Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 2
Bókin, sjónvarpið, snældan Fyrri grein. Löngum kveður við þann tón, að vér íslendingar séum bókaþjóð, meiri en gengur og gerist, og vilja sumir jafnvel setja það í samband við hinar ágætu fornbókmenntir, og má það svo sem vel vera. Hagskýrslur sýna þetta og sanna með fjölda þeirra bóka, sem út koma á markaðinn á hverju ári. Og allt um verðbólgu og alls kyns hrun og ótta í efnahagslífinu, halda menn áfram að kaupa bækur. Út- gefendum fjölgar fremur en fækkar, svo að allt ber að sama brunni um það, að vér séum bókaþjóð. Það má ekki gleyma því í þessu sambandi, að vilji menn gera ein- hverjum vel til, hvort heldur á jólum, á afmælum eða við önnur hátíðleg tækifæri er bókin ein algengasta og vin- sælasta gjöfin, og þeirri venju eigum vér það að þakka, að út hafa verið gefnar ýmsar skrautútgáfur, sem eru augnayndi hverjum þeim, sem ann híbýlaprýði, jafnframt merkilegu innihaldi bókanna. En ekki verður því neitað, að skrautútgáfunum slepptum virðist oft vera meira borið í hinn ytri búnað en samsvari bókarefninu, og grunar mann þá, að um það sé að ræða að gera bókina hæfa til virðulegrar gjafar. Er það í sjálfu sér fagnaðarefni, því að af góðum búnaði leiðir betri meðferð og virðing fyrir bókinni sem hlut. Vér megum í rauninni fagna því að vasabrotsbækur og pappírskiljur eiga ekki neitt líkum vinsældum að fagna hér og víða erlendis, en fæstum mun þykja við hæfi að halda slíku til haga. íslendingar vilja hafa bókina svo úr garði gerða, að vert sé að eiga hana og geyma vel, en ekki fleygja henni brott að loknum fyrsta lestri. Svo má heita, að vér komum varla svo inn á íslenskt heimili, að þar séu ekki bókahillur á vegg, jafnvel mynd- arlegir skápar. En vitanlega eru hillurnar misstórar, en ef fylgst er með heimilum, sést að bókunum fjölgar ár frá ári. Fáar bækur frumbýlingsfjölskyldunnar eru oft orðnar að snotru heimilisbókasafni eftir svo sem einn áratug. Naumast sér maður slíkt á heimilum manna erlendis, þótt menningarheimili geti kallast. Öll þessi ytri merki hníga að því sama að vér séum bókaþjóð, en bókaeign hlýtur ætíð að mega skoðast sem menningartákn. Vér sem tekin erum að eldast skynjum þó nokkra breytingu í viðhorfi fólksins til bókarinnar. Hún hefir hlotið að lúta að nokkru því lögmáli gnægðarinnar ef svo mætti kalla það, að vera minna metin eftir því sem meira er af henni og hún auðfengnari. Ekki ber ég þó saman útlit heimilissafnsins nú og fyrr. Bókaskápurinn er nú nær ætíð til prýði, með innihaldi sínu heyrir hann til vönduðum búnaði hverrar stofu á góðu heimili. En oft bera bækurnar furðu lítil merki notkunar eða slits, svo að jafnvel getur hvarflað í hugann, að þær séu meir hafðar til prýði en lestrar. Fyrrum voru bækurnar raunar lítt fagrir sýnis- gripir, og skáparnir oft harla óvandaðir, ólíkir þeim fögru húsgögnum, sem flest heimili prýða. Bækurnar sjálfar voru löngum lúðar og snjáðar, og bandið bar merki þess, að lítt hagar hendur hefðu um það farið, eða a. m. k. lítill kostur hefði verið tækja og efnis. Þegar þeim var flett voru þær blettóttar og velktar af fingraförum. Þessi merki þekkjum vér, sem haldnir eru þeirri áráttu að safna gömlum bókum, alltof vel. Ekki stafaði þetta þó af því, að fólkið bæri minni virðingu fyrir bókinni sem slíkri þá en nú, síður en svo. Jafnvel lítt merkileg bók var handfjölluð með virðingu og næstum aðdáun, og sóðaskapur þótti það að fara víss vitandi illa með bækur, næstum eins og fleygja mat. Bókin, þótt lítil væri og léttvæg, var þó í augum almennings kostgripur. Vafalaust var það arfur frá tímum hinna torgætu og dýru skinnbóka. Hið óhrjálega útlit bókanna var vegna mikillar notkunar þeirra. Þær voru lesnar aftur og aftur, uns þær tolldu ekki lengur saman, en til þess að tryggja endingu þeirra var fyrst um það hugsað, að bandið væri sterkt, enda þótt það væri lítið fyrir augað. Margar bækur voru lesnar upp til agna svo að þær eru löngu horfnar, etnar upp af tímans tönn. En þótt allir vildu vel gera, þá velktust bækurnar og slitnuðu. Menn gripu í þær í stuttum tómstundum frá dagsins önn, þegar ekki var tími til þvotta og annarra hreinlætisaðgerða. Haft var eftir Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara á efri árum hans, að ein mesta ánægja hans í lífinu hefði verið, að hann hefði aldrei séð nema rifin og skítug eintök af þjóðsög- unum. Það var honum óyggjandi sönnun þess með hve mikilli áfergju þær hefðu verið lesnar. Fyrsta útgáfa Þjóðsagna J. Á. var að vísu mjög vel útlítandi bók á þeirrar tíðar mælikvarða, en þær voru lesnar upp til agna. Skyldi nokkuð verða sagt þessu líkt um hina fögru nýjustu útgáfu þeirra, sem nú prýðir ótalmörg heimili, og á vissu- lega eftir að prýða mörg fleiri? Ég held varla. Þær eru keyptar sem stofuprýði og vönduð vinargjöf, en ekki til að svala lestrarþorsta gamalla og ungra. Vel veit ég, að ýmsir munu svara þessu sem svo, að minni lestri þjóðsagnanna og raunar fleiri bóka valdi annar smekkur á lestrarefni og margfalt meira úrval bóka en áður fyrr, er það að VÍSU satt, en segir þó ekki nema brot af sögunni. Vissulega er bókamergð nútímans hjá því sem áður var, svo mikil. að 3 8 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.