Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 18
mannakofanum á bakka Þjórsár, gegnt Sóleyjarhöfða austan ár, og vaðið á ánni beint austur af fjallmannakof- anum. Um morguninn skiptir Sigurgeir fjallmönnum í leitir. Nú skyldi smala Arnarfell hið mikla og Arnarfellsver þennan dag, ásamt Jökulkrika. Með sér í Arnarfell kveður hann til fylgdar eftirtalda menn: Högna, Svein, Hilmar, Atla og Eirík. Hinir eiga að smala Jökulkrikann. Arnar- fellsmenn fara yfir Blautukvísl, skammt frá Þjórsá, halda sig sem næst ánni fyrst í stað, þar er þurrlendara en í sjálfum verunum. Er þeir hafa meir en hálft Oddkelsver að baki, sjá þeir kindur austur og inn með Þjórsá. Yrðu þær mannaferða varar, telur Sigurgeir hyggilegra að taka þær og koma þeim vestur í Múla, eða í veg fyrir þá síðar að deginum. Biður Eirík og Atla að sjá um það, en hinir halda fram sinni ferð. Kom brátt í ljós, að þessi ákvörðun hans var rétt, því þegar þeir félagar komu þar sem kind- urnar sáust, voru þær farnar, höfðu aðeins skilið teðslu eftir í bælum sínum. Þarna rennur Þjórsá í þrem kvíslum og sú austasta miklu mest, og austur við austustu kvísl árinnar eru þrjár kindur. Þeir félagar álykta, að hér sé um sömu kindur að ræða og sést höfðu upp með ánni, þær hefðu orðið mannaferða varar og ætli sér austur fyrir Þjórsá. í Þjórsárkvíslar leggja þeir félagar óhikað, ríða yfir báðar kvíslarnar, sem ekki voru mjög vatnsmiklar, en mikil sandbleyta á eyrunum meðfram þeim. Austasta kvíslin virtist óreið, en skammt frá henni voru kindurnar, sem auðsýnilega ætluðu sér austur yfir ána. Þeir félagar höfðu þó fyrir þær, en þær neituðu að fara vestur yfir aftur, þær varð því að handsama og setja þær út í fyrri kvíslina, en sandbleytan var slík að Eiríkur var næstum kominn upp fyrir stígvélin í eðjunni. Kindur þessar reyndust vera tvær lambær frá Steinsholti. Þetta tók allt meiri tíma en búist var við, þó flýta þeir félagar sér sem mest þeir mega í átt að Múlunum, skilja kindurnar þar eftir og halda för sinni beinustu leið sem næst götunum inn með Múlum og yfir Arnarfellskvíslina, skammt neðan mestu jökulruðninganna, sem eru öldur, grjóthæðir með ýmiskonar lögun, er jökullinn hefur ýtt fram í gegnum árin, með skriði sínu og sköpunarmætti en síðan yfirgefið. Syðstu brúnir þessara jökulruðninga, sem eru algrónar, hafa heitið Múlar svo lengi sem menn vita, þó sá er nafnið skóp sé óþekktur. Skriðjökulstungan, er skerst suður úr Hofsjökli á milli Hjartarfells og Jökulbrekku, en vestan Amarfellskvíslar, og sem hér kemur við sögu, er skeifu- mynduð, en þrengist til „hælanna“ milli fyrrnefndra kennileita, en nú yfirleitt kölluð Múlajökull. Er Eiríkur og Atli koma innfyrir Arnarfellskvíslina, eru hestar Sveins og Hilmars bundnir á streng neðan Jökul- brekku, eru þeir rétt að ljúka smölun í brekkunni. Þeir hafa tal af þeim, en halda strax af stað í átt til Sigurgeirs, hann er á leið suður með Arnarfelli austanvert og teymir hesta Högna, sem er á göngu uppi í fellinu, fyrir kindur vestarlega í brekkunni suðvestan í fellinu, skammt frá jöklinum. Nú er Sigurgeir glaður í bragði. Hann og Högni eru búnir að fara á innstu kinda-slóðir austur með Hofsjökli, smala Litla-Arnarfell og engra kinda orðið varir, fyrr en 54 Heima er bezt hér í brekkunni suðvestan í fellinu. Hann hefur