Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 26
Oddeyri 1895. Oss virðist það nú liggja í augum uppi að búðsetumannaþorp á Odd- eyri sé bæði eftir löggjöfinni og öllum kringumstæðum öldungis óhafandi. Þar á móti höfum vér orðið þess varir að sumir álíta að handiðnaðarmenn, er hafa rétt og leyfi til að búa á Akur- eyri, megi reisa sér íbúðarhús hvar sem þeir vilja og þá einnig á Oddeyri. En vér getum ekki samsinnt þessu, með því oss virðist að þau réttindi sem handiðnaðarmenn hafa í verslunar- lóðinni nái ekki til sveitanna. En hvað sem því líður þá álítum vér æskilegt að Oddeyri verði keypt handa Akur- eyri sem kaupstað og „eventuel Commune“, og að þar verði ekki reist nein hús fyrr en það gæti orðið með röð og reglu undir umsjón bæjar- stjórnarinnar og byggingarnefndar- innar. Áhrærandi hús það er Lárus Hall- grímsson hefir byggt á Oddeyri, ber mér, Briem, að geta þess að ég hef ekki leyft þá húsbyggingu, en þó hef ég látið hana afskiptalausa, meðfram vegna þeirra ummæla eiganda Odd- eyrar, assistents B. Jónssonar, að hann þurfi að hafa mann á Oddeyri til að verja hana. Akureyri 21. maí 1858.“ [101] Um uppkast þetta af embættisbréfi verður ekki farið mörgum orðum hér, væri þó ærin ástæða til þess því þetta er merkilegt plagg sem gefur örlitla innsýn inn í þau þjóðfélagslegu átök sem áttu sér stað á þessu tímabili, þar sem bændur tókust á við bændur, þótt kynlegt þyki að taka svo til orða: út- vegsbændur gegn jarðeigendum. Útvegsbændur höfðu í ýmsu borg- araleg viðhorf af því þeir voru ánetj- aðir markaðskerfi sem studdist svo til eingöngu við útflutningsverslun, og athafnir við ströndina voru forsenda þess að hana mætti nýta sem best. Jarðaeigendur og fáir stórbændur þóttust í flestu vera sjálfir sér nógir í framleiðslu, vöruskipti í kaupstað voru aðeins balsam á tilveruna og skipti litlu um þjóðarhag, að þeirra áliti. Þeim fannst hagsmunum sínum ógnað af brambolti útvegsbændanna og þeir höfðu lögin og stjórnkerfið með sér. Eyfirskum stórjarðaeigendum hef- ur alveg þótt nóg um „gullæðið“ og heimtufrekju vinnufólksins sem fylgdi í kjölfar þilskipaútgerðarinnar, þótt ekki væri farið að auka á hana með stofnun búðsetumannaþorps á Oddeyri, sem svo kannske þýddi að þeir fengju allan lýðinn sem þangað væri stefnt á hreppinn þegar draumnum var lokið. [102] Afstaða Eggerts Briem sýslumanns í þessu búðsetuþorpsmáli er svo svo- lítið athyglisverð. Sem vörður laga og réttar átelur hann auðvitað lögbrotin, en grípur jafnframt tækifærið til að ítreka ennþá skoðun sína að vald- stjórnin kaupi Oddeyri svo hægt væri að koma þar á einhverju skipulagi og reglu. Hann hlýtur þó að hafa gert sér grein fyrir því að útgerðar- og versl- unarpláss fylgdi í kjölfarið eins og allt var í pottinn búið. Hans skoðun var einfaldlega sú að miklu betra væri að lögfesta rétt manna þarna til búsetu, frekar en að Pétur og Páll væru að taka sér hann í leyfisleysi eða á vafa- sömum forsendum, sbr. ummæli hans um skoðanir handiðnaðarmannanna á réttindum sínum. Ekki skal mikið rætt um það hvernig Eggert Briem setti lepp fyrir embættisaugað vegna smíði „Lund- ar“. Bjöm Jónsson og hann höfðu ýmislegt saman að sælda og mjög ólíklegt að Björn aðhefðist eitthvað það sem stofnað gæti kunningsskap þeirra í hættu. Miklu nær væri að álykta sem svo að Björn bæri ýmislegt upp við hann í vandasömum málum, sbr. bréfið útaf Eyrarlandsreikning- unum, áður nefnt. Þá þykir hlýða að benda á það, vegna þess sem á undan er skrifað, að í þessu embættisbréfsuppkasti er talað um eigendur Oddeyrar. Briem sýslu- maður tekur það að vísu upp úr bréfi amtmanns, því síðast í uppkastinu talar hann sjálfur um „eiganda Odd- eyrar“ o.s.frv. Þetta gæti bent til þess að skiptar hafi verið skoðanir valds- manna um eignarhaldið á eyrinni. En þetta skiptir þó engu máli því það varð aldrei ásteytingsefni svo vitað sé, og áður var minnst á. Smíði „Lundar“ hafði það hins- vegar í för með sér að menn fóru al- varlega að velta fyrir sér búsetu á Oddeyri. — 1859 eru taldir þar á manntali 18 manns og 1860 8 manns. Þar af Fjörubúi, Þorvaldur Gissurar- son, sem sagður er lifa á sjávarafla. ísinn var greinilega brotinn, byggð var í uppsiglingu á Oddeyri, þótt hún vaxi ekki verulega fyrr en Gránufé- lagið gerði eyrina að höfuðstöð sinni og fór að versla þar upp úr 1872. 62 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.