Heima er bezt - 01.02.1979, Síða 29

Heima er bezt - 01.02.1979, Síða 29
Þættinum hefur borist beiðnu um birtingu tveggja ljóða, Drottningarinnar frá A Igeirsborg, eftir Sigfús Blön- dal bókavörð og orðabókarhöfund, og Sálm um hrakning Erlendar Guðmundssonar á Holtastöðum, ortum af séra Jóni Oddssyni Hjaltalín ári 1796. Ég sé mér ekki fært að verða við þessari ósk sakir lengdar kvæðanna sem hvort um sig myndi sennilega fylla nokkur blöð af Heima er bezt væru þau birt í heilu lagi. En ég get gefið upplýsingar hvar sálminn um Hraknings-Erlend megi finna, en um það eru margar heimildir. Ég kýs að vitna í sérfræðing minn um langdælsk málefni, góðkunningja minn og ná- granna, Guðmund Frímann skáld, sem minnist á Erlend í endurminningabók sinni, Þannig er ég - viljurðu vita það, og kom út fyrir síðustu jól. Ég hafði mikla ánægju af lestri þessarar bókar Guðmundar og tel hana hiklaust þá allra merkustu sem ég las þá. Guðmundur segir m.a. svo: „ ... Erlendur bjó lengi á Holtastöðum og dó þar 1824, að talið hefur verið. Erlendur Guðmundsson fékk viður- nefnið af hrakningum miklum sem hann lenti í 1796. Eftir þriggja sólarhringa stórhríð bjargaðist hann nauðuglega til lands austur í Flateyjardal. Um þennan hrakning orti séra Jón Oddsson Hjaltalín brag mikinn 1796. Bragur þessi, sem Hjaltalín kallar Sálm um hrakning Erlendar, og leggur honum í munn, er vafalaust lengsti sálmur sem ortur hefur verið í veröldinni, áttatíu erindi, átta hend- inga. 1 bragnum er þetta: Upphaf sögunnar þá er það, þegar að ártal var skrifað seytján hundruð Krists fæðing frá fimm ár og níutíu hjá, ég hélt til sjávar, herma skal, frá Holtastöðum í Langadal, út á Skaga að Ásbúðum og vildi starfa að haustróðrum. Samkvæmt þessu hefur Erlendur lent í hrakningunum 1795 en ekki ’96. Brag þennan gaf Sigurður gamli Er- lendsson bóksali út 1905 í litlu kveri, sem nú er orðið fágætt. Kverið heitir Sú mikla sjónin og draumvitran.... “ Svo verð ég að bæta fyrir yfirsjón og fljótfærni. í maí- hefti 1978 birti ég gamalt dægurljóð, Haustnótt á hafinu, og taldi höfundinn vera Snæbjörn Einarsson (S. E. stóð nefnilega undir). Jónína Þórarinsdóttir frá Þorbrands- stöðum í Vopnafirði, nú til heimilis í Reykjavík, benti mér á í bréfi dags. í september sl. að höfundur þessa gamla dægurljóðs myndi vera mágur hennar, Sigfús Elíasson rakarameistari, og var eitt sinn góðkunnur hér á Akureyri. Sigfús er látinn fyrir nokkrum árum. Ég ætlaði mér að leiðrétta þetta strax , en vegna mistaka, sem ég ætla ekki að tíunda hér, hefur ekki orðið af því fyrr en nú, og bið ég Jónínu afsökunar á þessari töf. Hún benti mér einnig á að erindin væru tvö en ekki eitt, sem birtist. Af þessum ástæðum ætla ég að birta þetta ljóð aftur og styðst við ljóðabók Sigfúsar, Urðir, sem kom út á Akureyri 1934, en þar er þetta ljóð birt. Lagið var vinsæll tangó. HAUSTNÓTT Á HAFINU Er vaggar skip á úthafs breiðu öldunum og undraljóma á sæinn máninn slær. En bjart er yfir báru hvítu földunum, er brosir máni á himni unaðs skær. Þá farmann dreymir um fortíð horfna. Hann fær vart blundað þó taki að morgna. — Dreymir. — En andvörp hans með öldugjálfri hljóðna þá, er Eygló morgunljóma á hafið slær. Svo þegar morgunsól, í austri, úr sævi rís og sveipar gullnri bæju um haf og lönd. Á haffletinum minninganna dansar dís. En degi fagnar sjómanns fósturströnd. Þá fæsta grunar hvað farmann dreymir, sem fólgna minning í huga geymir. — Dreymir. — í minninganna djúpi hyljast draumar þá, er dagsljós þerrar klökkva af farmanns brá. Kannast einhver lesandi við eftirfarandi ljóðlínur og höfund þeirra: Ástkæra, góða mamma mín, mig sem í fjarlægð sjúka grætur. Deyjandi hugur heim til þín hjartfólgna kveðju svífa lætur. Ég veit þín hjartasorg er sár. Ég sé í anda harma þína, og öll þín móðurástar tár, er þú fellir við burtför mína. Kannast einhver við kvæði (og höfund) sem í eru þessar ljóðlínur: Vinalega víkin mín, varin milli tveggja hlíða. Hér mun átt við Vík í Mýrdal. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. Kær kveðja. E. E. Sigurður Narfason ... Framhald af bls. 52. _________ á Fornustekkum, f. 1776. Þau bjuggu á Suðurhól og Fornustekkum. Börn þeirra: Ingibjörg, f. 10. 6. 1805; Guðný, f. 15. 7. 1806; Guðbjörg, f. 1807; Guðrún, f. 12. 7. 1809; Sigmundur, f. 1814 og Halldór, f. 8. 8. 1816. Kristín (yngri). Kristín Jónsdóttir, f. 1777, var vinnu- kona í Krossbæ 1801 og niðursetningur á sama stað 1861. Runólfur átti Oddnýju Jónsdóttur, f. 1788. Barn þeirra: Guðný, f. 15. 9. 1809. Vilborg Narfadóttir. Lítið er vitað um hana. Hennar er getið í prestsþjónustubók í nóvembermánuði 1730, hefur líklega aðstoðað við skírn. Heima er bezt 65

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.