Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 27
5 Pollurinn (Akureyrar- pollur) Verslunarstaðurinn Akureyri átti til- urð sína að þakka Pollinum. Olavius kallar hann Hofsbót í frægri ferðabók sinni frá 18. öld. Og til er örnefni uppí fjalli, Hofshamar. Enginn veit hvernig á þessum nafngiftum stendur. Pollurinn var ekki einungis af- bragðs góð höfn, heldur var hann ásamt innanver’ðum Eyjafirði, matar- búr akureyringa og héraðsbúa. Þær eru ekki fáar heimildirnar um alla þá síld, sel og silung og annan fisk sem veiddist í Pollinum og á Eyjafirði. Útlendir ferðamenn sem hingað komu geta sildveiðanna og þess að verslunarstaðurinn stæði á öðrum endanum í aflahrotum. Jón Espólín getur þess að um 60 manns hafi verið að síldveiðum á Akureyri þegar Jör- undur Hundadagakóngur kom þang- að á yfirreið sinni norður í land á sumardögum árið 1809. Svo einhverj- ir fleiri hafa verið þar að en akureyr- ingar. Enda er það staðreynd að menn og skepnur björguðust af í hörðum árum vegna sjávaraflans sem þarna fékkst. í bréfi séra Einars Thorlacíusar í Saurbæ í Eyjafirði til Finns Magnús- sonar prófessors í Kaupmannahöfn, ritað 25. sept. 1823, segir m.a.: „ ... Líka hefir mörg heppni steðj- að að sýslu þessari í ár, frægasti há- karls- og fiskafli, og nú í sumar dæmafár af hafsíld á Eyjafirði, um 2000 tunnur. ...“[103] Og ennfremur í öðru bréfi til sama manns 20. ágúst 1827: „ ... Síldarafli hefur verið einhver hinn frægasti í Eyjafirði í sumar, en flestar aðrar bjargir í ár bannaðar norðanlands.... “ [104]. Svo virðist sem ádráttarveiði við Pollinn hafi verið háð leyfi landeig- enda. Handfæraveiði á miðjum Poll- inum hefur þó sennilega verið hverj- um manni heimil. Ekki veit ég hversu miklum ann- mörkum ádráttarveiðin var bundin, en ég ímynda mér að verslanir og landeigendur hafi heimilað veiðar gegn vægu gjaldi í einhverri mynd, því annars hefðu þær ekki verið jafn algengar og raun ber vitni. Veiðar úti á firðinum hafa þó að mestu verið frjálsar. í bannbréfabók Eyjafjarðarsýslu frá árinu 1845 má lesa um bann við ádráttarveiði á eignasvæði við Poll- inn. Bann þetta hefur áreiðanlega verið hengt upp í einhverri verslun- inni eða á öðrum fjölförnum stað, mönnum til eftirbreytni: „Við undirskrifaðar fyrirbjóðum hérmeð öllum og sérhverjum að draga fyrir síld eður silung fyrir okkar landi hér á höndlunarstaðnum, en land okkar nær frá Búðargilslæknum, og þó rétt suður fyrir hann og útí stjaka þann er stendur upp dálítinn spotta fyrir norðan okkar ysta eður norðasta hús utan við veginn útmeð sjónum við Stóra-Eyrarlands landareign. Alla aðra brúkun á téðri lóð eður strönd- um bönnum við einnig, en einkum að fara þar á land með nettóg eður bátaf þeim sem eru að fyrirdrætti, því slíkt mundi fæla burt þær síldartorfur er þá vera kynnu í nánd við ströndina, og við mundum veitt geta. Eyjafjarðar höndlunarstað þann 13da maí 1845. K.C. Lever. Wilhelmine, födt Lev- er. Þinglesið á Hrafnagils manntals- þingi þann 17da maí 1845 og í Eyja- fjarðarsýslu bannbréfa- og pantabók fol.96, innfært. Borgen.