Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 9
herma eftir Bernharði. Einhvern veginn náði ég aldrei Ólafi Thors, sem allir þóttust geta hermt eftir, og ekki Jónasi frá Hriflu, Jakob Frímannssyni ekki nema sæmi- lega og Bjarna Ben. Þeir segja að sumar sögurnar eftir Bernharði hafi ég- búið til, en það er nú ekki rétt. Ég færði þær í stílinn margar, og eina áttum við Karl Kristjánsson að mestu. Skrúfublað losnaði af flugvél og braut glugga eða hurð. Og nú sátum við Karl og veltum fyrir okkur hvað Bern- harð myndi hafa sagt við þessar aðstæður, við Hrefnu sína, og þá varð þetta til: Nú drepumst við, kona, og ég er ófullur, og það er þér að kenna. Hrefna vildi að vonum ekki kannast við þetta, en ég spurði þá Bernharð hvort hann myndi ekki geta hafa sagt þetta. Jú ætli ég verði ekki að viðurkenna það. Það gerðist margt skemmtilegt á Laugarvatni. Ég var elstur nemenda og lenti margt á mér í alls konar félags- og skemmtanalífi. Ég var strax kosinn varaformaður skóla- félagsins og síðan formaður. Við höfðum einu sinni framboðsfund fyrir kosningar í líkingu við landsmála- flokkana, og kom í minn hlut að tala fyrir Framsóknar- flokkinn, því að í þeirri stefnu var ég vel upp alinn. Jónas Björnsson, núverandi skrifstofumaður með meiru á Siglufirði, talaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en fyrir Al- þýðuflokkinn Óskar Ólason, núverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Ekki man ég hver var fyrir sósíalista, en þeir áttu þarna greinda og harðskeytta talsmenn. Það fór svo að ég samdi aldrei neina framboðsræðu, en fann Nýja dagblaðið með góðum pistli, að því er mér þótti. Ég var svo í einhverju flutningastússi og nærri búinn að gleyma fundinum, þegar kallað er á mig og sagt að ég sé næstur á mælendaskrá. Ég snaraðist úr ferðagallanum og í betri fötin og skundaði upp í pontu með Nýja dag- blaðið, og varð ræðan heldur snubbótt, en mér þótti gott að eiga nógan tíma til andsvara í seinni umferðunum, Jónas Björnsson gerði góðlátlegt gys að mér fyrir blaðið, en ég sagði að hann hefði áreiðanlega reynt að nota Morgunblaðið, ef hann hefði ekki skammast sín fyrir að bera það á mannamót. í þessum kosningum fékk Framsóknarflokkurinn nauman meiri hluta, og var Jónas frá Hriflu mjög hissa á hinu mikla fylgi Sjálfstæðisflokksins, þegar hann frétti af þessum kosningum. Ég afsakaði mig með þvi að Jónas Björnsson væri mjög vinsæll í skólanum og kvenfólkið hefði sitt að segja. Ekki vildi Jónas Jónsson taka þá af- sökun til greina, sagðist hafa heyrt að við Óskar hefðum ekki síður gengið í augun á stelpunum. Jú, það var þarna í skólanum ein rauðhærð, djöfull girnileg, og hún var þannig aðra vikuna að ég þóttist eiga í henni hvert bein, en hina vikuna lést hún ekki sjá mig. Og þetta sama gat Óskar sagt. Við skildum ekkert í þessum andskotans duttlungum, en rifjuðum upp að sætt væri sameiginlegt skipbrot. En svo ljóstraði hún upp leyndar- dóminum. Ég bara VERÐ að hafa tvo! Laugarvatnsskóli var ágætur og ég lærði þar mikið og undi mér vel. Seinna kallaði Jónas frá Hriflu mig fyrir og tók mér með viðhöfn og vildi láta mig koma til sín í Samvinnuskólann. Hann hefur víst ætlað mér eitthvert 4. Áning. Reiptog til skemmtunar. 6. Fastir i Lindakvísl. Heima er bezt 45

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.