir lok“.
Já, hundrað ára landnámssaga íslendinganna í Nýja-
íslandi, sem og annarsstaðar í Vesturheimi, er liðin
saga. Hún gefur okkur hér heima á Fróni tilefni til
margskonar hugleiðinga. í raun og veru höfum við lít-
inn gaum gefið lífsbaráttu þessara frænda okkar vest-
anhafs, fyrr en þá á síðustu árum, með hinum miklu
tengslum, sem skapast hafa með gagnkvæmum heim-
sóknum. Og þá sjáum við að þarna hefir íslenzki stofn-
inn staðið vel að verki, breytt ónumdu landi í Gósen-
land og skapað sér lífskjör á við það, sem bezt gerist
hjá fremstu menningarþjóðum. I raun og veru hafa
hliðstæðir atburðir gerst á sama tíma hér heima, ís-
lenzka þjóðin, beggja vegna hafsins, hefur sýnt hliðstæð-
an dugnað og framkvæmdaþrá hér, sem þar. Og víst
væri það verðugt verltefni fræðimanna okkar að rann-
saka þessa hliðstæðu framþróun hjá íslenzka þjóðar-
stofninum í svo ólíkum heimshlutum.
íslenzkt landnám í Vesturheimi er að vísu liðið undir
lok, eins og að ofan getur, þegar þessar gömlu ltempur
eins og Jón á Birkinesi eru fallnar frá og önnur öld tek-
ur við, en minningin um hetjulega baráttu þeirra fyrir
lífinu á að lifa og að því eigum við að stuðla og það
mun verða okkur hér heima hollt að sjá til þess, að sú
saga verði sögð og að við getum dregið nokkurn lær-
dóm þar af. Þeir áttu hina sömu forfeður og formæð-
ur og við, ættin og erfðin hin sama þótt á ólíkum stöð-
um þróist.
BRÉFASKIPTI
Albert Eiðsson, Eskihlíð 22, Reykjavík, óskar eftir bréfaslcipt-
um við stúlkur á aldrinum 20—30 ára, með ósk um itiynd með
fyrsta bréfi.
Ólafur Sævar Elísson, Sælingsdal, Hvammshreppi, Dalasýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við stelpur á aldrinum 17—20 ára. Mynd
fylgi fyrsta bréfi.
Bjartmann Elísson, Sælingsdal, Hvammshreppi, Dalasýslu, ósk-
ar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 19—22 ára. Æskilegt
að mynd fylgi fyrsta bréfi.
Erla Elísdóttir, Sælingsdal, Hvammshreppi, Dalasýslu, óskar
eftir bréfaskiptum við stelpur eða stráka á aldrinum 17—20 ára.
Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi.
LILJA S. KRISTJÁNSDÓTTIR:
£g bih þig
Ég bið þig stjarna í bláum geim,
er brosir svo hýrt við mér,
brostu nú einnig blítt við þeim,
sem burtu í fjarlægð er.
Ég bið þig syf jaða, svarta ský,
er sveimar við fjallatind,
vatnsins bunu þér breyttu í
og ber honum svalalind.
Ég bið þig létti og ljúfi blær,
sem leikur um vanga manns,
andaðu klappi á kinnar tvær
og kossi á varir hans.
Ég bið þig sól, þú, sem birtu og yl
breiðir á götu manns,
þeim blíðasta geisla, er þitt bros á til
beindu á veginn hans.
Ég bið þig, Guð minn, að gæta hans vel,
gef honum friðinn þinn.
I heilaga föðurhönd ég fel
hjartkæra vininn minn.
Harða vorið 1906 .. .
Framhald af'bls. 335.-----------------------------
blómunum. Aldrei hlýrri og værari vorkvöldin en þenn-
an sérstæða júnímánuð. Óhemju vatnaleysingar voru,
því snjórinn var svo mikill eftir öll harðindin. Þá rann
mikið vatn til sjávar hvern sólarhringinn. Stöðug veð-
urblíða allan mánuðinn út, hlýindi og sólskinsblíða.
Sláttur byrjaði um 20. júlí. Þá komið sæmilegt gras,
þó ekki svo mikið gras sprottið sem best getur. En
grasið var kjarnbetra en venjulega. Góð nýting á 'neyj-
um um sumarið og féll seint. Hey svo góð um vetur-
inn að með eindæmum var. Óhætt að gefa helmingi
minna af þeim í innistöðu en venjulegt var. Skepnur
allar vænar um haustið. Sérstaklega man ég eftir fall-
egum fjallalömbum þetta haust.
Þó að þetta vor og hálfur veturinn á undan sé það
langharðneskjulegasta tíðarfar sem ég man eftir, þá er
mér eins minnisstæð sú sérstæða blíða, sem var yfir júní-
mánuð. Þá fannst manni „blómgróin björgin og sérhver
baldjökull hlýr“.
Heima er bezt 345