Heima er bezt - 01.02.1979, Síða 19

Heima er bezt - 01.02.1979, Síða 19
gengur fleygur, ekki ósvipaður hóftungu á hesti að lögun, sem er slétt, en ísi hulin. Lónið sjálft er lagt tveggja senti- metra þykkum ís og uppúr því standa jakar á víð og dreif, eins og víða er einnig í nágrenni þess. Þeir stíga af hestum sínum, hjá ruðningsnípu við vesturenda lónsins, og Sig- urgeir ákveður að ganga á jökulinn, en biður Eirík að sjá um hestana. Lambið stendur hreyfingarlaust vestan í nípunni og fylgist með ferðum Sigurgeirs, er hann gengur vestur fyrir lónið og upp á jökul, fer svo í sveig til austurs og stefnir síðan á lambið. Hann verður að stökkva yfir nokkrar jökulsprungur, sem á leið hans verða, hyldjúpar vatnsrásir frá sumrinu, sem Eiríki sýnast sumar allbreiðar og finnst þetta vel gert af sjötugum manni. Hann óttast að vísu ekkert um Sigurgeir, en fer að hugsa um, hvað hann hefði nú til ráða, ef þessari öldnu kempu yrði nú fótaskortur og félli í einhverja sprunguna. Niðurstaða þeirra hugleiðinga var næsta lítil, næstum engin. Hann hafði ekki einu sinni spotta meðferðis, sem til neins myndi duga, hvað þá ef um alvarlegt slys væri að ræða. Línuspotti var enginn tiltæk- ur, hvað þá stöng eða stafprik. En Sigurgeir kemst þetta allt án stórra erfiðleika að séð verður, heldur niður af jöklinum í átt til lambsins, er alltaf bíður og fylgist með ferðum hans. Af stuttu færi lætur hann hundinn taka lambið, sem heldur því, uns hann tekur við því sjálfur. Allt hefur gengið svo vel sem verða má, og Eiríkur fylgdist með öllu þaðan sem hann var með hestana. Hann heldur þegar af stað, gengur og teymir hestana yfir urð- irnar sunnan jökulruðninganna, sömu leið og þeir höfðu áður farið. Stefnir fyrir enda útrásarinnar, sem fyrr getur, þar álítur hann Sigurgeir koma austur af með lambið, eða þá austar, það er aðeins smáspölur á milli þeirra. Hann er rétt að nálgast vatnsrásina er hann heyrir Sigurgeir kalla. Hann skynjar strax, að hér hafi orðið slys, sleppir hestun- um og stekkur upp á jökulruðninginn, og sér að Sigurgeir er fallinn í jökullónið með lambið og hundinn. Er i miðju lóninu. Reynir að svamla til lands. Sokkinn að miðju. Er í vatnsheldri kápu yst, sem þenst út af lofti og virðist hjálpa til að halda hönum uppi. Sigurgeir var ósyndur og það var Eiríkur einnig. Eiríkur stekkur að lóninu og veður útí, en við þriðja skref finnur hann engan botn og verður að hörfa aftur á bak til sama lands. Þá voru um tveir til þrír metrar á milli þeirra, er hann varð að snúa við. Honum virðist skemmra til Sigurgeirs af tungunni, sem fyrr er nefnd, stekkur þangað. En er fram á miðja tunguna kemur, er Sigurgeir lífvana og næstum sokkinn, aðeins höfuð hans uppúr. Á þessari tungu, sem jarðlag virtist vera undir, var flughált eftir frostleysi dagsins og bani vís ef fremst á hana væri farið. Fram af henni virtist Sigurgeir hafa fallið í lónið. En ástæðu fyrir því að svo fór, veit enginn, og skal engum getum að því leitt. Það er nokkrun veginn ljóst, að þegar hann hafði tekið lambið, hefur hann haldið beinustu leið að ístungunni. Þangað var greiðust leið og vegna tímalengdar gat hann ekki hafa farið langt, svo stutt var á milli þeirra félaga. Eiríki er þegar ljóst, að hér er hann