Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 35
Ragnar Þorsteinsson: SKIPSTJÓRINN OKKAR ER KONA. Akureyri 1978. Bókaforlag Odds Björnssonar. Þetta er hressileg sjómennskusaga, angar af sjávarseltu og kveður við af þungum brimgný. En nýstárlegust er hún þó fyrir það, að skipstjórinn er ung stúlka, sem tekur að sér að ráða fyrir harðsoðnum sjóurum og tekst vel, En öðrum þræði er þetta ástarsaga með rómantík og allskonar flækjum, Atburðarásin er hröð, en stundum verða atburðirnir dálítið reyfarakenndir, og ekki með öllu sennilegir, en höfundur heldur lesandanum spenntum frá upphafi til enda, svo að enginn telur stundinni illa varið meðan hann les söguna. Vafalaust munu menningarpáf- arnir telja hana til afþreyingarbókmennta, þeir um það, en hún sannar það að minnsta kosti, að þær bókmenntir eiga sinn full- komna rétt, og raunar meiri en margt það sem hæst er hossað undir nafninu list. Eysteinn Sigurðsson: SAMVINNUHREYFINGIN Á ÍS- LANDI. Akureyri 1978. Bókaforlag Odds Björnssonar. I þessari litlu bók er gefið yfirlit yfir þróun og sögu samvinnu- hreyfingarinnar á íslandi og gerð grein fyrir starfandi kaupfé- lögum á landinu og saga þeirra stuttlega rakin. Þá er allt fyrir- komulag Sambandsins skýrt og deildaskipting þess og fyrirtækja þeirra, sem það er aðili að. Allt er þetta efni sett fram útúr- dúralaust á greinagóðan hátt, svo að enginn þarf að velkjast í vafa um, hvernig þessu öllu er skipað. Þá ræðir höfundur eðli samvinnufélagsskaparins, og leitast við að hrekja þær ásakanir að Sambandið sé einskonar auðhringur með einokunaraðstöðu. Ver hann nokkru máli til að sýna fram á, að lýðræði drottni í samvinnufélögunum. En allt um fögur orð er ég hræddur um að mörgum kunni að þykja nokkur munur á hugmyndafræðilegum yfirlýsingum og raunveruleikanum. Bæklingurinn er fróðlegur og gagnlegur til lestrar, því að menn vita færra en skyldi um hina voldugu samvinnuhreyfingu. Guðmundur L. Friðfinnsson: BLÓÐ. Rvík 1978. Almenna bókafélagið. Saga þessi er um margt óvenjuleg og nýstárleg. Hún gerist ekki í mannheimum, heldur í ríki refanna, þar sem maðurinn kemur þó óneitanlega við sögu. Má vera að höfundur hafi valið sögu- sviðið Svo af því að margt sér líkt með skyldum. Þekking hans á hátterni og lífsháttum refsins leynir sér ekki, hefur hann sýnilega kynnt sér það úti í æsar, og er það enginn stofulærdómur. Náttúrulýsingar eru miklar og margar ágætar. Samtöl. hugsanir og öll viðbrögð refanna eru náttúrleg, en ósjálfrátt verður les- andanum alltof oft hugsað til þess. að hér séu í rauninni menn færðir í refskinnin. Enda hvarflar það í hugann að höfundursé í rauninni að segja sögu úr mannlífinu en ekki dýrasögu. þótt orð og hugsanir séu lögð þeim í munn. Fyrri hluti sögunnar er spennandi og skemmtilegur allestrar. en í síðari hlutanum er lýsir flakki og þjáningum litlu óskilgetnu tófunnar, er sem frá- sögnin dofni og verði á ýmsa lund óeðlilegri. En allt um það er sagan nýstárleg, gerð af kunnáttu og leikni og verðskuldar fulla athygli. ISLENSKAR ÚRVALSGREINAR. Rvík 1978. Menningarsjóður. Þetta er þriðja bindið af greinasafni