Heima er bezt - 01.02.1979, Qupperneq 13

Heima er bezt - 01.02.1979, Qupperneq 13
„Anno 1744. Mánudaginn þann 6. júlí að Holtum í Hornafirði setti sýslumaðurinn Sigurður Stefánsson hér- aðsþing og nefndi eftirtalda menn til að sitja réttinn: Sig- urð Ketilsson lögréttumann, Eirík Jónsson, Hall Gíslason, Konráð Þórólfsson hreppstjóra, Eirík Jónsson fyrrum hreppstjóra, Bjarna Jónsson, Ketil Jónsson og Jón Hin- riksson, búendur. Mættur svo fyrir réttinum hreppstjórinn Jón Sigurðsson, og var svo upplesið sendibréf Sigurðar Narfasonar, til sýslumannsins dat. Hoffelli 25. nóvember 1743, hvað sýslumaðurinn meðtekið hafi 7da febrúar þessa árs: hvar með Sigurður Narfason um kvartar að hann stolinn sé sauðum, af Arngrími Jónssyni í Hoffelli, en hann hafi meðgengið einasta eina veturgamla á tekið hafa frá Sigurði, segist og hyggja Þorbjörgu konu Arn- gríms í sinni sök flækta: óskar fyrir á réttur, og stefningar yfir fyrrnefnd hjón: Bréfið áskrifað við réttinn Not: A: Þessu næst framlagði hreppstjórinn Jón, beskikkelse (skipun) sýslumannsins, til hans, máli þessu í réttinn stefna, undir próf, dóm og lög, á þann 3. júlí þessa árs, en það beskikkelsi er daterað 16. júní 1744, upplesið og af- skrifað fyrir réttinum Not. B: Þessu næst framlagði hreppstjórinn Jón stefningu, þessu máli af honum gjörðu, til þeirra hjónanna, Arngríms Jónssonar og Þorbjargar Þorbjörnsdóttur, til heimilis verandi að Hoffelli: Stefnan kallar þau að mæta hér á þingstað þann 3. júlí þessa árs, fyrir réttinum dóm að líða, fyrir þjófnað þann, þau gjört hafi næstliðið ár, og síðan viðgöngu veitt, frá Sigurði Narfasyni í Hoffelli, á einni veturgamalli á, hvað fyrir Sigurður þau sakgefur. Stefnan er dat. 17. júní þessa árs, með undirskrifuðu nafni hreppstjórans Jóns. Upplesin og afskrifuð fyrir réttinn. Not. við acten C., vottanlega birt á heimili greindra hjóna, Arngríms og Þorbjargar, þann 17da júní, og genpartur (endurrit) Þorbjörgu afhentur. /: Opsættelse (frestur) í þessari sök, sem vegna forfalla gjört var af sýslumanninum til þessa dags, var og upplesið, hvar með tilkynnt var, að málefni þetta ætti nú fyrir að takast, og viðkomendur aftur því aðvaraðir að mæta þess datum að Stafafelli 28. júní næsta: Arngrími Jónssyni birt, og copie afsent þar af, 1. júlí 1744, sem vottanleg uppáskrift sýnir. Opsættelsið áskrifað við réttinn Not. D. Arngrímur Jónsson og kona hans Þorbjörg Þorbjörnsdóttir mæta hér, og meðkenna stefninguna, og opsættelsið, þeim birt, hvar þau segjast hér komin, til andsvara þessu máli.:/ Þau Arngrímur og Þorbjörg af réttinum tilspurð hvort þau viðurkenndu þjófnaðinn á þeirri veturgömlu á frá Sigurði Narfasyni í Hoffelli, svara þau uppá Já/: Þau aðspurð hvenær það verið hafa, svara um veturnætur (tíminn kringum fyrsta vetrardag) fyrra ársins. Þau eru tilspurð hvort þau hafi nokkur orsök hér tildregið, hungur eður harðindi, og bera þau það ei sér til málsbóta/: Enn þá fremur aðspurð hvort þau nokkuð hafi til forsvars sér, og kemur það ekkert fram /: heldur segjast að svo vöxnu tilstandi, vilja dóm líða í þessu máli/: Og að málinu svo rannsökuðu prætenderaði (krafðist) hreppstjórinn Jón / actor (opinber ákærandi) í sök þessari vegna Sigurðar Narfasonar / að af Arngrími dæmdar væru ekki einasta