Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.02.1979, Blaðsíða 15
sk. 23. 4. 1746; Bjarni, sk. 5. 4. 1747; (Kristín, sk. 6. 8. 1748); Þórunn og Jón, bæði skírð 30.4. 1749. (Á Reyðará 1801 bjuggu Páll Jónsson (48) og Þórunn Ámadóttir (53). Árið 1816 voru í Eydalasókn tveir.bænd- ur, Árnasynir, sem báðir fæddust á Hvalnesi: Bjarni i Fagradal (71) og Jón á Fremri Kleif (60). Svo litlu skakkar með fæðingarár Bjarna, að hann gæti verið sonur Árna Narfasonar, en miklu óvissara er með Jón). Steinunn Narfadóttir trúlofaðist 26. maí 1729 og giftist Jóni Þórarinssyni 24. júlí sama ár. Jón var sonur Þórarins Jónssonar frá Hvammi og konu hans Rannveigar Jóns- dótur. Hún var af Eydalaætt, dótturdóttir síra Jóns prests í Bjarnanesi Bjarnasonar. Rannveig bjó í ekkjudómi á Þorgeirsstöðum árið 1703. Fimm börn hennar voru hjá henni, Jón þeirra yngstur, 6 ára. Steinunn og Jón bjuggu í Byggðarholti og í Bæ. Börn þeirra voru þessi, eftir því sem næst verður komist: Sigríður, sk. 18. 4. 1730; Narfi, sk. 15. 7. 1731; Rannveig, sk. 9. 9. 1732; Margrét, sk. 2. 3. 1735; Þórarinn, sk. 20. 9. 1736, „ekki fullburða"; Guðrún, sk. 1. 11. 1738; Sigríður, sk. 5. 10. 1740, dó 19. s. m.; Þórarinn, sk. 31. 10. 1741 og Jón, skírður 14. 9. 1745. Sigríður Jónsdóttir átti Ásgrim ísleifsson, f. 1725, bónda í Dilksnesi. Hún var sögð „fornrýnin framar öðrum“. Þau hjónin eignuðust tvo syni: ísleif f. 1762, síðar bónda í Svínafelli í Öræfum, sem kvæntur var Halldóru Þor- steinsdóttur, og Jón, f. 1765. Árið 1816 sést að ísleifur og Halldóra eiga eina dóttur heima í Svínafelli, Sigríði, f. 22. 8. 1806. Sigríður ísleifsdóttir giftist 31. 5. 1827 Þorsteini Sig- urðssyni Þorsteinssonar. Þau bjuggu í Svínafelli. Þeirra börn: Halldóra, f. 27. 10. 1829, giftist 1850 Þorsteini Páls- syni á Hnappavöllum; Ljótunn, f. 2. 2. 1831, giftist Jóni Pálssyni í Svínafelli 1851; ísleifur, f. 1832, dó sama ár; ísleifur, f. 1834, dósamaár; Þorsteinn, f. 1837, dósama ár; Sigurleif, f. 1839; Anna Sigríður, f. 1844, og Guðrún, f. 1.2. 1846, sem giftist 1862 ísleifi Runólfssyni í Svínafelli. Þær systur sem giftust eiga marga afkomendur. Sigríður var orðin ekkja 1860, og árið 1868 fluttist hún með Guðrúnu dóttur sinni og fjölskyldu hennar frá Svínafelli að Stóra- bóli á Mýrum. (Bústaðaskipti við Eirík Eiríksson, ekkju- mann eftir Guðrúnu yngri Arngrímsdóttur frá Skálafelli). Jón Ásgrímsson eignaðist barn, Runólf, f. 11. 6. 1788, með Margréti Runólfsdóttur (ísleifssonar) á Hólum. Drengurinn var með móður sinni á Hafnamesi 1789, en hjá föður sínum í Dilksnesi 1801. Runólfur Jónsson kvæntist 25. ágúst 1816 Álfheiði Runólfsdóttur frá Bratta- gerði, f. 20. 8. 1790. Þau komu að Háhól frá öræfum, bjuggu á Miðskeri og eignuðust þar Ásgrím, f. 2. 1. 1817. Þau voru ábúendur á Brattagerði 1819-1822 og eignuðust þá son sinn Jón, í öðrumgarði næstu 6 ár og síðan í Brattagerði. Álfheiður dó 2. 12. 1841, en Runólfur 2. 6. 