Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 24
Höfuðból Eyjafjarðar Það fer ekki milli mála að Björn Jónsson var ótvíræður forustumaður um það að byggð risi á Oddeyri. Um það farast m. a. Skapta Jósepssyni svo orð í áðurnefndri minningargrein um Björn látinn (Fróði, 13. tbl. 1886): „ ... Eftir 1850 fundu bæjarbúar til þess að ofþröngt mundi á Akureyri sjálfri fyrir húsbyggingar, og voru þá hugir manna tvískiptir með hvort stækka skyldi kaupstaðinn með því að byggja suður á Krókeyri eða út á Oddeyri, en Björn Jónsson hélt því síðara fram og festi í því skyni kaup á Oddeyri, og munu allir játa að það hafi bæði verið vel og hyggilega ráðið. Akureyri á því með sanni Birni Jóns- syni mikið að þakka og má hann vissulega telja meðal nýtustu borgara, ii Eftir að ljóst var að ekkert yrði úr Oddeyrarkaupum valdstjórnarinnar árið 1851, gerist ekkert markvert í byggðarsögu hennar næstu sex árin. Á þessum árum hefst þilskipaút- gerðin umtalaða við Eyjafjörð. Eng- um vafa er undirorpið að við það öðlast Oddeyrin nýtt gildi í huga Bjöms Jónssonar eldra, og kannske einnig Þorsteins á Skipalóni. Augljóst var að hvergi var betri aðstaða til út- gerðar og viðhalds þessara mikilvirku veiðitækja en þar, enda notfærðu þil- skipamenn sér hana, og því meir sem stundir liðu fram. Norðragreinin 1854, áður nefnd, bendir einnig til 60 Heima er be:t þess að menn hafi gert sér það ljóst frá upphafi að arðvænlegust yrði útgerð- in ef hún væri þeirra sem hana hefðu að aðalstarfi en stunduðu hana ekki í hjáverkum frá bústörfum. Reynslan sýndi einnig að sjósóknartíminn lengdist alltaf ár frá ári og bústörfin því látin sitja á hakanum. Forsenda arðvænlegrar útgerðar var því byggð við ströndina og Oddeyri var sem kjörin. En hér var við ramman reip að draga, ímyndaða hagsmuni jarðaeig- anda sem brynjaðir voru lagaboðum, og drepið var á í kaflanum um Björn hér að framan. Þá skeður það að þessi annars lög- hlýðni maður hugsar sér að sniðganga þessi lög og festa byggð á Oddeyri. En útilokað er að hann hafi verið einn um þessa ráðagjörð, eða átt hugmyndina að henni, hann var þannig maður. Böndin berast óhjákvæmilega að Eggert Briem sýslumanni þótt hann reyndi að hvítþvo sig þegar athygli hans sem yfirvalds var vakin á þessum lagabrotum. Á það má einnig drepa að Björn hefði aldrei náð tangarhaldi á sínum hluta Oddeyrar ef styrks Eggerts hefði ekki við notið. Eggert Briem er árið 1850 yfirfjáralandi Eyr- arlandsmaddömunnar sem seldi Birni Oddeyrina og salan hefði aldrei gengið án hans atbeina og vilja. Árið 1856 kemur maður nokkur til Akureyrar, sunnan af landi, Lárus Hallgrímsson að nafni. Hann sest að uppi á Stóra-Eyrarlandi, ásamt konu sinni og tveim fósturbörnum, eftir því sem ráða má af manntali. Hann hefur ofan af fyrir sér og sínum með dálítilli grasnyt úr Eyrarlandslandi en þó að- allega af smíðum, þótt vafasamt sé að hann hafi haft nokkurt bréf upp á þær. Svonefnt Hólshús í Reykjavík hafði hann þó smíðað áður en hann kom til Akureyrar. [98] Lárus þessi er kunnur af bókum sem Lárus dyravörður í Lærðaskól- anum á dögum Bjama Jónssonar (Johnsen) rektors. Hann var bróðir séra Sveinbjarnar Hallgrímssonar fyrsta ritstjóra Þjóðólfs og síðar prests í Glæsibæ í nágrenni Akureyrar. Þeir

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.