Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 28
Hvað út þau tóku enginn veit, því allt var dauða nær. Þau eru komin öll á sveit, en auður drúpir bær. Við nesið drynur dag og nátt hjá dröngum úfinn sær. Og brimsins löður leikur dátt með lík við bjargsins tær. í nóvemberblaði 1978 spurðist ég fyrir um tvö ljóð: Bœr- inn á nesinu og Nóttin eftir skipskaðann. Nokkrir lesendur gáfu upplýsingar sem að haldi komu. Höfundur ljóðanna er Þorsteinn Gíslason skáld og ritstjóri og birtust þau í kvæðakveri hans, Kvœði, sem kom út 1893. Bréfritarar virðast flestir hafa lært Ijóðin af uppskriftum sem sumir þeirra sendu afrit af. Uppskriftir þessar eru flestar furðu nákvæmar, því oft vill það við brenna að kvæði breytist talsvert í slíkum meðförum. Mikið hafa menn lagt á sig til að geta lært ljóð sem höfðuðu á einhvern hátt til þeirra. Sennilega myndu fáir gera slíkt nú á dögum. Ekki er mér kunnugt um hvort skáldið hefur haft einhvern sérstakan atburð í huga þegar hann orti þetta 1892. BÆRINN Á NESINU NÓTTIN EFTIR SKIPSKAÐANN Máninn um lofthvelið líður, ljósgeisla varpar á hrönn, er folur frá skýbaki‘ann skríður, sig skælir og glottir um tönn. Of húmfaldið hauðrið hann lítur frá himni' yfir skýjanna rönd; á varirnar bleikfölar bítur, en bárurnar kveða við strönd. Hann skyggnist um vogana víða, um víkur og eyjar og sker, og fölleitir ljósglampar líða um loftið, sem skýþrungið er. Við nesið drynur dag og nátt hjá drönguni úfinn sær. Með stafnþil hvít við ströndu lágt þar stendur lítill bær. Og jörðina‘ í draum- væran dvala hin dimmskyggða sveipar nú nótt. En öldurnar aleinar hjala úti við ströndina hljótt. Og björgin slúta* að myrkum mar. Þar maður lengi bjó; einn bátur öll hans eiga var, hann að eins lifði‘ af sjó. Á klöppinni selurinn sefur, en svartfuglinn blundar í tó. Og náttkyrrðin vogana vefur í værustu þögn og í ró. Hann setti eitt sinn öldujó á úfinn marargeim. En kólgan sundur knörinn hjó, — hann kom ei aptur heim. Eitt eyðisker öldurnar klýfur þar innst inn‘ í lítilli vík, og tunglsgeislinn starir þar stífur á ströndinni á nýrekið lík. Af hömrum ekkjan horfir þrátt á holfallandi mar; hún hyggur náinn liggja lágt á lagarbotni þar. Því öldurnar óku‘ upp á sanda, um útfiri liðu svo brott, og augnalok opin standa, um andlitið leikur glott. En brimið skekur bjargsins fót; við bláan unnarstein þar velkir hrönnin hrikaljót hans hvít og skinin bein. í ofviðri kveldinu áður þar úti þeir drukknuðu fimm, við skerið klauf bátinn bráður boði og alda dimm. Frá bænum heyrist barnakvein, en brimið öskrar mót og föður þeirra brýtur bein við bjargsins harða fót. Og einum, sem ætlaði1 að synda að utan og ná í land, á milli sín hrannirnar hrinda og henda'onum dauðum á sand. Þar er í búi býsna hart og börnin köld og svöng, þar vantar brauð, þar vantar margt þar vesöld býr og þröng. Og uppíloft líkið liggur þar lágu ströndinni á, og tunglið með háðglotti hyggur í helbrostnu augun á ná. 64 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.