Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 12
ARNGRÍMUR SIGURÐSSON: Sigurður Narfason að eru tildrög þessa þáttar, að árið 1975 hafði Gísli Bjömsson fyrrv. rafveitustjóri á Höfn sent mér greinargott yfirlit yfir afa mína og ömmur, langafa og langömmur. Einn elsti forfeðra minna, sem skjallegar heimildir eru til um, er Ari Sigurðsson, síðast bóndi á Skálafelli í Suðursveit. Kona hans hét Guðrún Gísladótt- ir. Sigurður faðir Ara var sagður Narfason, en heimildir vantaði. Sumir hafa talið að Ari væri Húnvetningur eða Þingeyingur, sbr. Byggðasögu Austur-Skaftafellssýslu, eða jafnvel að hann væri Eyfirðingur. Þetta var ekki úti- lokað, en mér þótti þó eðlilegt að leita að manninum í Austur-Skaftafellssýslu eða aðliggjandi sýslum. Á mann- talinu 1703 var aðeins einn Sigurður Narfason, 14 ára, í Tungu- og Fellasókn, Múl. I. Á sama manntali bjó að Hvammi í Lóni Narfi Jónsson með fjölskyldu sinni. Hann gæti hafa verið afi Ara Sigurðssonar. Að þeirri niðurstöðu komst t.d. Sigurjón Jónsson frá Þorgeirsstöðum í grein sem hann ritaði i 4. tbl. Heima er bezt árið 1967. Þessa grein sá ég ekki fyrr en í desember 1978. Snemma árs 1977 skrifaði ég frændkonu minni Ingunni Jónsdóttur, f. 1882, á Skálafelli og spurðist fyrir um Sigurð Narfason. I svarbréfi segir Ingunn meðal annars: „Ég vík mér aftur að Narfa í Hvammi. Móðir mín kallaði hann alltaf Narfa forföður sinn. Móðir mín, Sig- ríður Hálfdanardóttir frá Odda, var ættfróð. Ég var ekkert farin að hlusta eftir ættfræði þá, eins og mun vera um fleira ungt fólk. Það var ekki fyrr en eftir að móðir mín var dáin, að áhugi fór að vakna hjá mér á því að vita um Narfa Sigurðsson, sem móðir mín minntist oft á, þegar hún var að hvetja okkur til verka. Mér fannst hún líta svo mikið upp til hans. Ég fór til þeirra sem ég áleit ættfróða. Síðast fékk ég það svar, að þessi Narfi hefði aldrei verið til.“ Þetta er eðlilegt, ef Ingunn hefur spurt um Narfa Sig- urðsson, því að hann hefur ekki fundist. Hins vegar var Narfi Jónsson til, og það hlýtur að vera sá Narfi, sem móðir Ingunnar talaði um. Skyldleiki Narfa í Hvammi og Ara Sigurðssonar virtist mjög líklegur, einkum vegna nafnanna á afkomendunum. En hér var um líkur að ræða, og ég var ekki ánægður með það. í prestsþjónustubók Stafafellskirkju, sem mun vera hin elsta sinnar tegundar á íslandi, vantar það árabil, sem Sigurður Narfason gæti hafa verið fæddur á. í þessum efnum munar geysilega miklu um hvert tíu ára tímabil, enda er Sigurð ekki að finna í þessari elstu bók. Skrifað stendur: Leitið og þér munuð finna. Ég hélt áfram að leita að Sigurði föður Ara í ótal heimildarbók- um, handritum í frumgerð, á filmum af handritum, í kirkjubókum og ættartölum víðsvegar um land. Tilgát- urnar um aðrar sýslur gerðu leitina tafsama sem von er. Það yrði allt of langt mál að telja upp allt það sem fram kom í þessari leit. Þó nokkrum sinnum hélt ég mig kominn á sporið, en aldur og venslafólk sýndi fljótlega, að svo var ekki. Um haustið 1978 hóf ég leit í heimildum, sem ekki virtust hafa verið kannaðar áður. Heimildir þessar eru dómabækur Skaftafellssýslu. Það má segja, að menn séu tregir til að ætla ættingjum sínum að vera þar á blaði. Sjálfur ætlaði ég forföður mínum heldur ekki neitt illt. í dómabókum er getið mikils fjölda fólks, sem á ekki beina aðild að sakamálum, heldur er einungis á þingi til full- tingis sýslumanni eða er fyrir rétti sem vitni. Dómabækur eru hinar fróðlegustu. Innihaldsins vegna eru þær ef til vill ekki bókstaflega skemmtilegar aflestrar, en þær eru áhugaverðar að ýmsu leyti. Eins og kunnugt er, gengur mönnum misjafnlega vel að lesa gömul handrit. Það er ekki einungis vegna óvana, heldur eru rithendur ákaflega misfallegar og mislæsilegar. Ég var til dæmis búinn að fletta tveimur elstu dómabók- unum án þess að skilja efnið til hlítar, enda leitað að mannanöfnum sérstaklega. Vegna ónógs skilnings á efn- inu, byrjaði ég á nýjan leik í nóvember 1978. Mig langar til að koma hér að þakklæti til Bjarna Vilhjálmssonar þjóð- skjalavarðar og Gríms Helgasonar handritafræðings fyrir lipurð og þolinmæði við að hjálpa mér að lesa þetta gamla efni. Þriðjudaginn 5. desember var ég síðdegis að rýna í Dóma- og þingbók Sigurðar Stefánssonar sýslumanns í Austur-Skaftafellssýslu 1743-1750. Dómabók þessifannst í altarinu í Stafafellskirkju í Lóni. Bókin er í merkilega góðu ástandi, enda hefur verið farið mjög vel með hana. Pappírinn hefur verið góður og blekið líka. Skjalafræð- ingar nútímans hafa áhyggjur af lélegum pappír, og þeir treysta ekki kúlubleki eins vel og því litsterka vatns- blöndubleki sem fyrrum var notað af skrifurum og bréf- riturum. Klukkan um 16:40 rak ég augun í nafnið Sigurður Narfason. Maðurinn hafði þá verið til. Vegna þess að þetta er mér vitanlega eina heimildin um tilvist þessa manns, fylgir hér að nokkru leyti endurstafsett endurrit úr dómabókinni: 48 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.