Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 16
urðsson, báðir á Hólum, og ljósmóðirin Ólöf Jónsdóttir Þinganesi." (Ólöf var amma barnsins, Árna, en hann var sonur Eiríks Árnasonar og Þorbjargar Sigurðardóttur á Þinganesi). Rétt fyrir aldamótin 1800 fluttust þau Ari og Guðrún frá Amanesi að Skálafelli í Suðursveit með tveimur son- um sínum, Sigurði, f. 1778, og A rngrími, f. 1779. Sigurður var síðar bóndi á Reynivöllum, en Arngrímur bóndi á Skálafelli. „Báðir þóttu þeir aðsópsmiklir menn í sveit sinni.“ Auk fyrrgreindra sona má telja afar líklegt, að Guðrún og Ari hafi átt Gísla Arason, „uppvaxtarpilt frá Arnanesi, 12 ára,“ sem drukknaði af skipi ásamt Halldóri Ófeigssyni bónda á Miðskeri hinn 7. júli 1784. Einnig gætu þau hafa átt Helgu, sem dó 10 vikna 30. jan. 1785. Þegar þau Ari og Guðrún fluttust að Skálafelli tóku þau með sér drenginn Mensalder Raben, son séra Magnúsar Ólafssonar i Bjamanesi og Rannveigar Jónsdóttur. Hann fæddist í Amanesi, en ólst upp á Skálafelli. Heimili prestshjónanna var mjög barnmargt. Afkomendum Sigurðar Arasonar hafa verið gerð skil í Ættartölu úr Suðursveit eftir Auðun H. Einarsson. Sjálfur hef ég tekið saman yfirlit um af- komendur Arngríms Arasonar. í því er að finna öll börn og barnabörn hans ásamt ýmsum fleiri afkomendum. Ólöf Sigurðardótíir átti Eirik Eiríksson bónda í Holtum. Um 1787 var Ólöf skráð ekkja á 3. býli Holta. Hjá henni voru þá tvær yngstu dætur hennar. Hún var ekkja í Slindurholti 1789 og þá eru þrjár dætur hennar tilgreind- ar: Guðlaug, f. 1771; Guðbjörg, f. 1776; og Steinunn, f. 1778 eða '19. Ólöf var í Slindurholti til 1800, en þá var hún í Flatey á heimili Guðbjargar dóttur sinnar, líka 1802 í Hólmi og eins 1816. Árið 1835 var hún skráð 92 ára niðursetningur „frá Slindurholti að Öðrumgarði.“ Um dætur hennar má nefna þetta: Guðlaug var alla tíð ógift vinnukona. Árið 1806 var hún skráð í Hólmi „sveitarómagi, 39 ára.“ Guðbjörg giftist Eiríki Guðbrandssyni árið 1798, en hafði þangað til fylgt móður sinni. Eiríkur mun hafa verið frá Bæ í Lóni, sennilega bróðir Sigríðar, sem bjó á Múla í Hofssókn í Suður Álftafirði 1816. Eiríkur og Guðbjörg bjuggu fyrst í Flatey, en síðan í Hólmi. Börn þeirra: Sig- urður.Í. 1799, (árið 1816 var hann skráðursem innkominn í Stafafellssókn frá Hólmi á Mýrum); Ólöf, f. 1800 (skráð tökubarn í Holtum 1816); Una, U 1804, (1827 skráð vinnukona frá Hólmi á Mýrum að Byggðarholti); Guð- brandur, f. 1806. Hann kvæntist Guðnýju Brynjólfsdóttur, f. um 1811, Eiríkssonar, á Bæ í Lóni. Guðbrandur var bóndi i Bæ. Hann andaðist 22. 5. 1838. Kona hans eign- aðist dóttur þeirra, Hallfríði, 3. 6. 1838, eða aðeins 12 dögum eftir andlát hans. Hallfríður dó í Þórisdal 23. 2. 1839. Guðný dó eftir 1861. Sigmundur Eiríksson, f. 1810; Eiríkur, f. 1812, og Ari, {. 1815. Steinunn Eiríksdóttir, Eiríkssonar, var framan af í fylgd með móður sinni, svo á heimili Guðbjargar systur sinnar (1799:„siðsöm og trúuð“) í Hólmi (á mannt. 1801). Árið 1808 var hún vinnukona í Einholti. Árin 1812-1813 bjó hún með manni sínum Jóni Jónssyni í Krossbæjargerði. 