“ Borgen var sýslumaður í Eyjafjarð- arsýslu og danskur maður. Ég þekki ekki hversu banni þessu var hart framfylgt, en í Norðra Sveins Skúlasonar, mars 1860, er sagt frá því hvernig einn verslunarstjórinn og bræður hans fóru að á bjargarlitlu ári: „ ... Fyrstu dagana í þessum mán- uði kom síldarvaða hér inn á Eyja- fjörð, og fengu þeir Edvald Möller kaupmaður og bræður hans í fyrir- dráttarnet sitt hér um bil 900 tunnur af síld þá tvo daga sem fyrir varð dregið. Þessi mikla guðsgjöf var því ómetanlegri, sem bjargræðisskortur- inn meðal fólkjhér í nærsveitum mun vera tilfinnanlegur, og það svo að til vandræða horfði, hefði þessi hjálp ekki komið. Þeir bræður, sem standa fyrir veiði þessari, eiga hinar mestu þakkir skilið fyrir dugnað sinn að afla hennar og hið sanngjarna verð er þeir seldu með afla sinn, því vér fullyrðum það, að fjögur mörk fyrir síldartunn- una er hið mesta gjafverð, og betra en öll önnur matarkaup er nú gjörast.“ [98] Dægradvöl. Benedikt Gröndal. Mál og menning. Rvík 1965, bls. 36. [99] Sama og [93]. Lárus Zophoníasson amts- bókavörður heldur því fram í þessari ágætu ritgerð sinni Um upphaf byggðar á Oddeyri að fyrsta verslun Gránufélagsins hafi farið fram í „Lundi,“ húsinu sem Lárus Hallgrímsson byrjaði smíði á. Þetta finnst mér að þurfi að athuga betur án þess þó að ég geti beinlínis afsannað þessa skoðun Lárusar. Tvennt ber ég fram skoðun minni til styrktar: 1) „Lundur" hlýtur að hafa verið miklu stærri en meðalskemma á þingeysku býli um þessar mundir, jafnvel þótt hákarls- peninganna hafi verið farið að gæta í bættum húsakosti þeirra í Grýtubakka- hreppi. Lárus dregur ályktanir út frá bréfi Einars í Nesi til sr. Sigurðar Gunnars- sonar á Hallormsstað haustið 1873, sbr. og rit Arnórs Sigurjónssonar Um Einar í Nesi. - 2) 1 bókinni Þjóðhátíðin 1874, eftir Brynleif Tobiasson, standa þessi orð á bls. 168 og eru höfð eftir trúverðugum manni, Kristjáni H. Benjaminssyni hreppstjóra á Ytri-tjörnum: „ ... þá voru 3 hús á Odd- eyrinni.---Grána, þó ekki fullbyggð, annað lítið hús upp með ströndinni, horfið fyrir löngu, og þriðja Lundur sem stendur enn...." — Þetta „annað litla hús upp með ströndinni" finnst mér miklu líklegra sem verslunarpláss fremur en „Lundur" sem var spöl inni á eyrinni og vöruflutningar þangað erfiðari, þótt menn hefðu að sjálfsögðu ekki látið þá erfiðleika slæva hugsjónaeldinn. [100] Uppkast af embættisbréfi. Úr fórum Eggerts Briem. — HSk. [101] Sama og [100]. [102] Hér er höfð í huga þungorð grein Sveins Skúlasonar í blaðinu Norðra 4. maí 1857 um heimtufrekju verkafólksins og sjó- mannanna og sigldi í kjölfar hákarlsupp- gripanna. Gils Guðmundsson drepur einnig á þetta í Skútuöld sinni. [103] Þeir segja margt í sendibréfum. Finnur Sigmundsson tók saman. Bókaútgáfan Þjóðsaga. Rvík 1970, bls. 12. [104] Sama og [103], bls. 19-20. Heima er bezl 63

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.