Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 32
Hannes og Þrúða dönsuðu saman og hún sagðist treysta sér til að gera hann að besta dansara í sveitinni, en þá vil ég fá að stýra dansinum. Hann sættist á það, — en bara þangað til ég er kominn vel upp á lagið, þá tek ég við stjóminni, sagði hann. Kristján og Ranka spiluðu mest fyrir dansinum. Þorsteinn og Guðrún voru svo upptekin hvort af öðru að það komst fátt annað að þar. Þessi sumarskemmtun tókst vel og stóð langt fram á nótt. 29.KAFLI. Seint í ágúst rann upp sorgardagur í Hvammi, a.m.k. fannst Dísu það. Það átti að leiða Goða á blóðvöllinn rétt utan við túngarðinn. Það var sett á hann fótband. Hann var hálf ósjálfbjarga með þetta. Dísa var gráti nær, er hún sá að þessi vinur hennar, sem hún hafði svo oft leitað athvarfs hjá, var svo hart leikinn. Þorsteinn átti að skjóta Goða með riffli sem geymdur var úti á vellinum, meðan þeir voru að tosa nautinu út úr fjósinu. Dísa var ekki lík venjulegu kvenfólki, því hún var sú eina, er vildi sjá er hann félli. Kempan sú var ekkert dauðaleg og honum líkaði illa að vera bundinn. Er út á völlinn kom, braust hann um fast. Ólmur og rammur að afli. Snögglega tókst honum að slíta sig úr bandinu. Hann varð frelsinu feginn og notaði sér það óspart. Piltamir forðuðu sér, því nú var Goði reiður og meira en það. Hann var baridóður. Brandur ætlaði að ná rifflinum en var ekki nógu fljótur og Goði réðist á hann. Hann náði taki á Brandi með hornunum og fleygði honum af sér aftur. Nú var Dísu allri lokið. Hún stökk niður af túngarðinum inn á völlinn og hljóp eins hratt og hún gat. Það var enginn smáræðis hraði á henni. Nú hugsaði hún aðeins um það eitt að bjarga manninum, sem hún unni. —T Goði minn; Goði minn, kallaði hún í gæluróm og hljóp beinustu leið að rifflinum. Hann staldraði aðeins við og hlustaði á þessa kunnuglegu blíðu rödd, nóg til þess að hún náði vopninu. Nú ærðist hann aftur og enginn mannlegur máttur gat stöðvað hann. Hann æddi að henni. Dísa var eins og valkyrja með kolsvart flaxandi hárið, hnyklaðar brúnirnar og dökku glampandi augun. Hún lyfti rifflinum, miðaði og skaut Goða svo eld- snöggt að undrum sætti. Hann datt steindauður að fótum hennar. Hún henti vopninu og leit ekki á Goða, en kraup niður hjá Brandi, er lá sem liðið lík og nú hágrét hún. Hún strauk um höfuð hans. — Brandur minn. Hún heyrði að hann andaði þungt. — Elsku vinur minn, sagði hún án þess að skeyta hið minnsta um að nærri allt heimilisfólkið var komið út. Kristján og Sigurbjörn tóku að sér að sjá um Goða úr því sem komið var. Þorsteinn var kominn á vettvang og hann horfði fast og rannsakandi á Dísu. Það var kannski vit- leysa, en hún sá ekki betur en það væri brosglampi í augum hans þrátt fyrir allt. Hannes kom grafalvarlegur með vatn og klút og rétti Dísu sem fór að þvo Brandi í framan og lagði kaldan klútinn á enni hans. Hún virtist ekki sjá neitt nema Brand og tárin streymdu niður kinn- arnar. Hitt fólkið var komið út en það beið eftir því, hvað úr þessu ætlaði að verða. Þrúða átti bágt með að bíða, en Snæbjörn tók fast utan um hana og sagði: — Bíddu systa mín. Þorsteinn athugaði Brand vandlega. Hann er hvergi brotinn, en töluvert marinn. — Vertu bara róleg Dísa, sagði hann. — Hann hefur fengið höfuðhögg, en það ætti ekki að hafa mikil eftirköst. — Þú ert skrýtin stúlka, sagði Þorsteinn lágt og engri lík sem ég hef áður þekkt. Ég næstum öfunda bróður- minn. En Dísa hlustaði ekki. — Brandur, sagði hún og lagði varirnar að eyra hans. — Elsku vinur, vaknaðu; Þá loks lauk hann upp fallegu augunum og hún horfði hugfangin á brosið sem hann sendi henni og nú brosti hún líka í gegnum tárin. Þrúða hvíslaði einhverju hálfkjökrandi að Snæbirni. Brandur tók hönd Dísu og sagði lágt; — Elsku litla stúlkan mín. Öll hans ást og þrá skein úr augum hans. Ranka var að tala við frúna sem nú var komin út. Hún hlustaði grant á Rönku og kinkaði kolli: — Já, ég skil. Hún gekk til Dísu og Brands er alltaf héldust í hendur. Hún laut niður og kyssti þau bæði og tár stóðu í augum hennar. Brandur brosti. Mamma; Ég þarf víst að láta bera mig inn. Ég er eitthvað svo stirður. Hann var borinn inn og lagður í rúm sitt. Hann var dasaður og með vondan höf- uðverk. Dísa var hjá honum og reyndi að hlynna að hon- um, þar til hann næði að sofna. Hann horfði hálf glettinn á hana, þrátt fyrir þrautimar. — Kysstu mig nú í staðinn fyrir kossinn í göngunum. — Hún roðnaði og kraup niðpr við rúmið. Þessi koss varð miklu lengri og innilegri en sá fyrsti. — Ástin mín, sagði hann. — Indæla, fallega stúlkan mín. Og nú sofnaði hann áængður. Hún var líka þreytt eftir alla spennuna og henni seig einnig blundur á brá. Þannig kom séra Halldór að þéim stundu síðar. Hann horfði á þau og brosti. Síðan fór hann hljóðlega út. Brandur var hraustmenni og náði sér alveg fljótlega. — Ertu hrædd við ástina núna, Dísa? spurði Ranka skömmu seinna. — Nei, ansaði Dísa. — Hún er yndisleg, þegar hún er eins og hún á og má vera. Þú veist það líka. — Já, Dísa mín. Ég veit það vel. 68 Heima er bezi

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.