52 Heima er bezt Þau fluttu til Lambleiksstaða þar sem tveir synir þeirra fæddust: Jón, f. 1813, og Eiríkur, f. 1814. Árið 1816 bjó hún á Lambleiksstöðum með öðrum manni sínum, Bjarna Jónssyni, f. á Hofi í öræfum 1788, Eiríkssonar. Þau bjuggu síðan í Öðrumgarði frá 1828, en þar dó Steinunn árið 1837. (Bjarni fluttist með 2. konu sinni Guðnýju Guðmundsdóttir, f. 1798, að Viðborði). Guðný Sigurðardóttir var fyrri kona Jóns Sigurðssonar, f. 1740, bónda i Svínafelli í Nesjum. Börn þeirra, sem gætu hafa verið fleiri, voru: Sigurður, f. 1770; Kristín, f. 1771; Guðbjörg, f. 1772; Sigríður, f. 1776; Kristín, f. 1777; Runólfur, f. 1778; en yngsta barn þeirra var Jón, f. 5. 9. 1786. Guðný Sigurðardóttir andaðist 12. okt. 1786 (grafin 15. s.m.), „sú fyrsta hér í sókninni sálaðist úr bólunni þann 12. þ. m„ hafði nýalið barn sem lifir.“ Áður en lengra er haldið má skjóta því hér inn í, að 9. ágúst 1788 giftust Jón Sigurðsson, 48 ára, og hans seinni kona, Anna Þorvaldsdóttir, 26 ára, frá Hafnarnesi. Þau bjuggu á Meðalfelli og eignuðust mörg börn. Hið fyrsta var dóttir sem fæddist 22. 7. 1790 og skírð var Guðný. Jón andaðist 15. júlí 1800, „60 ára, tvígiftur, hafði átt 17 börn, sálaðist úr yfirgangandi landfarsótt.“ Árið eftir, 6. sept., giftist svo ekkjan Anna Þorvaldsdóttir á Meðalfelli Guð- mundi Kolbeinssyni, f. 1777, Jónssonar á Hafnarnesi. Þau áttu ekki börn saman. Árið 1812 voru þau Anna og Kol- beinn á Setbergi og tvö börn hennar. Hún andaðist úr veikindum á Setbergi 23. maí 1813. Mjög margt fólk, ekki síst börn, dó á þessum árum. Má t.d. árið 1807 sjá at- hugasemdir eins og þessar í prestsþjónustubók, „sálaðist úr yfirgangandi köldutaksótt“ eða „sálaðist úr brjóst- þyngslum“. Verður nú aftur vikið að börnum Guðnýjar Sigurðardóttur og Jóns Sigurðssonar: Sigurður trúlofaðist 8. 10. 1798 Ólöfu Hannesdóttur, f. 1775 eða ‘77, að Meðalfelli. Árið 1816 var á Melrakkanesi í Hofssókn í Álftafirði Ólöf Hannesdóttir, fædd á Meðal- felli, húsmóðir, ekkja. Þar voru hjá henni tveir synir hennar, Jón, f. 1807, og Runólfur, f. 1809, Sigurðssynir, báðir fæddir á Bragðavöllum í Hálssókn við Hamarsfjörð. Kristín (eldri) trúlofaðist 19. 11. 1798 Sigurði Einars- syni, f. 1772, Jónssonar á Horni. Kristín hafði verið þarog átt óskilgetin börn með Sigurði: hið annað 1795, hið þriðja, Guðnýju, 1798, ogsíðan aftur 1799,/on, en þá voru þau gift. Árið 1816 var á Kallstöðum í Berunessókn hús- móðirin Kristín Jónsdóttir, ekkja, fædd í Svínafelli í Nesjum 1771. Hjá henni eru tvö börn hennar, Jón Sig- urðsson, fæddur á Horni 1799 (þar sem hann var hjá afa sínum 1801) og Hróðný Sigurðardóttir, fædd á Steinaborg í Berunessókn. Á sama tíma var fyrirvinna á Kallstöðum Andrés Einarsson, fæddur á Horni 1776. Á Steinaborg var 1816 vinnukonan Guðný Sigurðardóttir, fædd á Horni 1798. Sama ár var Ólafur Sigurðsson vinnumaður á Hærukollsnesi í Hofssókn í Álftafirði. Hann er sagður jafngamall Guðnýju og gæti hann því verið sonur Ólafar konu Sigurðar Jónssonar, en hann er sagður fæddur á Horni í Nesjum og sá fæðingarstaður bendir til Kristínar. Sigríður Jónsdóttir giftist 13. 9. 1801 Jóni Sigmundssyni Framhald á bls. 65.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.