Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1967, Qupperneq 27

Æskan - 01.10.1967, Qupperneq 27
Samband íslands, og skipaði það glím- u>ini efsta sætið í fyrirmælum sínurn um leika og kappraunir. Árið 1916 §efur Iþróttasambandið út glímubók- Ula, sem er fyrsta bókin sem það gef- Ur út. Hún er glöggt heimildarrit urn Slínru og um leið kennslurit. Glímu- 'Jókin er nú fyrir löngu uppseld og "l'áanleg. Nú er verið að hefja prent- un á nýrri glímubók, sem verða mun e^i síður kærkomin en gamla glímu- ')(,kin var. Hefur lengi verið beðið e*lir útkomu þessarar nýju glímubók- ‘ll> sem veita mun ýtarlegar leiðbein- ‘■'gar varðandi kennslu í glímu og um ^ímuna í heild. ^tofnað hefur verið sérsamband í Siínru, Glímusamband íslands (GLÍ) st°fnað 11. apríl 1965. II. Ég hef oft minnzt á, að glíman á ekki fyrst og l'remst að vera aflrauna- íþrótt, heldur á hún að vera grund- völluð á fimi, mýkt og snarræði. Bol og níð á ekki að líðast í glímunni og dómararnir verða að vera vel á verði með að glímulögunum sé framfylgt. Glíman er íslenzk íþrótt, sem hefur þroskazt með þjóðinni um aldaraðir. Hún er ein hin fegursta og bezta íþrótt, sem völ er á, ef lnin er rétt æfð og iðkuð. Glíman er jafnvægis- íþrótt, keppni rnilli tveggja manna, þar sem firni, snarræði og mýkt skipa öndvegi, en neyta á afls rétt í svip. Hún krefst kunnáttu, lagni, firni og orku, en einnig krefst hún skilnings á hæfni og getu mótherjans, svo og Hér er flokkur ungra glímumanna á æf- ingu hjá yngsta ungmennafélaginu, Ung- mennafélaginu Víkverja í Reykjavík. Þeir eru ánægðir og glaðir ungu piltarnir og það er auðséð að á milli þeirra hcfur tekist góð vinátta. sjálfstæðis, af því að í glímunni mætir maður manni, án þess að geta treyst á nokkurn annan en sjálfan sig. Glírn- an er skapgerðaríþrótt, sem krefst drengskapar í leik. III. Þeir, sem ætla að æfa glímu, hafa mjög gott af að æfa leikfimi. Fim- leikar eru góður undirbúningur und- ir glímuna. Glímuæfingar ættu að jalnaði að hefjast með léttri leikfimi í nokkrar mínútur til upphitunar og til að mýkja og liðka vöðvana. 387

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.