Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 10
Áð á Holtavörðuheiði 1945. Frá vinstri: Þorbjörn Indriðason, Agnar Stefánsson, Spónsgerði og Pétur Jónsson, Hallgilsstöðum. ákveðið hlutverk, en örlögin höguðu því á annan veg. Aksturinn varð mitt lífsstarf. Sú saga verður kannski betur sögð síðar, a.m.k. hefur Indriði Þorsteinsson áhuga á því, en eina sögu ætla ég að segja þér áður en þú ferð, þó tal okkar gerist nú nokkuð langt. Ég var að koma frá Reykjavík, hafði hruflað mig á sköflungnum og var kominn með hita á Blönduósi. Ég fór til Kolka læknis og hann bar á þetta penisillínduft eða eitthvað þess konar og bannaði mér að halda áfram, en ég fór samt. Bíllinn var þungur og erfiður og ég var alveg að sálast, þegar ég kom í hlaðið í Varmahlíð. Ég sá þar tvo eða þrjá menn, en ég var svo að fram kominn að ég gat ekki talað, gjörsamlega mállaus. Því síður komst ég út úr bílnum á venjulegan hátt, en gat látið mig velta. Almátt- ugur að sjá hvað maðurinn er drukkinn, heyrði ég sagt, Svo var ég borinn upp í rúm og sóttur læknir, og allt fór vel. — Er þetta það næsta sem þú hefur komist því að farast í akstri? — Næst því líklega, og þó. Ég stakkst ofan í gil milli Krossastaða á Þelamörk og Steðja. Ég keyrði ekki sjálfur, en bíllinn fór í ána og brúaði gilið. Ég lenti upp á þaki bílsins, mjög vankaður. Mér fannst í bili sem ég væri kominn heim, en ég var steinblindur. Svo heyrði ég stun- umar í bílstjóranum einhvers staðar og vatnsniðinn. Þá vissi ég að ég gæti ekki verið heima. Einhvern veginn tókst mér að brölta upp úr gilinu, sjónina fékk ég og gat staulast að Krossastöðum og sagt til félaga míns, en ég var víst meira en lítið skrýtinn þegar í Krossastaði kom. Ég var Þrír af eldri flutningabílum Péturs. Myndin tekin um 1945. alveg frá eftir þetta í þrjá mánuði, enda hálsbrotinn, en varð þó jafngóður á endanum. — Af hverju hefurðu aldrei gifst? — Ég ætla að svara þessu með sögu af vinum mínum Hrefnu og Bernharði, svona fyrst og til gamans. Ég veit þau fyrirgefa mér. Þau voru einu sinni á gangi heim úr veislu, og Bernharð var í þungu skapi, því að Hrefna hafði fengið hann til að fara úr veislunni fyrr en hann sjálfur vildi. Nú liggur leið þeirra um Bjarkarstíg framhjá húsi Davíðs Stefánssonar sem þá var enn á lífi. Þá segir Hrefna: Skyldi honum Davíð aumingjanum ekki leiðast að búa svona einn í þessu stóra húsi. Betra væri nú fyrir hann að hafa hjá sér góða konu. Bernharð gekk þegjandi litla stund, en sagði svo fastmæltur: Æi, ætli það sé ekki hvort tveggja jafnbölvað. Annars dreymdi mig einu sinni að ég væri kominn með giftingarhring. Ég ætlaði ekki að þora að gá á fingurinn, þegar ég vaknaði. Ósköp varð ég feginn að þetta hafði bara verið draumur. — Og þú hefur þó ekki fengið orð fyrir að vera hræddur við hitt kynið. — Nei, ekki beinlinis. En einhvern veginn hefur þetta nú æxlast svona. Ég held ég hafi hvekkst, þegar ég keyrði á B.S.O. Þegar karlarnir voru á fylliríi, var það eins og að nefna sjálft helvíti, ef það átti að keyra þá heim til kon- unnar. Aftur á móti vildu þeir alltaf láta mig kalla í stelpur úti á götu. Það gerði ég þeim reyndar aldrei til geðs. Ég ætla að biðja þig að minnast sem minnst á vísnagerð sem ég hef stundað að gamni mínu. Ekkert af því dóti hefur birst, né á að birtast, en ég orti mikið af afmælis- vísum á Laugarvatni og alltaf eitthvað til þessa dags. Og þá man skrásetjari eftir skeyti sem Pétur Jónsson sendi vini sínum, sem einnig hefur búið ókvæntur það sem af er ævinni: Þú hefur gengið gæfuveg, að gleðinni viltu hlúa. Ætlarðu að pipra eins og ég eða fara að búa? 46 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.