einskis megnugur, aðeins áhorfandi að, er þessi sjötuga hetja, hverfur í djúp jökullónsins austan Múlajökuls. Smástund dvelur Eiríkur á staðnum, stígvél hans eru full af ísvatni, eftir tilraun til björgunar, en kulda kennir hann ekki, hugur hans er við annað bundinn en sína eigin líðan. Hann nær fljótt jafnvægi, áttar sig á aðstæðum, dregur upp lambið, sem er næstum þurrt og er við brún lónsins. Það hleypur til suðurs yfir jökulruðningana, en hundurinn kemst upp sjálfur. Frá slysstað heldur hann um hálf eitt, eða um hádegis- leytið, í átt til félaga sinna, sem eru við fjárreksturinn. Hjá þeim hefur hann skamma viðdvöl, því klukkan rúmlega þrjú er hann kominn suður að Bólstað, og þar hefur greitt verið farið. Hann hefur talstöð meðferðis og kallar Gufunes upp, sem svarar ekki strax, þar mun hafa verið kaffitími. Er stöðin næst, heyra þeir illa til hans, svo Sandbúðir bera tal þeirra á milli. Frá þeim heyrir hann vel. Hann óskar eftir þyrlu og kafara, svo fljótt sem verða má. Því er honum heitið og málið komið til úrlausnar hjá Slysavarnarfélaginu. Allt dregst þetta lengur en hann bjóst við, og þeim er langt sem bíður. Klukkan er næstum sjö þegar þyrlan kemur, með henni eru tveir íslenskir kafarar og Jón Guðmundsson yfirlögregluþjónn á Selfossi, en þyrlan er frá varnarliðinu á Keflavikurflugvelli. Flugmaðurinn til- kynnir að hann hafi fyrirmæli um að fljúga að Bólstað en lengra ekki, skilja mennina þar eftir og fara þegar í stað til Keflavíkur. Þetta vissi enginn um fyrr en inni á Bólstað. Og ástæðuna fyrir þessu segir flugmaður vera þá, að þyrlur vallarins séu þrjár, ein sé í viðgerð, önnur við skyldustörf, en samkvæmt reglum vallarins megi þar al- drei þyrlulaust vera. Hér væri aðeins um undanþágu að ræða, með þessu skilyrði. Útilokað var að koma mönnunum inn að Múlajökli án þyrlunnar, vegna vegalengdar og myrkurs framundan. Því fóru þeir allir aftur með þyrlunni, sem með henni komu. Jóni var skilað að Selfossi, en hinum til Reykja- víkur. Þegar um kvöldið ákveða þeir fyrir sunnan að fara inneftir á fjallabílum, og leggja af stað þegar um kvöldið. Fyrsti bíllinn er kominn inn að Bólstað um sjöleytið morguninn eftir, 11. september. Eftir skamma viðdvöl halda þeir á bílunum inn að Múlajökli, og er Eiríkur í för með þeim. Það voru sömu menn og komu kvöldið áður, auk bílstjóra. Ferð þeirra gengur ótrúlega vel á þessari torfæruleið, enda er bíll þeirra útbúinn fyrir svona torleiði og virtist næstum sama, á hvað honum var beitt, hvort heldur það voru grjótöldur eða jökulkvíslar. Og eftir slysalausa ferð komast þeir á áfangastað. Jökullónið hafði lagt um nóttina. ísinn var nú brotinn, ýtt frá sem hægt var og gúmbátur settur á flot. í bátinn fara kafararnir með langar stangir með krókum á endum og kanna aðstæður. I þessu jökulskolpi sést ekkert, fyrir sér verður að þreifa. Misdýpi er mikið, allt frá einum til tveim metrum upp í fimm til sex metra og botninn mjög ósléttur, stórgrýti eða sokknir jakar, en á milli þeirra skorningar og dældir. í einni slíkri dæld finna þeir Sigur- geir með krókstjökunum, ná honum upp án allra slysa eða óhappa og án þess að kafa, sem ekki mun auðvelt í jök- Heimaerbezt 55

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.