Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 14
nafnið Hoffell tengjast því greinilega og verður nánar vikið að því síðar. Sumir hafa sagt, að Sigurður Narfason hafi verið bóndi í Öðrumgarði. Enn kemur dómabókin til hjálpar sem heimild. Hinn 5. júni 1747 varð mikil rekistefna út af því, að Valgerður nokkur Þórarinsdóttir hafði farið ólög- formlega úr vist i Öðrumgarði. Hún fór til Jóns Bjarna- sonar austur að Dal í Lóni. Fengu þau bæði miklar ákúrur og sektir fyrir. Vegna þessa máls var margt fólk kallað fyrir réttinn. Valgerður bar fyrir sig, að hún hafi „sagt það matmóður sinni, Guðbjörgu, og hafi hún svarað — og ætla ei að nauðbeygja þig að vera kyrr, fyrst þú vilt það ráða ... “ Gegn orðum Valgerðar lagði Eiríkur hreppstjóri (Jónsson í Arnanesi) fram bréf, dagsett í Öðrumgarði 2. júní 1747, með undirskrift „ ekkjunnar Guðbjargar Ara- dóttur,“ þar sem hún segir, að Valgerður „hafi aldrei við sig né sinn sáluga ektamann“ talað um að segja upp vist- inni í Öðrumgarði, þó svo að hún hefði haft nægan tíma til þess. Fyrir réttinum segir Guðrún Sigurðardóttir í Arna- nesi, að „ ... ei hafa Guðbjörg né maður hennar sálugi Sigurður, húsbændur Valgerðar, því lýst, svo hún viti, að Valgerður hafi þeim vistina uppsagt fyrra farandi ár.“ Vegna þessa máls er nú hægt að staðfesta það, sem sagt hefur verið, að Sigurður Narfason hafi dáið ungur, að hann hafi verið eiginmaður Guðbjargar Aradóttur, og að þau hafi búið í öðrumgarði. En hvernig stendur á því, að svona djúpt hefur verið á Sigurði Narfasyni? Aðalskýr- ingin er skortur á skjallegum heimildum, svo sem kirkju- bókum frá fyrri tímum. Af einhverjum ástæðum hefur ennfremur sú kviksaga komist á kreik, að hann væri úr annarri sýslu landsins. Það má geta sér þess til, að sauðaþjófnaðarmálið í Hoffelli hafi valdið miklum leiðindum. Um skyldleika kann að hafa verið að ræða. Hvernig stendur á því, að Ari Sigurðsson lætur skíra einn son sinn Arngrím? Var það ættrækni eða sárabætur? Eitt atriði má svo enn nefna. Það eru tengsl þessa fólks við Hoffell og Narfa ráðsmann. Narfi þessi var ráðsmaður hjá hinum brokkgenga Jóni Helgasyni sýslumanni, sem lengst bjó í Hoffelli. Má ef til vill segja, að Narfi hafi verið Jóni mátulegur og ekki gerði hann neitt ólöglegt. Sög- urnar af Narfa eru svona: ....Ráðsmann hafði sýslumaður, Narfa að nafni. Er sagt, að það hafi veri sá eini maður, er sýslumaður hafði beyg af. Narfi var stór og sterkur og beitti. því fullkomlega, ef því var að skipta, við hvern sem hann átti, og vildi sýslumaður fyrir engan mun missa hann. Sýslumaður hafði þá reglu, eftir að byrjað var að heyja á útjörð, að láta binda og flytja heyið heim síðustu daga vikunnar. Nú var það eitt sinn um miðja viku, að mikið lá fyrir af þurru heyi, en útlit fyrir rigningu. Leizt þvi vinnufólki ráðlegt að binda heyið. Var því maður sendur heim af engjum eftir reipum. En sýslumaður rak hann til baka, læsti húsi þvi, er reipin voru í og tók lykilinn í eigin vörzlu. Sendimaður fer aftur og segir, hvernig farið hafi. Hleypur Narfi til þegj- andi, tekur hest og ríður heim í