Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 17
GÍSLI HÖGNASON, LÆK: Þegar Huldur kalla „Hulda! Hví grípa hendur þínar ljósu um hendur mér, og hví svo viknar þú“. J.H. B rátt lIður að ágústlokum. Haldnir hafa verið fjallskilafundir í flestum sveitum og fjallmenn ráðnir. í Sandleit er ákveðið að fari á þessu hausti eftir- taldir menn. Fyrir Gnúpverjahrepp: Sigurgeir Runúlfsson fjallkóngur, Skáldabúðum. Högni Guðnason, Laxárdal. Sveinn Eiríksson, Steinsholti. Tryggvi Steinarsson, Hlíð. Eiríkur Kristinn Eiríksson, Sandlækjarkoti. Sigrún Bjarnadóttir, Fossnesi. Hjalti Gunnarsson, Fossnesi. Fyrir Hraungerðishrepp: Atli Guðlaugsson, Læk. Fyrir Sandvíkurhrepp: Óli Haraldsson, Nýjabæ. Fyrir Stokkseyrarhrepp: Hilmar Leifsson. Það er þriðjudagur og kominn 7. september 1976. Nú hef ég ákveðið að fara ekki á fjall í haust, en fyrir heimili mitt fer Atli Guðlaugsson í Sandleit, drengur góður, vaskur maður og vel hestaður. Hann lagði af stað í gær 6. sept., gistir í hreppnum í nótt, en á morgun leggja þeir svo af stað úr Gnúpverjahreppi. Hugur minn staldrar ekki við neitt, mér verður ekkert úr verki, gripinn einhverskonar eirðarleysi. Líklega er það fjallaþráin, þessi seiðmagnaða síðsumarskennd, sem því veldur. Eða eru það Huldur öræfanna, sem kalla, seiða og laða hug minn til sín? Ef til vill er það þrá til einfaldleik- ans, kyrrðarinnar, hins djúpa friðar og hins þögla máls óravídda heiða og fjalla. Ég ákveð á stundinni að aka upp að Skáldabúðum og taka í hönd Sigurgeirs frænda míns, áður en hann fer, því ég veit að hann er ekki vanur að leggja af stað fyrr en eftir hádegi, svo ég á að hafa nægan tíma. Veðrið er unaðslegt, næstum heiðskírt, bjart og hlýtt, mér léttir í lund. Hreppafjöllin blasa við augum, slegin töfragliti síðsumarsólar. í hug mér vaknar gleði yfir að geta þó kvatt vin minn og fjallfélaga, um margra ára skeið. Svo verður þetta ferðalag mitt í dag að vera fjallferðin mín í ár. Annars var Sigurgeir búinn að segja mér í vor, að nú ætlaði hann ekki aftur innyfir Sand, en hvað þeirri ákvörðun hans breytti var mér ókunnugt um. Vissi það aðeins, að hann átti ákaflega erfitt með að neita bón granna sinna, og gerði það aldrei, nema hann ræki nauður til. Er ég ek í hlað að Skáldabúðum, læðist strax uggur að, hundur Sigurgeirs er ekki úti á hlaði til að fagna mér eins og venjulega, þegar ég er á ferð. Hjónin á bænum, Run- úlfur og Guðný, fagna þessum flakkara vel ásamt börnum sínum, en Sigurgeir var farinn, fór í fyrra lagi aldrei þessu vant. Hvað olli þessu, að Sigurgeir var farinn, og af hverju fór hann á fjall, gegn sinni fyrri ákvörðun? Og það skýrðu hjónin fyrir mér þá þegar. Hann ætlaði alls ekki að fara innyfir Sand, hvorki sem fjallkóngur né fjallmaður, og var búinn að segja það réttum aðilum, en fyrir þrábeiðni lét hann loks undan og fór, en án allrar tilhlökkunar, eða jafnvel nauðugur. Hann var ekki glaður þessa daga fyrir fjallferðina. Lét í það skína, að hann óttaðist vötnin, en ekki slíku vanur. Heimferðin var mér örðug og löng, ótalmargt kom upp í hug mér, sveipað saknaðarkennd. Þó fannst mér betra en ekkert, að með Atla sendi ég svolitla kveðju til Sigurgeirs, sem hann átti að lesa upp á Bólstað og afhenda honum svo blaðið aðeins til að láta hann vita, að til hans leitaði hugur minn, þó ég sæti heima. Er heim kemur er ég haldinn sama eirðarleysinu. 1 huganum fylgist ég með fjallmönn- unum og nú gista þeir í Hólaskógi í nótt. Svipað er hug- arástand mitt allt til klukkan sex 10. september. Hér á eftir er svo skráð frásögn tveggja fjallmanna, Atla Guðlaugssonar og Eiríks Kristins Eiríkssonar, sem einn manna vissi um lokaþátt þess atburðar, sem hér er skráð- ur. Árla dags 8. september er lagt upp úr náttstað í Hóla- skógi og haldið að venju inn í Norðurleit, venjulega fjall- mannaleið. Gist þar í nýjum leitarmannakofa, austarlega og austan í Flóámannaöldu. Sigurgeir er fálátur, tekur venju fremur lítinn þátt í gleði félaga sinna, sem hann gerði jafnan af stakri hófsemd og hæglæti. Að morgni þess 9. september er haldið að Bólstað. Er á móts við Eyvafen kemur, sjást kindur austur við Þjórsá. Biður þá Sigurgeir, Óla í Nýjabæ að koma með sér og sækja kindurnar, sem þeim reyndist auðvelt. Á þeirri leið hefur Sigurgeir orð á því við Óla, að mikið þyki sér vænt um að hann skuli einmitt vera í þessari ferð, að öðru leyti heldur hann þeim háttum, sem fyrr getur. Næstu nótt er gist á Bólstað og um kvöldið les Atli honum litlu kveðjuna frá mér og sér að svipur hans hýrnar. Það sem af er ferð, hefur veður verið hagstætt og gott smalaveður, svo er það einnig að morgni þann 10. september. Árla er risið úr rekkju í gamla fjall- Heimaerbezt 53

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.