Æskan - 01.10.1967, Síða 30
SPURNINGAR OG SVÖR
Kæra Æska. Ég þakka þér allan þinn fróðleik og
skemmtun. Ég hef mikinn áhuga á sjómennsku og þess
vegna langar mig að biðja þig að segja mér eitthvað um
sögu togaraútgerðarinnar hér á landi. Ég er 11 ára gamall
og hef ákveðið að ganga í Stýrimannaskólann, þegar ég
hef aldur til.
Helgi.
Coot, fyrsti togarinn, sem keyptur var til Islands.
Svar: Við þökkum Helga fyr-
ir bréfið, og munum i fáum
dráttum reyna að fræða hann
um fyrstu ár togaraútgerðar-
innar hér við land.
A níunda tug nítjándu aldar
liófu Englendingar botnvörpu-
veiðar á gufuskipum. Á þessum
nýju skipum sinum sóttu þeir í
æ rikara mæli á íslenzk fiski-
mið. Hin gömlu fiskiskip sín,
kútterana, seldu þeir öðrum
fiskveiðijijóðum. Fjöldi af þess-
um gömlu skútum var keyptur
til landsins á árunum 1890 til
1905. Fyrsta tilraun iil botn-
vörpuútgerðar, sem íslending-
ar átlu blutdeild að ásamt út-
lendingum, var hin svokallaða
Vídalínsútgerð um síðustu alda-
mót og mistókst tilraunin.
Fyrsti togarinn var keyptur til
landsins árið 1905, „Coot“ frá
Grimsby, gainalt og Jítið skip,
150 smálestir brúttó. Stóð Ein-
ai i'orgilsson í Hafnarfirði og
fleiri fyrir kaupunum og var
skipið gert út þaðan. Útgerð
togarans gekk sæmilega, en
skipið strandaði nokkrum árum
síðar við Keilisnes. Þrem mán-
uðum siðar kom annar togari til
Reykjavikur, „Sea Gull“. For-
ustu um kaupin lntfði bænda-
höfðinginn Þorvaldur Bjarna-
son á Þorvaldseyri. Skipið var
rautt að lit og hlaut nafnið
„Fjósarauður" manna á milli,
vegna litarins og eigandans.
Skipið var gamalt og lítið, 126
smálestir að stærð. Vélar skips-
ins voru í ólagi og engin að-
staða til nauðsynlegrar viðgerð-
ar í landi. Varð cigandi togar-
ans fyrir miklu fjárhagslegu
tjóni á útgerðinni. Fy'rsti nýi
togarinn, sem byggður var fyr-
ir íslendinga var „Jón forseti",
233 smálestir að stærð, og eig-
andi var Alliance b.f. í Reykja-
vík, sem stofnað var árið 1905,
og starfaði l>að félag að íogara-
útgerð þar til á siðastliðnu ári.
Næsti togari, sem íslendingar
key'ptu frá Englandi árið 1907,
var „Marz“, eign íslandsfélags-
ins h.f. Aðalforgöngumenn Jiess
félags voru Jes Zimsen, kaup-
maður, og Hjalti Jónsson, skip-
stjóri. í kjölfar þessara nýju
togara komu mörg ný skip, og
stuðlaði binn nýi hlutafjár-
banki, fslandsbanki, mjög að
eflingu togaraútgerðarinnar, en
bankinn hafði hafið starfsemi
1904. Með togaraútgerðinni var
véltækni nútímans fyrst tekin í
lijónustu íslenzkra atvinnuvega
svo nokkuð kvæði að. Árið 1915
voru gerðir út frá Reykjavik 17
togarar. Togaraútgerðin kallaði
á nýjar framkvæmdir og þjón-
ustu, jók bún atvinnu og verzl-
un, einkum i aðalútgerðarbæj-
unum, Reykjavik og Hafnar-
firði. Er biklaust óhætt að
þakka þessari nýju útgerð, að
ráðizt var í liafnargerðina i
Reykjavik á árunum 1913 til
1916. En bin mikla bafnargerð
í Reykjavík hefur orðið lyfti-
stöng fyrir Reykjavíkurborg og
landið í heild.
Togaraútgerðin varð fyrir
miklu áfalli 1917, þegar banda-
menn kröfðust þess, að 10 tog-
arar yrðu seldir Frökkum, iil
varnar gegn kafbátahættunni,
sem þá var í algleymingi. I
stríðslok 1918 voru aðeins 9 tog-
arar í eigu íslendinga. Á árun-
um 1919 til 1927 voru keyptir til
landsins 44 togarar. Á árunum
1928 var keyptur einn togari á
strandstað, 1929 kom einn nýr
togari til landsins og annar
Jón forseti, fyrsti togarinn, sem smíðaður var fyrir íslendinga.
• ^ocf&rcuXtcj&rÖ á Zlólcmdl*
390