Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 6
Systkinin á Hallgilsstöðum. Talið frá vinstri: Unndór, Pétur, Ragnheiður, Valdimar, Stefán, Dýrleif, Eyyert. Það var mesti viðburður, þegar mjólkurflutningarnir til Akureyrar voru boðnir út í sveitinni árlega. Ég hreppti hnossið einu sinni og keypti þá annan bíl af Kaupfélagi Eyfirðinga og lét fyrri bílinn upp í. Vilhjálmur Þór tók hann á sæmilegu verði og var mér alltaf velviljaður. Eitthvað segir Grímur Valdimarsson frá þessu í Aldnir hafa orðið. Ég var þá liðlega tvítugur, en orðinn 24 ára þegar ég fór að Laugarvatni. En einhvernveginn varð aksturinn og flutningarnir mitt ævistarf. Ég var fyrsti maðurinn í sveitinni sem eignaðist reið- hjól, þá um fermingu. Pabbi hafði sent mig með bréf til Vilhjálms Þórs þess efnis að fá lánaða heybindivél. En mér gekk illa að ná sambandi við Vilhjálm. Sá hann þó, þegar ég var staddur utan við Hamborg, en hann þeysandi á hjóli um göturnar. Og ég hrópaði af öllum kröftum eins og í fjárrétt: Villi, Villi, og rétti honum miðann, og pabbi fékk vélina. En ég gleymdi ekki hjólinu hans Vilhjálms Þórs. Þetta hlaut að vera stórkostlegt þarfaþing, og ágætt að hjóla milli Hallgilsstaða og Akureyrar nema rétt yfir Moldhaugnahálsinn. Ég keypti svo hjól á 25 krónur af Bárði gamla sem Þura í Garði orti bás- eða lásvísurnar um. „Smíðað hefur Bárður bás/býr þar sjálfur hjá sér./Hefur til þess hengilás/að halda stúlkum frá sér, o.s.frv., en það fór nú eins og það fór. Ég ætlaði aldrei að geta Iært á hjólið, þó að ég hefði séð hjól áður og skoðað myndir af reiðhjólum í prískúröntum. Hvernig ég eignaðist peninga til að kaupa það. Strákar eignuðust peninga með því að vinna fyrir þeim. Eggert á Möðruvöllum gekk til rjúpna, en ég prjónaði smáband, gerði allt sjálfur, tíndi upp ullina, kembdi og spann og fékk eina krónu fyrir parið af vettlingunum eins og Eggert fyrir rjúpuna. Hann fékk 300 rjúpur fyrir jólin, en ég prjónaði fimm pör af sokkum. Ég var duglegur að afla mér aura. Það á enginn peninga hér nema Pétur, var oft viðkvæðið heima, eins og til dæmist þegar fimm króna peningur kom í leitirnar einu sinni. Það var rétt, að ég átti seðilinn, og það var dálítill peningur í þá daga. Ég verslaði venjulega við Kristján Árnason í Verslun Eyjafirði, eða Grundarverslun sem áður var kölluð. Ég var svolítið feiminn við búðarlyktina og fann til minnimáttarkenndar, þegar ég seldi prjónlesið mitt eða upptíninginn þar. Ég var alltaf dálítið feiminn. En í Verslun Eyjafjörð urðu bændur að flýja, þegar þeir voru búnir að éta upp deildarábyrgð- ina í KEA. Sú er kannski ástæðan til þess að pabbi versl- aði þarna, en hann var mikill kaupfélagsmaður. — Fjölskyldulífið á Hailgilsstöðum? — Við vorum sjö systkinin, fimm bræður og tvær syst- ur, bræðurnir auk mín taldir í aldursröð Unndór, Valdi- mar, Stefán og Eggert, systurnar Ragnheiður og Dýrleif. Svo var alltaf vinnufólk að auki. Pabbi var fjörugur karl og skemmtilegur heimilisfaðir, og ég held mér sé óhætt að segja að mamma hafi staðið vel í sinni stöðu. Svo var alltaf eitthvað af kynjakvistum fyrir utan fjölskylduna og vinnufólkið, t.d. var sú fræga Gunna ponta hjá okkur um tíma. Hún lifði nær eingöngu á kaffi og neftóbaki, sítal- andi við sjálfa sig, einkum um ættfræði. Einu sinni lá ég í rúminu, en Unndór bróðir var að þylja Tossakverið. „Hver friðþægði fyrir þínar syndir? Svar: Jesús Kristur“, og hann var hálfbróðir Jóns heitins í Spónsgerði, gellur þá í Pontu. Og svona gekk þetta lengi, að þeir Gyðingar og annað biblíufólk átti sér náin skyldmenni í Hörgárdal og grennd. Brynjólfur Sigtryggsson var kaupamaður hjá okkur. Hann fékk sér stundum í staupinu, var vel gefinn, 42 Heima er hezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.