þeirra Bjarna Vilhjálms- sonar og Finnboga Guðmundssonar. Eru í því greinar frá I9. öld, hefjast þær með Magnúsi Stephensen og enda á Einari Benediktssyni, Má því ætla að þær séu a.m.k. sumar fjarlægari hugsunarhætti, áhugamálum og framsetningu nútímamanna en fyrri greinasöfnin. En fjarri fer þvi að þær verði siður áhugavert lestrarefni fyrir það, mér virðist þvert á móti þær skapa lesand- anum meiri áhuga, a.m.k. öllum þeim, sem hugsa eitthvað ann- að en til líðandi stundar. 19. öldin var umbrota öld, og þá er lagður grunnur að flestu því, sem framkvæmt hefir verið á vorri öld. Þjóð vor, sem þá er að leysast úr læðingi, tekur þá að horfa fram og hugsa hærra en fyrr. Greinarhöfundarnir eru allir þjóðkunnir og margir úr forystuliði þjóðarinnar, er fróðlegt að heyra hvernig þeir litu á málin og þá ekki síður hvernig þeir beittu penna sínum, en ekki verður því neitað. að hér fáum vér sýnishorn margs þess, sem best hefir verið skrifað á íslenska tungu. Vitanlega eru greinarnar misjafnlega skemmtilegar og áhugaverðar, en ekki er ætlan mín að fara þar i nokkurn mannjöfnuð. En mest gaman hafði ég af að lesa hugleiðingu Magnúsar gamla Stephensen um aldamótin 1800. Hún færiross nær þeim merka manni og sýnir áþreifanlega, að enn eigum vér langt í land að meta hann að verðleikum. Magnús Sveinsson frá Hvítsstöðum: KONAN VIÐ FOSS- INN. Rvík 1978. Bókaútg. Þjóðsaga. Þetta litla kver er furðuleg bók. Þar eru raktir æfiþættir manns, Jóns Sigurðssonar skipstjóra. sem á ytra borðinu eru ekkert merkilegri en svo ótalmargra annarra samferðamanna hans. En það sem gefur sögunni lit og líf, er að hann hefir frá barnæsku verið undir handleiðslu dularveru, sem kölluð er Hugrún. Hún hefir birst honum bæði í vöku og svefni. leiðbeint honum. að- varað hann eða hvatt til starfa og ákvarðana, og aldrei hefir handleiðsla hennar brugðist, en leitt hann til velfarnaðar og bjargað lifi hans og margra annarra. Margir kunna að ypta öxlum við slíku og láta sér fátt um finnast og kalla allt saman hjátrú. En dæmin eru svo skýr. að ekki verður um handleiðsluna efast, og engar efnisskýringar komast þar að. Hinsvegar má hver sem vill spyrja. hvað hefir verið að verki. Ef svarið á að vera með nokkurri skynsemd, getur það ekki verið annað en hér hafi verið handleiðsla úr dulheimum. sem hlýtur að benda oss á. að yfiross sé vakað af góðviljuðum máttarvöldum. enda þótt vér finnum ekki áhrifin eins áþreifanlega og Jón Danielsson, sem sér og heyrir sinn verndaranda. Það er hverjum manni sálubót og ávinningur, að lesa þessa litlu bók. og hver veit nema að hann finni að lokum. við nánari umhugsun. að einhver Hugrún standi við hlið honum og leiðbeini honum og hjálpi á örlagastundum. Og það er trúa mín. að bókin eigi eftir að rjúfa að einhverju leyti tjaldið. sem skilur á milli þess, sem vér skynjum í efnisheiminum og hins, sem að baki því er. Frásagnir hennar eru svo óvefengj- anlegar. að fram hjá þeim verður ekki gengið. Bókin er falleg að ytra búnaði eins og allt sem frá Hafsteini Guðmundssyni kemur. Heimaerbezi 71

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.