Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1966, Qupperneq 3

Æskan - 01.05.1966, Qupperneq 3
cLCjciLpcirókipi& onin „Vonin“ siglir úr New York-höfn. J*yrir sjö árum iékk ungur læknakandídat í Banda- ríkjunum þá hugmynd, að föðurlandi hans bæri skylda til að hjálpa sjúku íólki í þeim löndum, þar sem það telst kraftaverk, ef sjúkir fátæklingar kom- ast undir læknishendur. Þessi læknir, sem heitir William Walsk, var mjög duglegur að tala fyrir þessari hugmynd sinni. Hann íékk marga áhrifamenn á sitt mál og tveimur árum síðar var hugmynd hans orðin að veruleika. 1 höfninni i New York lá gamalt orrustuskip, »Consolation“ að nafni. Skip þetta var fengið að láni og dubbað upp og breytt í sjúkraskip. Allan ntbúnað, lyf og vistir gáfu ríkir kaupsýslumenn. Peninga, sem þurfti til að reka þetta fyrirtæki, var aflað með opinberri fjársöfnun, og margir læknar °g hjúkrunarkonur gáfu sig fram til sjálfboðastarfa uni borð í þessu nauðsynlega hjálparskipi. Gamla orrustuskipið var nú málað skínandi hvítt og á hliðar þess var málað liið nýja nafn þess „Vonin", °g það var nafn með réttu, því „Vonin“ hefur gef- 'ð hundruðum þúsunda af sjúku fólki um allan heim von um hjálp og heilsu. Fólki, sem fyrir löngu hafði gefið upp alla von um að komast undir læknis- hendur. Á síðustu fimm árum hefur „Vonin“ siglt frá hafnarborg til hafnarborgar á þremur meginlönd- Urn. í hvert skipti, sem skipið kemur til nýrra staða, streymir fólkið um borð, fátækt fólk, sem annars hefði ekki ráð á læknishjálp, því öll læknishjálp er þar veitt án nokkurs endurgjalds. Jafnframt hefur „Vonin“ þjálfað mikinn fjölda lækna og hjúkrunar- kvenna. Á þessum árum, sem skipið liefur verið í notkun, hafa læknar þess framkvæmt þúsundir af uppskurðum og gefið milljónum manna lyf við alls kyns sjúkdómum. — L. M. Hér sést William Walsk rannsaka barn eitt, sem lagt hefur verið inn á eina sjúkrastofu skipsins. 203

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.