Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 7
skemmtilegur og hagmæltur. Á þessum tíma var mikið rætt um uppyngingar lækna, og er það allt frægt orðið. Brynjólfur kvað til að gleðja Gunnu pontu: Á öllu ráðin er nú bót, engir bráðum deyja. Vesöl kerling voðaljót verður yngismeyja. Jónas Sveinsson var helsti yngingalæknirinn hér á landi, en höfuðstöðvar heimsins í þessari grein voru taldar í Vínarborg. Gunna ponta var ekki smáfríð og þó sér- staklega munnófríð. Enn kvað Brynjólfur: Flugvél eina fáðu þér, farðu svo til Vínar. Dável líka munu mér munnbreytingar þínar. Ekki fyrtist Gunna ponta við þetta spé, og kom þeim vel saman, henni og Brynjólfi. Brynjólfur var tengdasonur Rósinkars á Kjarna. Einu sinni þegar ég var að keyra mjólkina til Akureyrar, var svo þétt setinn hjá mér bíllinn að það var eins og í fuglabjargi, bæði ofan á dunkunum og uppi á þakinu. Þar var Stefán í Fagraskógi og þar var Rósinkar á Kjarna og fleiri góðir menn, og nú vildi svo illa til hjá Viðarholti að einn af farþegunum dettur ofan af bílnum, og það er kallað í mig og sagt að hann sé dauður. Þetta var nú ljóta slysið, taut- uðu þeir ofan í manninn og drógu hann út á kant. Ég var að flýta mér til Akureyrar og mátti ekkert vera að þessu og sparkaði í delann og sagði: Hann er ekkert dauður, hel- vítis karlinn. Og mikið lifandi skelfing létti mér, þegar hann skrækti. Mér er þetta mjög minnisstætt, þvi að í rauninni var ég skíthræddur. Ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. — Sagt er að bílstjórar hafi haft mikla kvenhylli og þú færir ekki varhluta af henni. Er þetta satt, og var það þá þannig að kvennagull gerðust bílstjórar, eða urðu menn kvensælir af því að verða bilstjórar? — Áreiðanlega það síðara, að svo miklu leyti sem þetta er ekki þjóðsaga. Það var sagt að stelpunum þætti góð bensínlyktin, ég veit það ekki, ekki þótti mér hún góð. Ætli það hafi ekki verið þannig að þeim hafi fundist nokkuð til um bílstjórastarfið meðan það var nýstárlegt og fágætt. Við unglingarnir vorum ekki í vandræðum með tímann og létum okkur ekki leiðast. Oft vorum við á skautum, þegar svell lagðist yfir sléttlendið. Það kallaði Kiddi Egg- erts, bróðir Davíðs á Möðruvöllum, engjabrask. Pabbi las stundum á kvöldin fólkinu til fróðleiks og skemmtunar. Samkomur voru á Reistará og þar lærði ég að dansa. Barnakennsla var í farskólaformi og kennt mikið á Þrast- arhóli, Möðruvöllum og í samkomuhúsinu á Reistará. Árni Björnsson, áðurnefndur kenndi okkur og var ágætur kennari, stundum þó eins og svolítið utan við sig. Hann spurði mig einu sinni um einhverja fuglategund og ég tók dæmi og sagði: Það er nú langvían. Þá sagði Árni: Ég hef nú aldrei heyrt þann fugl nefndan. En ástæðan mun hafa verið sú að ég átti að nefna vaðfugl en glaptist til að tilgreina þennan alkunna sundfugl. Við vorum annars ár eftir ár efst í röð, Valgerður Guðmundsdóttir frá Þúfnavöllum, ég og Soffía Pálmadóttir frá Hofi. Ég var alltaf á milli stelpnanna. Pólitík var ekki mikil í sveitinni og allt með friði og spelyt. Náttúrlega urðu flokkadrættir um kosningar. Ég var stundum fenginn til að keyra fyrir Framsóknarflokk- inn, þegar þeir áttust við Bernharð Stefánsson og Garðar Þorsteinsson. Ég fór heim á bæina og hermdi eftir Bern- harði og sagði að kæmist Garðar á þing, myndi hann eyðileggja kaupfélagið. En flestir i sveitinni voru miklir kaupfélagsmenn og máttu ekki til þess hugsa, svo að þetta dugði stundum. En margir vildu fara dult með skoðanir sínar og kærðu sig ekki um að láta flytja sig í flokks- stimpluðum bílum. Annars hef ég alltaf verið frjálslyndur í pólitík og mis- jafnlega rækt föðurarfinn. Ekki veit ég hvaðan Kristjáni Benediktssyni borgarfulltrúa kom það, þegar hann slengdi því á mig að ég hefði nú ekki alltaf kosið Fram- sóknarflokkinn, og ég varð að játa að það væri rétt. — Hvenær byrjaðir þú fólksflutninga á bílum? — Ætli upphafið sé ekki að rekja til þess, þegar Unn- dór bróðir var í Menntaskólanum á Akureyri. Venja var að 5. bekkur skólans færi í langt ferðalag að loknu námi um vorið. Steindór Steindórsson var sjálfkjörinn fararstjóri í öllum þessum ferðum í þá daga, en gott var með þeim Unndóri og Steindóri. Urðu þessar ferðir oft stór- skemmtilegar, en erfiðar. Ég man það eins og það hefði gerst í gær, þegar Unndór var að herma eftir öllum kenn- urunum, en Steindór valdi til að sitja frammi í þá úr hópi nemenda sem hann taldi best kunna að meta og þola ýmsan vafasaman kveðskap. Það yrði of langt mál, ef ég færi að rifja upp einstakar ferðir af þessu tagi, en það man ég að Steindór varð að sætta sig við að Ragna Jónsdóttir, bekkjarsystir Dóra bróður, sæti frammi í, þótt kveðskap- urinn hafi kannski orðið eitthvað fábreytilegri fyrir vikið. — Þú varst fræg eftirherma ekki síður en Unndór. Hvernig gerðist það og gekk? — Ég held þetta hafi byrjað með því að ég var beðinn að herma eftir sr. Friðrik Rafnar í revíu sem var sýnd í Samkomuhúsinu. Ég lagði mig eftir að hlusta á erindi, sem hann flutti, en var latur að sækja kirkju. En eitt er nauðsynlegt í eftirhermum. Maður verður að lifa sig inn í sálarástand mannsins, einhvernveginn, annars er allt hálfónýtt. Ég held ég hafi ekki náð nema fjórum mönn- um, svo að ég væri sæmilega ánægður: Sr. Friðrik, Bern- harði Stefánssyni, Sigurði Guðmundssyni og Steindóri Steindórssyni. Ég komst í mikla raun á svokölluðu kostgangaraballi i Hótel Gullfoss, en þar var þá allt aristókratí bæjarins í kjól og hvítt. Við Steini frá Lóni borðuðum þarna saman þennan vetur og þetta var látið heita kostgangaraball til að losna við skatta og tilkostnað. Ég var við borð með Vemharði Sveinssyni og Jóhannesi skipstjóra frá Greni- vík og konum þeirra. Steini frá Lóni stjórnaði þessu og undir borðum skipar hann ræðumenn eftir vild sinni, og Heima er bezt 43

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.