1855. Af Jóni Ásgrímssyni er það að segja, að árið 1802 trú- lofaðist hann konu á Svínafelli í Öræfum, Ólöfu Árna- dóttur, sem þar var með móður sinni, ekkju. Svo illa tókst til, að Jón drukknaði í Breiðárósi 1803 eða 1804. Vegna þessa atburðar fór ísleifur bróðir hans vestur í öræfi. Þar kynntist hann og kvæntist Halldóru dóttur Þorsteins bónda á Svínafelli Sigurðssonar og konu hans Guðrúnar Vigfúsdóttur. Á manntalinu 1816 má sjá, að þar eru á heimilinu tveir fóstursynir ísleifs, þeir Ásgrímur og Jón Runólfssynir, sonarsynir Jóns bróður Isleifá. Sigríður Jónsdóttir var á lífi 1789, en hún dó á Dilksnesi 21. maí 1798, sögð 69 ára. Narfi Jónsson, sem má ætla að hafi verið hinn frægi ráðsmaður, eignaðist son, Þórarin, f. 1770 eða ’71, en ekki sést hver móðir hans var. Þórarinn ólst upp hjá föður- systur sinni í Dilksnesi og var þar vinnumaður 1801. Rannveig Jónsdóttir mun ekki hafa giftst. Árið 1789 var hún vinnukona hjá systur sinni í Dilksnesi þar sem hún andaðist 17. júlí 1800, „69 ára, úr sömu brjósþyngslun- um.“ Guðrún Jónsdóttir er talin sú Guðrún sem átti Jón bónda á Felli Kolbeinsson, Túnissonar. Hún varð holds- veik. Dætur þeirra: Guðrún, kölluð „lögbók“, átti Jón „kórgala“ Steinsson; Helga, kona Þorvarðar bónda á Hofsnesi; og Gróa, sem giftist ekki, 1801 var hún hjá móðurbróður sínum á Felli. Þórarinn Jónsson bjó með konu sinni, Ragnhildi Sig- urðardóttur, á Felli í Suðursveit um aldamótin 1800. (Árið 1801 voru á Hvalnesi Ófeigur Jónsson og Steinunn Jóns- dóttir (48) og á Þorgeirsstöðum Einar Árnason og Sigríður Jónsdóttir (56)). Runólfur Narfason „trúlofast til ektaskapar“ 11. des. 1729 Oddnýju Þorleifsdóttur. Þau voru samanvigð 10. apríl 1730. Runólfur var bóndi í Hvammi, í Hoffelli (1735) og á Stapa (hugsanlega á Meðalfelli 1753). Þau hjónin eru sögð hafa átt mörg börn, en þau hafa ekki verið tilgreind. Um þær mundir voru skírð þessi Runólfsbörn í Stafa- fellssókn: Gróa, í ágúst 1730; Margrét og Guðlaug, 15. 7. 1731 og Guðlaug, 26. 12. 1732. Runólfarnir voru margir á þessu tímabili, t. d. einn Runólfsson, f. 1748. Enn mætti nefna Steinunni Runólfsdóttur, f. 1763, seinni konu Jóns Högnasonar og fyrrnefnda Margréti, en þær munu báðar, og Gróa líka, vera dætur Runólfs ísleifssonar. Hugsast gæti, að Runólfur Narfason hefði verið faðir Sigríðar, vinnukonu hjá Snjólfi bónda að Hvammi í Lóni 1746. Hún lýsti Jón nokkurn Þorláksson í Flatey á Mýrum föður að bami, sem hún eignaðist, en hann sór fyrir. Sigurður Narfason átti Guðbjörgu Aradóttur, f. 1710, Eyjólfssonar bónda á Bakka (1735). Þau voru búandi í Hoffelli 1743, en i Öðrumgarði 1745. Guðbjörg var orðin ekkja 1747, en bjó áfram í öðrumgarði (1753). Guðbjörg Aradóttir „sálaðist úr taksótt“ 22. júní 1794 (grafin 29. s.m.) „ekkja, 84 ára, til heimilis á Hólum“. Börn Guðbjargarog Sigurðar voru: Ari, f. 1739; Ólöf, f. um 1740 og Guðný, f. 1745. Aldur og ártöl Ara og Ólafar eru oft svo lik, að hugsast getur að þau hafi verið tvíburar. Ari Sigurðsson átti Guðrúnu Gísladóttur, Þórðarsonar bónda í Svínhólum (Guðrún skírð þar 6. nóv. 1747) og í Dilksnesi. Þau bjuggu fyrst á Arnanesi þar sem börn þeirra fæddust. Þau munu hafa búið í Hólum um nokk- urra ára bil, því að Guðrún, sem oft var ljósmóðir, var sögð í Hólum 1791. Við skírn 1793 voru þau „guðfeðgin hreppstjórinn Þorleifur Halldórsson og bóndinn Ari Sig- Heima er bezt 51

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.