Heima er bezt - 01.02.1979, Síða 25

Heima er bezt - 01.02.1979, Síða 25
bræður og Benedikt Gröndal (Svein- bjarnarson) skáld voru systkinasynir og þessvegna má finna lýsingu af Lárusi í Dægradvöl Benedikts. Hún er svona: „ ... Lárus hafði „valbrá“, það er: helmingurinn af andlitinu var eins og blóðmarinn; hann var sterkur og undarlegur, góður vinnumaður! ...“ Þessi maður hefst handa síðsumars 1857 eða í byrjun árs 1858 með smíði íbúðarhúss úr timbri á Oddeyri. Hús þetta fékk löngu síðar nafnið Lundur, stendur enn, og hefur löngum verið talið fyrsta húsið sem reist var á Odd- eyri. Harla ólíklegt verður þó að telj- ast að þar hafi ekki verið einhvers konar verbúðir, jafnvel torfkofar, vegna þeirrar útgerðar sem ávallt var stunduð þaðan. A. m. k. kemur í leit- irnar í manntali 1859 á Oddeyri hús sem búið hefur verið í og enginn veit hvaðan er komið. [99] „Lundi“ er valinn staður langt inná eyri og greinilega í samræmi við þurrabúðarákvæðin sem drepið var á í kaflanum um Fjöruna. Hér var klókindalega að farið. Það gefur auga leið að hús sem reist hefði verið út við sjóinn hefði vakið miklu meiri athygli og Eggert Briem hefði neyðst til að láta stöðva þá smíði svo að segja þegar í stað. Lárusi tókst ekki að fullgera þetta hús, því hann ..... varð sturlaður, meðfram af drykk. og varð seinast — raunar að óþörfu — sveitarlimur á Álftanesi og var hjá Kristjáni Matt- hiesen á Hliði og dó þar. ...“ segir Benedikt frændi hans í Dægradvöl. Eitt með síðustu embættisverkurn Eggert Briem í Eyjafjarðarsýslu var að annast um þennan óhamingjusama mann, væntanlega fyrsta íbúa Odd- eyrar, og hann sendir hreppstjórum fyrirmæli: „Sýslumaðurinn í Eyjafjarðar- sýslu kunngjörir að handbóndamað- ur, Lárus Hallgrímsson, getur V'egna vitskerðingar ekki verið hér án þess að hann sé varðveittur. Og þareð efni hans hrökkva vart fyrir skuldum. þá er afráðið að senda hann til átthaga suður í Reykjavík. frá hreppstjóra til hreppstjóra. Eru því þénustusamleg tilmæli mín að hlutaðeigandi hreppstjórar annist um ferð hans suður, samkvæmt reglugjörðinni frá 8da janúar 1834, þannig að hann fái nauðsynlegt fæði og hjúkrun, og leyfi ég mér jafnframt að taka mönnum vara fyrir að láta hann ekki sleppa frá sér, því hann hefir nóg svokallað hrekkjavit, og mega því þeir sem flytja hann ekki yfirgefa hann fyrr en næsti hreppstjóri hefir nóga menn sér til aðstoðar. Það flýtur af sjálfu sér, að geti menn ekki á annan hátt ráðið við hann, svo hann hljóti að álítast bandóður, þá verða menn að leggja bönd á hann. Skrifstofa Eyjafjarðarsýslu 20. maí 1858. Uppteikning yfir fatnað þann sem Lárus Hall- grímsson, er nú á að sendast suður hefir meðferðis, auk þess sem hann stendur í: 2nar utanhafnarbuxur, lnar nær- buxur, skyrta röndótt, 5 pör sokkar og poki. Akureyri 20. maí 1858.“ [100] í júlíblaði Norðra 1858 auglýsir sýslumaður svo uppboð á eignum Lárusar er skyldi fara fram uppi á Eyrarlandi 1. sept. s. á. Til er listi yfir eigur Lárusar og við lestur hans hall- ast maður ósjálfrátt að þeirri skoðun Benedikts frænda hans að hann hafi verið gerður sveitarlimur að óþörfu. Eggert Briem sýslumaður hefur þó verið á annarri skoðun og tvímæla- laust haft eitthvað fyrir sér í þeim efnum. Hann var þannig yfirvald. Havsteens-hús á Oddeyri. Jakob Hav- steen kaupmaður, konsúll og etasráð byggði þetta hús og bjó þar með fjöl- skyldu sinni með mikilli rausn og glœsibrag. Hús þetta stendur enn þó öðruvísi sé nú útlits. Greinarhöfundur bjó sem stráklingur í norðausturálmu þessa húss (sést ekki á myndinni) og margar bernskuminningar því við það bundnar. Það er með þessa mynd eins og allar aðrar að engin kerfisbundin skrá er tilyfirþœr og verðurþví að geta sér til umýmislegt sem svo kannske fœr ekki staðist. Likur benda þó til að það sé etasráðið og Thora kona hans sem standa innan girðingar. Óvíst er um hitt fólkið þótt grunsemdir séu á lofti, t.d. að ungu mennirnir lengst til hœgri séu þeir brœður og synir etasráðsins, Jó- hann skrifstofumaður og Júlíus sem betur er þekktur sem sýslumaður þing- eyinga um árabil. Eign Minjasafnsins á Akureyri. En smíði „Lundar“ vakti athygli einhverra og hefur verið kvartað yfir þessum lögbrotum við amtmann sem krefur Eggert Briem sýslumann skýr- inga og hann svarar á þessa leið: „í háttvirtu bréfi frá 17. þ.m. hafið þér, herra amtmaður, látið í ljósi að þér hafið orðið þess áskynja að eig- endur Oddeyrar hafi í áformi að stofna þar búðsetumannaþorp,* og hafið þér beðið oss undirskrifaðan að segja álit vort um þetta fyrirtæki. * Leturbreyting min. — E. E. Heima er bezl 61

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.