Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 8
voru þeir óviðbúnir. Ég man að það voru sr. Friðrik, Jóhann Frímann og Gunnlaugur Tryggvi, allt hundvanir ræðumenn og fóru létt með þetta. En svo segir Steini allt í einu: Næstur tekur til máls Pétur Jónsson frá Hallgils- stöðum. Nú voru góð ráð dýr, og ég vissi ekkert hvað ég átti að segja, var alveg galtómur. En þetta var þegar ég var á hátindinum sem eftirherma, og nú lék ég djarfan leik. Ég vissi að sr. Friðrik væri sama, þótt ég hermdi eftir honum, en hafði einga hugmynd um frúna. En hvað um það, ég gekk yfir að borðinu til þeirra, mér finnst það skrýtið núna, stillti mér upp og byrjaði að snúa eitthvað út úr ræðu Friðriks og herma sem vendilegast eftir honum. Á eftir var dauðaþögn, allir stóðu á öndinni. En þá bjargaði frúin öllu saman. Hún stökk upp um hálsinn á mér og sagði: þú varst alveg eins og hann. Og salurinn ljómaði í fagnaðarlátum. Þakka þér fyrir Pétur minn, sagði Steini frá Lóni og greip í bringuna á mér. Þú bjargaðir sam- kvæminu. Ég tók oft mikla áhættu í sambandi við eftirhermurnar, og ég hef haft gaman af þessu fyrr og síðar. Ég gaf mig reyndar aldrei út sem hermikráku og tók aldrei eyri fyrir, en ég hafði eldrei frið. Stundum var ég heppinn, næstum með ólíkindum. Einu sinni vindur Halldór Ásgeirsson sér að mér á götu og segir að ég eigi að koma eins og skot upp á skrifstofu Ingimundar Árnasonar í kaupfélaginu. Hann gat frætt mig á því á leiðinni upp stigann, að Páll ísólfsson væri nýkominn í bæinn, og þegar Sigurður skólameistari hefði aðeins verið kominn í kallfæri við hann, hefði hann hrópað: Ósköp eru að sjá þig, Páll. Þú gengur eins og ræfill til fara. En þegar ég kem upp til Ingimundar, hver skyldi þá sitja þar annar en Páll ísólfsson, og Ingimundur verður skrýtinn og vandræðalegur, en lætur mig þó skilja að ég eigi að herma eftir. Ég sný mér rakleitt að Páli — ég var að koma utan úr sveit, en klukkutími síðan hann kom í bæ- inn — og segi með rödd Sigurðar skólameistara: Ósköp eru að sjá þig, Páll. Þú gengur eins og ræfill til fara. Og þar með var björninn unninn. Ingimundur stökk fagnandi upp úr stólnum og sagði: Þú mátt fara, en Páll varð að einu spurningarmerki. Hvernig mátti þetta hafa borist svo fljótt út, og hver var þessi furðufugl? Æi, þetta er bróðir hans Unndórs, sagði Ingimundur, og Páll brosti og sagði: Er það nú fólk. í revíu inni í Samkomuhúsi hermdi ég eftir Sigurði skólameistara. Bjarni bólstrari lék Boga Hólm snilldar- lega, en Bogi býður Sigurði Nútíðina úti á götu. í þetta sinn fann ég að salurinn var eitthvað öðruvísi en vant var, og ekki eins mikill hlátur og oftast áður, þegar ég gekk þegjandi yfir senuna með töktum Sigurðar. Ég skyggndist yfir salinn, eins og ég var vanur, og hann var sneisafullur, en viti menn: Þarna er skólameistari sjálfur á næstfremsta bekk. Nú vissi ég að annaðhvort var að duga eða drepast. Setti í mig kjark og tók á öllu sem ég átti til. Allt í einu stóð Sigurður upp og hrópaði: Gefiði hljóð, gefiði hljóð, þetta er ég, þetta er ég, og þegar allt var afstaðið, glumdu hlátrasköllin og Sigurður hló hæst af öllum. — Þjóðsagan segir margt af þér og Bernharði. — Já, ég þekkti þau Hrefnu vel, og mér gekk vel að Myndir úr 5. bekkjar ferðum M. A. 1. Lagt af stað, brœðurnir Pétur og Unndór við bílinn. 2. Pétur og ferðabillinn. i.Hér munaði mjóu, fáir munu eftir /eika. 44 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.