Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 22
GÍSLI HÖGNASON, LÆK: Hægt, aðeins hægt! Smásaga N onni f dal varð 14 ára í sumar og fermdur í vor, þó hann hefði ekki aldur til. En þá var sótt um það til biskups að mega ferma drenginn, eins og gert var með önnur böm, er líkt stóð á. Það var ekki svo lítill léttir fyrir barnmörg heimili, við hvert barn sem losnaði við lærið, átta vikur á hverjum vetri í þrjá til fjóra vetur. Munar um mannsliðið, sagði fullorðna fólkið; þó lítið sé. Ungling- amir gátu þó farið að vinna fyrir mat sínum, létta undir með fólkinu og öngla einhverju saman fyrir heimilið. Nonni hafði líka hlakkað til að komast í kristinna manna tölu. Ekki þó vegna fermingargjafanna, þó þær væru hreint ekki svo litlar og reyndust vera 11 krónur, sem hann var margbúinn að telja og ætlaði sér að leggja í sparisjóðinn „Gullfoss“ og nota svo til einhverra skyn- samlegra hluta fyrir sjálfan sig. Að lokum hélt hann eftir einni krónu, enda stóð þá rétt á tug, 10 var falleg tala og færi betur í nýju bókinni. Fermingargjafirnar voru auðvitað góðar. Þó var það önnur og dýpri gleði sem olli því, hvað Nonni þráði að komast í kristinna manna tölu, eins og það var nú kallað í þá daga. Eftir ferminguna myndi fullorðna fólkið líta á hann sem einn úr sínum hópi og hann yrði talinn maður með mönnum. Ef til vill ekki alveg eins, en svona hér um bil, eða svo fannst Nonna, að hlyti að verða. Þá yrði hann látinn hætta við að smala ám og kúm, en ætti fri á sunnudögum eins og fullorðna fólkið. Hann var búinn að vera smali síðastliðin sex ár. Sótt kýr kvölds og morgna, setið yfir ám fyrstu dagana eftir að fært var frá og síðan smalað þeim og rekið heim á kvöldin til mjalta, í kvíarnar í nátthaganum vestur á Hamri. 1 sumar myndi hann ekki verða hafður til snúninga, það kæmi í hlut Jónu systur hans, sem var tveim árum yngri. Þannig gengi það koll af kolli, þangað til allir krakkarnir væru fermdir. í sumar yrði hann látinn standa við slátt með karl- mönnunum og litið á hann sem einn af þeim, en ekki bara snúningakrakka, sem allir kölluðu til, hefðu umráð yfir og sendu hvert sem þurfa þótti, hvenær sem var. Nú var komin síðasta vika túnasláttar, Nonni og Júni voru að slá útskæklana af túninu norðan í túnbrekkunni og klukkan að verða átta að kvöldi, svo það var ekki nema einn og hálfur tími eftir af vinnutíma dagsins. Nonni stendur við orfið og brýnir ljáinn, skoðar eggina og bregður á nögl, eins og hann hafði séð föður sinn gera. Hann veit að það er þýðingarlaust að brýna lengi og fast, svo hann lætur brýnið ekki snerta eggina á ljánum. Það ýrði úr þokunni, svo nýju hvítu boldangsbuxurnar, sem móðir hans saumaði handa honum í vor, urðu svo stífar og meiddu hann á viðkvæmum stað. Áður en hann fermdist, hafði hann gengið í stuttbuxum úr vaðmáli sem náðu niður á hné og mórauðum sokkum upp á mitt læri, hnepptum í teygjuband, festu í buxna- strenginn. En í sumar hafði hann fengið hvítar buxur úr seglastriga, eins og hinir karlmennirnir. Buxurnar náðu niður fyrir hné, svo nú hafði hann sokkana utanyfir bux- unum og braut stroffið niður eins og fullorðinn maður. Honum var þó raun að, hvað hann var leggjamjór og pervisalegur. Það var einmitt svo fallegt að hafa mikla kálfa. Fæturnir voru líka svo langir og áberandi innan í bættu kúskinnsskónum, sem óðust út í döggvotu grasinu. Það glitti aðeins í Bæjarásinn í þokunni, sem sýndist helmingi stærri en hann átti að vera. Hrafnafjölskyldan var að fljúga á náttstað vestur á Stapann, þar höfðu hrafnahjónin átt bústað í vor. Þeim bregður fyrir eins og svörtum skugga í þokuveggnum, þöglum, með hröðu vængjataki, eins og þeir óttist að reka sig á einhverja hæðina í þessu svartnætti. Nonni stendur við orfið, það er líkast og hann finni ekki hvöt hjá sér til að hjakka þessi strá af þúfunum lengur. Væri hann smali mundi hann vera búinn að borða kvöldmatinn og færi svo að hátta. Líklega hefði hann einnig haft einhverja stund fyrir sjálfan sig um miðjan daginn. Nú var hann búinn að standa við orfið síðan kl. 7 í morgun og stæði til hálf tíu í kvöld. Hann hafði stolist heim þegar móðir hans var að strokka og sníkt sér köku- bita með nýstrokkuðu smjöri, en fann til dálítillar sektar- kenndar við að stelast heim frá orfinu. Það fylgdu því skyldur að vera talinn með fullorðna fólkinu, sem stund- um voru grannvöxnum dreng næstum ofvaxnar, það var hann búinn að reyna, þó hann hefði þar ekki orð um, enda ekki samboðið fullorðnum manni. Hann hrekkur við. Faðir hans kallar ofan af brekku- brúninni, að Jóna finni ekki kýrnar og hann verði að fara og leita þeirra. Brúnka sé heima á hlaði með hnakk, og Katlabrekkan sé óleituð. Drengurinn verður reiður, svar- ar föður sínum fullum hálsi, að hann hafi staðið við orfið í allan dag, komið kvöld, svarta þoka og farið að skyggja. Svo eigi að senda hann eftir kúnum. Honum dettur fyrst í hug að hafa fyrirmæli föður síns að engu, en verður 58 Heima er be:t

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.