Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 21
Kveð ég mér til hugarhœgðar ARINBJÖRN ÁRNASON er húnvetningur, fæddur og uppalinn á Neóri Fitjum í Víði- dal.— Fluttist til Reykjavíkur 1934 og hefur átt þar heima síðan. Flann var lengi starfs- maður hjá Landsíma ísl. og siðar Ríkisútgáfu námsbóka, en er nú umsjónarmaður Mela- skólans í Reykjavík. — Ritstörf hafa verið honum hugleikin, og ýmis ljóð og greinar eftir hann hafa komið í blöðum og tímaritum. Út- varpsefni frá Arinbirni hefur einnig verið flutt, t.d. á kvöldvökum. KVÖLD HUGSAÐ HEIM í kvöld er hljóð og kyrrlát stund um ögur grund og ystu sund. Og skuggar flökta um skógarlund, því nótt er björt und norðurljósum. Þú haust með bliknuð blöð á rósum. Ég sit hér einn við opið svið, og hljóður bið um horfin grið. Ó nótt þú öllum færir frið er sæluværðar svefnsins njóta. Mér þreyttum vaka er þungt að hljóta. Þótt sér hvers dags sé dögun há, er sorg á brá, menn sakna og þrá. Og sumra óskir aldrei ná að rætast, aðeins raunir margar. Og fátækum er fátt til bjargar. Því skipting arðs er skuldar gjöld. Það myrkvast öld og kólna kvöld. Og gullið ýmsum gefur völd, en snauðir löngum biðja og bíða. Og lítilmagnar lögum hlýða. Nú blundar dagur horfinn bak við fjöllin heima, og blómin drúpa höfði, og lukt er fuglsins brá. í nætur kyrrð og friði, sæl mun sál mín geyma sólskinið og vorið, er gafstu minni þrá. ’ í hlaðbrekkunni fornu, heima rétt við bæinn þar helgust á ég sporin og gömul leyndarmál. Þá sólin var að kveðja, kvöld, og liðinn daginn. Og kvæði mitt var ljósbrot af geisla í þinni sál. Ég minnist þeirra funda frá löngu liðnum dögum, í ljósi þeirra drauma er vorið minning þín. Við lékum okkur saman, börn í heima högum. í helgidómi nætur þá varst þú óskin mín. Þú himins bjarta víðátt, vagga ljóss og drauma, þú veröld söngs og blóma með loftið angan fyllt. Ég heyri yfir fjöllin þín strengjatök og strauma, í stormi þínum bergmál sem hjarta mínu er skyllt. VON En bak við þrautir, böl og kvíða ein er strönd þar öngvir líða .. . . MÓTSTREYMI Ég kveð ekki ljóð, hér um visku né vald. En von sem að andanum lyftir til hæða. Þann kraft sem að töfrar og tekur minn hug, frá tómleika veraldar stundlegu gæða. Aldrei hik né undanhald að þó kunni syrta. Bak við hret og vetrarvald vakir sól og birta. STAKA Þó að lund sé leið og þreytt — lífið bundið kvíða, getur stundum stefnu breytt, stuðlahund að smíða. Því mannlífið stundum er mæða og böl, og miskunarleysi í fátækt og kvíði. Því fagnar mín önd þeirri fegurstu gjöf, sem flytur minn hug ofar jarðnesku stríði. Þú blessaða von, sem hér flytur oft fjöll, ég finn í þér vorið, og blik mínum draumi. f hjarta míns grunn ég vil hasla þér völl, Þú hugljúfa von, ofar tíma og straumi. Heimaerbezt 57

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.