Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 20
ullituðu ísvatni, i því er engu líft, þar er um augnablik en ekki mínútur að ræða. Ferðin til baka gengur vel og án alla óhappa. Eiríkur tekur við sínu fyrra starfi, er hann kemur til félaga sinna við Kisu, laust eftir miðjan dag. En björgunarsveitarmenn halda til Reykjavíkur með Sigurgeir. Hér lýkur frásögn Eiríks og Atla viðvíkjandi slysinu, annað verður hér ekki skráð frá þeirra ferð á öræfaleiðum. Laugardaginn 10. september er ég enn að hugsa um Sandleitarana og geta mér þess til, að nú hafi þeir lokið smölun og séu komnir fram að Bólstað. Rétt fyrir klukkan sex halla ég mér án þess að sofna, það er þó skárra en vera að þessu lánleysisrangli. Stuttu síðar er ekið í hlað, gengið hiklaust í bæinn án þess að kveðja dyra og haldið beint að herbergisdyrum mínum, sem eru opnaðar. í dyrunum birtist Erlendur Daníelsson, en hann sá um flutning á farangri fjallmanna á afrétti Flóa- og Skeiðamanna. Á Erlendi sé ég þegar í stað, að eitthvað hefur komið fyrir sem snertir mig eða mitt heimili. „Það hefur orðið slys,“ segir hann umbúðalaust. „Sig- urgeir í Skáldabúðum drukknaði um hádegisbilið í dag í jökullóni innundir Arnarfelli. Ég vildi láta þig vita þetta áður en það kemur í fréttunum í útvarpinu í kvöld.“ Erlendur dvelur aðeins stutta stund, hann þarf að koma víðar í sömu erindagjörðum. Þakkir eru honum færðar, hér með, fyrir sinn drengskap. Næstu nætur á ég erfitt með svefn, hugur minn er Sig- urgeiri bundinn og okkar samverustundum, allt frá okkar bernskuárum. Loksins tefldi þessi öræfahetja of djarft. Erfitt á ég með að sætta mig við þessi endalok á ævi hans. Rúm vika er liðin og liðið á nótt. Ekki veit ég, hvort ég svaf, en svo kann þó að hafa verið. Mér finnst Sigurgeir koma inn til mín. Ég veiti því athygli, að hann er klæddur ferðafötum. Hann gengur að stól, sem stendur við rúmið mitt, og tekur sér sæti. Ég veit hann er látinn. Hann lítur til mín broshýr á svip, augun eru hlý, næstum heit, eins og svo oft er við sátum saman og spjölluðum um fjallferðir eða liðnar samverustundir. Svo segir hann: „Þetta var nú meiri klaufaskapurinn,“ meira var það ekki, sem hann talaði til mín. Um leið var mér þessi sýn horfin. En þetta var mér nóg. Þannig leit hann þá á málið, rétt eins og hann hefði tapað kind, en þá var þetta einmitt orðatiltæki hans: „Þetta var nú meiri klaufaskapurinn." Litla kveðjan mín, sem ég sendi honum að Bólstað, er þessum atburði svo samofin í huga mér, að ég lýk þessum orðum með henni. Sigurgeir Runúlfsson. Staddur á Bólstað 9. sept. 1976. Garpur ferða langra leiða, leiðsögn veitti í sól og hríð. Brúnir fjalla, breiðra heiða buðu faðminn alla tíð. Lindir hjalla, lækir fjalla, laða snjalla fáka á skeið. Myndir falla fyrir alla, fyrr en halla af réttri leið. Erfiðir flutningar ... Framhald af bls. 47. _________________________________ ferðinni. Daginn eftir var ágætt veður og þá fórum við aftur á stað og sóttum bát og hey. Ef öll vinna og fyrirhöfn hefði verið verðlögð með nú- tíma verðlagi, þá hefðu þessir heyhestar verið dýru verði keyptir. Margar ferðir fór ég í Drangey, sem voru skemmtilegar. Fór ég oft með fólki, sem vildi sjá þennan sögufræga stað, en í eynni er ótrúlegur fjöldi af örnefnum. Ég hjálpaði konum upp á Brúnarhelluna með því að setja höfuð undir botn þeirra og lyfta þeim þann veg upp þar til maður uppi gat náð til þeirra. Hjá einni konu fékk ég vafasama, en ósköp notalega aðbúð, þar sem ég lenti með höfuðið inn í pilsum hennar, og vitanlega fór ég þangað sem komist varð, þar var hlýtt en mikið varð ég feginn að sleppa, því að andþrengsli mín voru orðin mikil. Hún var ánægð með hjálpina og vafamál er hvort hún hefir skynjað hve nær- göngull ég var orðinn, a.m.k. sendi hún mér jólakort síðar með þökk fyrir góð samskipti. Það var mér ætíð ánægja að koma til Drangeyjar. Hún heillaði með mikilfeng sínum og hinum órofa fuglaklið vor og sumar, en í stórrigningu og roki gat maður þó fundið til hrollkendrar smæðar og einmanaleika. Eitt sinn vorum við systkinin veðurteppt nokkra daga í Drangey og engin leið að nálgast okkur vegna brims og stórveðurs. Ekki var þetta skemmtilegur tími. Byssa var með svo að ekki þurftum við að svelta. En það var eins og gamla tröllið, sem Guðmundur Hólabiskup kvað inn í björgin, væri komið á stað með fleiri illar vættir. Þórdunur, ýlfur og skellir kváðu við án afláts. Þá vorum við fegin að komast heim til mömmu og pabba. Bókin, sjónvarpið, snældan ... Framhald af bls. 39. ________________________________ skyldunámsins. Líti ég í eigin barm grunar mig fastlega, að allur þorri þeirra bóka, sem ég las á unglingsárum mínum, væri ólesinn ef ég hefði verið parrakaður á skólabekk frá 5-15 ára aldurs. Og skyldu ekki æðimargir hafa sömu sögu að segja. Margt sem menn lásu þá, eins og raunar enn var að vísu harla lítilvægt. En með aldri hallast ég æ meir að fullyrðingu eins af fremri stjórnmála- mönnum Breta fyrir nokkrum áratugum, að ekkert lesmál sé svo lélegt að ekki sé betra að lesa það en lesa ekkert. Hann ólst upp í fátækrahverfi Lundúna, og hið fyrsta sem hann las var hið lélegasta prentað mál, sem stórborgin hafði að bjóða. En það kom honum á bragðið, svo að með fádæma dugnaði og gáfum braust hann áfram í sjálfs- námi, og náði að lokum einum af hátindum þjóðfélagsins. Bókin er og verður uppspretta þekkingar, hún er í senn afþreying og skóli. Hún er og verður ætíð einn besti fylginautur mannsins í blíðu og stríðu. St. Std. 56 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.