þjófnaðar bætur, heldur og þar að auki process (máls-) kostnaður/: Enn eftir framanskrifaðri rannsókn þessa máls, tilnefnir sýslumaðurinn þá 8 menn, sem til réttarins við þennan act voru öndverðlega nefndir, að þeir með honum dóm afsegi (kveði upp) sem meðdómarar í þessu máli /: hver svoleiðis féll af sýslumanninum og þeim afsagður:/: Það er fyrir réttinum hér á þingi opinberlega án nauðbeygingar meðgengið, af Arngrími Jónssyni og konu hans Þorbjörgu Þorbjörnsdóttir, að þau hafi stolið frá Sigurði Narfasyni að Hoffelli veturgamalli á um vet- urnætur næstliðins árs/: hver stuldur metinn er af réttin- um 10 álnir eður 20 fiska verð /: Forsvar upp á stuldinn hefur Amgrímur og kona hans Þorbjörg ekkert fram borið, þó þau margsinnis væru hér eftir-spurð: Því dæm- um vér fyrrnefndir menn, með sýslumanninum Sigurði Stefánssyni, að þau Arngrímur Jónsson og kona hans Þorbjörg Þorbjörnsdóttir, skuli fyrir gjörðan og með- kendan stuld, á þeirri veturgömlu á /Sigurðar Narfason- ar/ sem fyrir smástuld opinberan um þau að fyrsta bragði /missa sína húð í fangelsi: En í þjófsbætur betala þau til Sigurðar Narfasonar eingildi eða tvígildi, eftir mati rétt- arins, 30 álnir á landsvísu/: sem lúkt sé til Sigurðar á hans heimili fyrir næstu Mikaelsmessu (Mikjálsmessa, 29. sept.), og í málskostnað betala þau til Sigurðar 25 álnir, verðaura, að sama termini undir aðför eftir lögum, ef þau hafa þá ekki betalað. Og hafa þau nokkra midler sem missast mega, auk þessara dæmdu sekta, frá þeirra, og þeirra barna lífsnæring, þá hafa þau forbrotið þá sömu til kóngsins. Dómurinn er byggður á konunglegri fororðn- ingu (tilskipun) samt Norsku laga 6. bókar cap. 17, act 33 og 40. Dómurinn svo upplesinn hreppstjóranum Jóni Sigurðssyni og þeim hjónunum Arngrími og Þorbjörgu áheyranda, hvar aftur fylgdi straffsins álagning sama dag, en kennivaldið athugar sína skyldu við nefndar persónur nær þessarar dómslúttningar copíe því í hönd kemur. Að framanskrifað hafi sVo á þessu Holta héraðsþingi fram- farið meðkennir sýslumannsins hönd og nöfn, með vorum hér undirsett. Anno, die et loco ut supra.“ Sigurður Stefánsson Sigurður Ketilsson Eiríkur Jónsson Eiríkur Jónsson Konráð Þórólfsson Bjami Jónsson Ketill Jónsson Hallur Gíslason Jón Henreksson Á þessum tímum var um að ræða mjög mörg mál og málaferli, sem nútímamönnum þykja smámál. Réttartil- finning manna hefur að vísu jafnan verið misjöfn. Menn sætta sig misjafnlega við misgjörðir, en fólk lét vitanlega ekki svipta sig eignum eða mannorði bótalaust. Til dæmis að taka, var manni einum stefnt fyrir að segja við annan mann: „Þú ert bölvaður húðskelmir til orða og verka,“ og „enginn aktar þig heldur en helvískan hund.“ Svona tiltal þótti ærumeiðandi. Svona umtal getur að sönnu skapað ákveðna mynd af persónu í hugum ókunnugra. Eins og fram kemur af því sem hér að ofan stendur, var Sigurður Narfason í Hoffelli árin 1743 og 1744, en ekki verður séð, hvenær né hvaðan hann kom þangað. Á bændatali frá árinu 1735 voru þrír bændur í Hoffelli. Einn þeirra var Runólfur Narfason, sem vafalaust hefur verið sonur Narfa Jónssonar í Hvammi. Þeir Runólfur og Sig- urður hafa eflaust verið bræður. Menn þessir og bæjar- Heima er bezl 49

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.