Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1968, Page 14

Æskan - 01.09.1968, Page 14
Ungastelpurnar sögðu, að fyrstur ætti Gulur litli að hoppa. Hann stökk eins og ekkert væri upp á lægsta steininn og þann næsta. Hann rétt komst upp á þann þriðja, en honum var ómögulegt að komast upp á fjórða steininn. Næsti liani komst líka upp á þann jrriðja, en ekki þann fjórða. Þriðji haninn hafði sig sæmilega vel upp á þann fjórða. Það stökk var að minnsta kosti tekið gilt. En Lubbakollur komst aðeins upp á þann þriðja, eins og hinir tveir. Þá voru fiðrildaveiðarnar eftir. Allir ungarnir áttu að taka þátt í þeim. Mæðurnar áttu að vera dómarar. Það var nú meiri spennan í loftinu. Ungastelpurnar voru svo spenntar, að þær gátu varla staðið kyrrar. Gulur litli Iiugsaði með sér, að það væri skammarlegt, ef einhver ungastelpan yrði hlutskörpust. fæja, það var raunar ekki óviðunandi, því að hann hafði unnið glæsilega sigra í dag og mátti því við því að verða af sigrinum í fiðrildaveið- unum. Þarna flögruðu fiðrildin, eins og þau biðu eftir því að verða veidd. Gulur litli brýndi gogginn við annan fótinn á sér. Það var betra að hafa veiðitækin í lagi í Jress- ari keppni. jæja, þar kallaði Toppa gamla, að þau skyldu öll vera viðbúin. Svo rak hin ungamamman upp hvellt gagg. Alll ungviðið þusti af stað. Fyrr en varði hafði ein unga- stelpan veitt fiðrildi og fært mömmu sinni það, því að hún átti að fá fyrsta fiðrildið, sem veiddist, en Toppa átti að fá það næsta og svo til skiptis, koll af kolli. Mikið var nú lioppað og skoppað í grasinu. Ungamömmurnar grétu af hlátri. Þær höfðu aldrei séð eins skemmtilega keppni, þó að þær væru fullorðnar og oft búnar að sjá unga keppa í ýmsu. Nú fóru fiðrildin að berast svo ört til gömlu mammanna, að þæf urðu að hafa sig allar við að fylgjast með því, hvað mörg fiðrildi hver veiddi. Það mátti með sanni segja, að þarna væri ólgandi fjör. Nóg var af fiðrildunum. Alltaf flugu fleiri og fleiri upp frá grasinu. Þegar veiðarnar höfðu staðið hæfilega lengi, að ))ví er mömmunum fannst, rak Toppa gamla upp snöggt gagg, — sem þýddi: „Hættið!" Því var samstundis lilýtt og ungarnir hópuðust um- hverfis mömmurnar. Það var óþolinmóður hópur, sem beið eftir úrslitunum. Loks kallaði 11 unga mamman upp úrslitin og tilkynnti: „í þessari keppni hafa þrjú orðið jöfn og liæst, hvert með 4 fiðrildi. Það eru Fótstutt, sem varð fyrst að koma með sín fjögur. Hin eru Gulur litli og Nebba. Þau urðu 338 hér um bil jafnfljót. Næstir með 3 fiðrildi eru Tísta litla og Labbakútur. Hin eru öll með 2, nema Skudda, enda hefur lnin verið liölt að undanförnu, því að hún stakk sig illilega á glerbroti." Mikið var rabbað um úrslitin. Gulur litli mátti sannar- lega vera ánægður með sinn hlut. 11. KAFLI Samtal við pabbann. Gul litla fannst hann hafa vaxið mikið í áliti við þann glæsilega sigur, sem hann halði unnið í keppninni. Hann gat varla um annað talað vð mömmu sína næstu dagana. Henni var íarið að þykja alveg nóg um þetta skraf hans. Hann var þó önnum kafinn dag nokkurn alllöngu síðar við að tína frækorn, þegar mamma hans kallaði til lians og sagði honum að líta upp. Og hvað sá hann? Þarna kom hinn tígulegi pabbi hans labbandi, marglitur, hnar- reistur og tígulegur. Og hann gekk þarna í fararbroddi fyrir mörgum fullorðnum hænum, sem allar virtust bera ótakmarkaða virðingu fyrir honum. „Nemið staðar," sagði pabbinn skyndilega. Allur skar- inn nam staðar undir eins. „Tínið hér,“ skipaði hann og hænurnar hlýddu. Svo gekk pabbinn upp á stóra þúfu, sem Gulur litli stóð fyrir neðan. Nú reigði pabbinn sig, lokaði augunum og söng svo kröftuglega, að Gulur litli varð alveg liissa. En hvað pabbinn var dásamlegur, þar sem hann stóð eins og óperusöngvari á sviði og tónarnir flæddu frá honum! O-ó. Nú gekk pabbinn niður af þúf- unni! Hann gekk í áttina til Guls litla. En hann gekk svo hnakkakertur, að líklega myndi hann ekki veita syni sínum athygli. Gulur litli gat ekki stillt sig um að ganga í veg fyrir liann og segja ósköp lágt: „Sæll, pabbi minn.“ Pabbinn nam staöar, leit niður fyrir sig, þar senr hann kom auga á Gul litla. Hann svaraði .ekki undir eins, en virti ungann fyrir sér. Loks sagði hann: „Sæll, góði minn. Hver ert þú?“ En hvað röddin hans var þróttmikil og fasið allt óvið- jafnanlegt! Gulur litli svaraði með hálfum hug: „Ég heiti Gulur litli. Ég er sonur hennar Toppu gömlu. Gunna mannabarn á mig.“ „Nú, jæja. Ég þekki Toppu gömlu vel. En hvar eru öll systkini þín, Gulur 1itli?“ „Ég á engin systkini. Þau dóu áður en þau komu úr eggjunum. Það var vondur kálfur, sem henti hreiðrinu niður á gólf í fjósinu ög þá dóu systkini mín.“

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.