skyndi. Er sýslumaður sér til ferða hans og þekkir Narfa, fer hann út í skemmu, tekur reipin, ber þau út og fer síðan inn. Tók Narfi reipin, lét binda heyið og flytja heim. Og er ekki annars getið en sýslumaður hafi látið sér það vel líka. Á þeim tíma var það venja að gera til kola, öðru nafni að fara í kolaskóg. Var viðurinn brenndur til kola á þeim stað, er hann var höggvinn. Dvöldust menn oft við þetta fleiri daga í senn, án þess að koma heim. Eitt sinn sem oftar fór Narfi í kolaskóg, en þótti nesti sitt lélegt. Vildi hann bæta úr því og tók þess vegna sauð, sem sýslumaður átti, skar hann og steikti sér á kolaglóðinni. Þennan sama dag rýkur sýslumaður að heiman og vill vita, hvernig gangi kolagerðin. Kemur hann þar að, sem Narfi er að steikja sauðinn og segir: „Nú eru stórar steikur á eldi, Narfi.“ „Stærri mega þær vera“, segir Narfi og þrífur eftir sýslumanni og gerir sig líklegan til að kasta honum á bálið. En sýslumaður brá sér undan, tók hest sinn og reið heim, og er þess ekki getið, að hann hreyfði þessu frekar. Sýslumaður hafði skjól fyrir sauði sína í helli austan- megin Hoffellsfjalls, og er nokkuð hátt upp í hann. Eitt sinn gerði mikinn byl, og voru sauðirnir þá vestan megin Hoffells, og gat sauðamaður við illan leik komið þeim heim að bænum, en ómögulegt að koma þeim lengra, þvi til hellisins var gegn veðri að sækja. Þá var kirkja í Hoffelli, annexía frá Bjarnanesi, sem nú var lögð niður fyrir nokkrum árum. Narfi sendir orð sýslumanni að láta af hendi kirkjulyk- ilinn, því að hann vilji láta sauðina í kirkjuna. Sýslumaður neitar því með öllu. En er Narfi fréttir það, fer hann til sýslumanns og segist munu brjóta upp kirkjuna, ef hann ekki fái sér lykilinn. Lízt þá sýslumanni ekki að halda lengur lyklinum og fær Narfa hann. Lét Narfi svo sauðina í kirkjuna, og voru þeir þar, meðan bylurinn stóð yf- ir . . . . “ Hvaða ályktanir sem menn vilja draga af sögunum hvað persónuleika Narfa ráðsmanns viðkemur, þá virðist Narfa-nafnið hafa horfið úr ættinni með öllu. Að lokum langar mig, fyrst Sigurður Narfason er nú fundinn, að gera nokkra grein fyrir afkomendum Narfa Jónssonar í Hvammi og bæta þannig við fyrrnefnda grein í Heima er bezt. Narfi Jónsson, f. 1666, og kona hans Sigríður Runólfs- dóttir, f. 1665, bjuggu að Hvammi í Lóni, Austur-Skafta- fellssýslu, árið 1703. Uppruni þeirra er enn óviss, svo og dánardægur. Hér á eftir verður getið þess sem vitað er um börn þeirra og barnabörn. Einnig verður getið annarra afkomenda eftir því sem vitneskja mín hrekkur til. Árni, f. 1698, sonur Narfa og Sigríðar, var hjá þeim í Hvammi árið 1703. Hann kvæntist (trúlofaðist 13. júlí s. ár) Rannveigu Jónsdóttur 17. ágúst 1727. Þau bjuggu á Kiðuvöllum 1735 og einnig á Hvalnesi, frá þvi um 1744. Sumir hafa talið þau Árna og Rannveigu barnlaus, en það mun ekki hafa verið svo. Af því sem í heimildum stendur má ætla, að þau hafi átt eftirtalin börn: Kristín, skírð 23. 11. 1730;7dn, sk. 1735 ,Jón, sk.„sjúkur á Hvalnesi“ 15. 1. 1744; Ásmundur, sk. 20.3. 1745; Bjarni, 50 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.