einnig orð á, að sjaldan hafi gengið svona vel að smala fellin, og er léttur í tali. Þeir segja honum einnig sína ferðasögu, og allir gleðjast yfir unnum sigrum. En þetta er aðeins smá- stund, Sigurgeir tekur við hestum þeirra félaga, sem flýta för til Högna og veita honum lið við smölunina í Arnar- felli. Fljótlega komast þeir fyrir kindurnar án mikilla erf- iðleika, fjarlægja þær frá jöklinum og reka í átt til Sigur- geirs, sem er með hesta þeirra allra. Síðan er svo haldið í átt til Sveins og Hilmars í Jökulbrekku. Þar er lítið staldrað við, menn fá sér í nefið, skiptast á gamanyrðum, allir eru þeir félagar hinir ánægðustu yfir smöluninni, telja hana vel hafa tekist og enginn veit af neinni kind eftir. Fágætt mun það vera, að Arnarfellin séu smöluð án einhverra tafa eða erfiðleika, jafnvel mannrauna. Féð reka þeir niður með Arnarfellskvísl og yfir hana neðarlega við jökulruðningana, þar sem þeir eru lægri, ekki eins örðugir yfirferðar og kvíslin minna aðkreppt, þó hún sé ströng með grýttan botn. Erfiðleikar skapast við að koma fénu yfir. Það leggur ekki í jökullitað vatnið. Eins og gerist við slíkar aðstæður, hóa menn og hlaupa í kringum féð, hundur stekkur í hópinn, úr honum tætast þrjár kindur, ær og tvö lömb. Ærin leggur útí kvíslina aðeins neðar en féð fór yfir, með annað lambið, en hitt „tapar allri skynjun af hræðslu, hættir að hugsa, stekkur beint af augum upp með kvíslinni og leggur í hana miklu ofar en féð var rekið yfir, en kemst ekki uppúr, vegna bratta og hæðar á brún hennar, verður því viðskila við féð sem nú var allt komið yfir kvíslina“. (Orðrétt eftir E.K.E.). Sig- urgeir, Eirikur og Atli ríða upp með kvíslinni að vestan til að elta féð, sem slapp úr hópnum. Atli á eftir ánni og lambinu, sem hann hefur brátt að sameina fénu, án telj- andi erfiðleika. Sigurgeir og Eiríkur halda upp með kvísl, þangað sem lambið var að streða við að komast uppúr, en það var farið, er þeir komu á staðinn og leit var hafin. Þeir halda í vestur, meðfram jökulsruðningsöldum, víða strýtumynd- uðum hið efra. Milli þeirra og jökulsins er dálítið lón, er hefur afrennsli til austurs, milli tveggja ruðningshóla. Fyrir endann á þessu afrennsli krækja þeir að mestu, og Sigurgeir varar félaga sinn við vatni, sem er í slíkum dældum milli þessara ruðningsgarða, ekki síst þegar ís- myndun er yfir. Hann segir það í flestum tilfellun hreina ófæru, þar gæti verið um mikið dýpi að ræða, er hvorki væri manni né hesti fært. Þeir sjá ekki Iambið, en telja sig komna það langt, að það muni vera fyrir austan þá. Beygja því að jöklinum, vestan eins ruðningshólsins við enda lónsins er fyrr getur, og afrennslið er úr. Þá blasir lambið við þeim vestan í keilumyndaðri strýtu skammt austan við lónið, aðeins um tuttugu metra frá jökulbrún, að þeir telja. Álíka vegalengd er einnig frá þeim til jök- ulsins, en milli þeirra og lambsins er aðeins smáspotti, ekki yfir hundrað metrar. Fyrir lambið verður ekki komist nema að fara upp á jökulsporðinn, því hitt er ófæra, vegna jökullónsins, sem er á milli þeirra og lambsins. Lögun lóns þessa er sérstæð, vart yfir 15 metrar á breidd, en ívið lengra, mjókkar til vesturs og endi þess bogadreginn. Austurendi þess er breiðari, inn í hann næstum miðjan

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.