Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1966, Page 31

Æskan - 01.11.1966, Page 31
Þær syngja og lcika á gítara. Stúlkurnar í KFUK á fundi. Nokkrar stúlkur sátu kyrrar og prúðar og hlustuðu á ungan stúdent, sem sagði frá og hlýddi þeim yfir „kverið" þeirra. Þær voru við ferm- ingarundirbúning og ungi maðurinn aðstoðaði prestinn þeirra með því að taka þær til spurninga. Stúlkurnar hlustuðu með athygli. Þær höfðu heyrt svo margt nýstárlegt um þenn- an unga rnann. Hann safnaði saman drengjum á fundi, þar sem ýmislegt skemmtilegt og óvenjulegt fór fram. Friðrik hét hann, Friðriksson. Stúlk- urnar vissu, að fyrir örfáum mánuð- urn stofnaði Friðrik félag með drengj- unurn. Á fundum félagsins var sung- ið ntikið, farið í leiki, sagðar sögur og hlustað á Guðs orð. Stúlkunum leiddist, að þær skyldu ekki geta verið með á þessum fund- um. í lok spurningatímans gaf því ein stúlknanna merki. Hana langaði að spyrja að nokkru. árum, eða frá stofnun þess í apríl 1899. Og nú starfar það í mörgum deildum fyrir ýmsan aldur á fjórum stöðum í Reykjavík, og einnig í Hafn- arfirði, á Akureyri, Akranesi og í Vestmannaeyjum. Auk þess rekur það sumarbúðir í Vindáshlíð í Kjós. Þar hefur stór hópur stúlkna dvalið þrjá mánuði á hverju sumri frá því árið 1948. Nokkur ár þar áður höfðu stúlkurnar tjaldbúðir bæði í Botns- dal í Hvalfirði og suður í Straumi. Ótal telpur og stúlkur hafa gengið í KFUK eða dvalið í Vindáshlíð. Margar þeirra eru nú fullorðnar kon- ur, sem hafa tekið við stjórn félagsins af séra Friðrik Friðrikssyni. Stúlkurn- ar korna enn saman, áhugasamar og iðnar. Þær syngja, fara í leiki, sauma og lilusta á sögur, fai'a í ferðalög, föndra og margt fleira. En fyrst og fremst læra þær að elska Jesúm Krist, sem lét líf sitt á krossi fyrir þær. K. F. U. K. Hvað er það? Hún vildi vita, hvort stúlkurnar gætu ekki fengið að eignast sitt eigið félag, eins og drengirnir. Gæti hann ekki líka stofnað félag fyrir þær? Friðrik Friðriksson varð hálffeim- inn við þessa spurningu og vissi varla, hvað gera skyldi. Þó varð Jtað úr, að hann stofnaði félag með stúlkunum undir nafninu kristilegt félag ungra kvenna, KFUK. Stúlkurnar voru mjög áhugasamar, enda hafði félagið þeirra markmið: að ávinna ungar stúlkur fyrir Jesúm Krist. KFUK hefur vaxið og dafnað á 67 Sumarbúðirnar í Vindáshlíð. Þar una þær sér við útileiki

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.